Hvergerðingar fengu Vængi Júpíters í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og var leikurinn hraður til að byrja með. Það voru gestirnir sem opnuðu leikinn með þrist, en Halldór Jónsson svaraði fyrir heimamenn í slíkri mynt. Hamarsmenn skoruð næstu 5 stig og komust í 8-3, þá svöruðu gestirninr og fyrsti leikhluti var jafn og spennandi, en þó voru heimamenn ávallt með yfirhöndina. Í örðrum leikhluta tóku gestirnir gott áhlaup, úr varð jafn leikur og tóku Hamarsmenn tvisvar sinnum leikhlé og reyndu að finna svör, og það seinna skilaði góðu áhlaupi og fóru Hamarspiltar með 9 stiga forskot í hálfleikinn 49-40. Það var síðan í síðari hálfleik sem að munurinn á liðinum kom í ljós. Hamarsmenn fóru mikinn og byggðu jafnt og þétt ofan á forskot sitt, og Vængir Júpíters áttu aldrei séns, þrátt fyrir að sína fína takta inná milli. Þessi sigur er þriðji sigur Hamars í röð og gera þeir þar með tilkall til úrslitarkeppnis sætisins. Á meðan eru Vængir Júpíters í næst neðsta sæti með einn sigur.

mynd/Guðmundur Karl