Hamar og Fsu áttust við í hörkuleik síðastliðið mánudagskvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en verið var að berjast um annað sæti deildarinar, sem gefur heimavallarétt í umspili um sæti í Úrvalsdeild. Liðin voru hnífjöfn í byrjun leiks, þar sem amerískir leikmenn liðanna fóru hamförum, Pryor hjá Fsu og Julian hjá Hamri. Staðan í hálfleik 40-47 fyrir Hamar, eftir glæsilega flautukörfu frá kjörísprinsinum Bjarna. Í síðari hálfleik fóru svo Hamarsmenn fyrst í gang, þeir bjuggu til gott forskot og unnu að lokum þægilegan sigur 79-98. Julian var sem fyrr stigahæðstur með 41 stig og 11 fráköst, en Bjarni og Þorsteinn skoruðu báðir 16 stig og tóku 8 fráköst, Sigurður var svo með 15 stig og spilaði frábæra vörn á 3 stiga skyttuna og methafann Ara Gylfason. Hamar er því í öðru sæti á innbyrgðis viðureign með jafnmörg stig og FSu. Næsti leikur er svo föstudaginn 28 feb móti toppliði Hattar.