Um helgina verður leikið í stjörnuleikjum dominos deildanna í körfuknattleik karla og kvenna. Hamarsstúlkur eiga þrjá fulltrúa um helgina, en það eru Fanney Lind, Marín Laufey, og Di’Amber Johnson sem munu leika fyrir dominos-liðið. Leikið verður í Ásgarði í garðabæ og hefst hátíðin kl 13:00. Dagskrá líkur síðan kl 17:00, beint eftir síðari hálfleik karla, Þar leikur fyrr um Hamarsmaðurinn Raggi Nat. Leikurinn hjá stúlkunum hefst kl 13:20