Firmakeppni badmintondeildar Hamars fór fram í Hamarshöllinni, laugardaginn 29. mars sl. Það voru 37 fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var keppnin liður í fjáröflun badmintondeildarinnar. Fjölmennt lið frá Aftureldingu í Mosfellsbæ heimsótti okkur og var með í keppninni, en Aftureldingarmenn voru í æfingabúðum hér í Hveragerði þessa helgi.
Sigurvegarar í keppninni urðu Bjarndís Helga Blöndal og Maria Thors, sem kepptu fyrir Varmá Restaurant / Frost og Funi guesthouse. Þær sigruðu Guðjón Helga Auðunsson og Aron Óttarsson, sem kepptu fyrir Blómaborg í æsispennandi úrslitaleik sem fór í oddalotu, 21-18 , 17-21 og 21-19.
Eftir mótið var slegið upp pizzuveislu frá Hoflandsetrinu.

Badmintondeild Hamars vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í mótinu, fyrirtækjunum sem styrktu þá og síðast en ekki síst Mosfellingum í Aftureldingu.

Meira hér

Hamar mætti Njarðvík í Reykjaneshöllini í gær.  Leikurinn byrjaði frekar rólega en Njarðvíkingar voru þó meira með boltann.

 Á 15 mínútu urðu Hamarsmenn fyrir áfalli þegar Markús Andri Sigurðsson þurfti að fara meiddur af velli.  Inná kom fyrir hann Hafþór Vilberg Björnsson.
 
Á 31 mínútu komust Njarðvíkingar í 1-0 með marki frá Patrik Snæ Atlasyni.
 
Á 40 mínútu átti svo fyrirliðin okkar Ingþór Björgvinsson gott skott að marki sem endaði í stönginni, Hamarsmenn óheppnir þarna að jafna ekki leikinn.
 
Í næstu sókn áttu Njarðvíkingar hörku skott að marki en góður markmaður Hamarsmanna Kristófer Ernir G. Haraldsson varði glæsilega.
 
Á 43 mínútu áttu Njarðvíkingar horn sem var skallað naumlega framhjá.
 
Á 44 mínútu áttu Njarðvíkingar flotta sókn að marki Hamarsmanna en Mateusz Tomasz Lis bjargaði glæsilega með flottri tæklingu.  Staðan var því 1-0 í hálfleik fyrir Njarðvík.
 
Skiptingar í hálfleik:
Njarðvík                                                                 Hamar
Óskar Örn Óskarsson (út)                                Óskar Dagur Eyjólfsson (út)
Ísleifur Guðmundsson (inn)                           Tómas Ingvi Hassing (inn)
Ari Már Andrésson (út)                                    Kristófer Ernir G. Haraldsson (M) (út)
Arnór Svansson (inn)                                        Matthías Ragnarsson (M) (inn)
Pawel Grudzinski (út)
Jón Tómas Rúnarsson (inn)
 
Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik mjög vel og strax á 48 mínútu skoraði Gísli Freyr Ragnarsson fyrir þá og staðan orðin 2-0.
 
Tveimur mínútum seinna bjargar svo Matthías Ragnarsson (M) á línu eftir að boltanum hafði verið vippað yfir hann.
 
Á 60 mínútu eiga svo Njarðvíkingar dauðafæri sem Hamarsmenn bjarga.
 
Á 61 mínútu á Samúel Arnar Kjartansson gott skot að marki sem er vel varið af markmanni Njarðvíkinga.
 
Einni mínútu seinna komast svo Njarðvíkingar í 3-0 eftir mistök markmans Hamarsmanna.
 
Hamarsmenn tóku svo miðju og brunuðu í sókn sem endaði með marki frá Ingþóri Björgvinssyni og staðan því 3-1 á 63 mínútu.
63925_10151827906369014_1007889142_n
 
Ingþór Björgvinsson (F)
 
Á 86 mínútu kom svo Ísak Tómasson inná fyrir Sölva Víðisson og það tók hann ekki nema mínútu að skora sitt fyrsta mark fyrir Hamar með sinni fyrstu snertingu í leiknum, staðan því 3-2 og 87 mínútur liðnar af leiknum.
photo 2 (8)
 
Ísak Tómasson til hægri.
 
Eftir þetta fjaraði svo leikurinn út eftir að Hamarsmenn reyndu að jafna leikinn.  Lokatölur því 3-2 og Hamarsmenn því enn með 0 stig en Njarðvíkingar komnir í 6 stig.

 

Laugardaginn 22. mars hélt meistaraflokkur Hamars hópa og firmakeppni.  Það er hægt að segja að keppnin heppnaðist mjög vel og tóku tíu lið þátt eða allt að níutíu þáttakendur.

1909384_220428468152120_1670106977_o

 Þarna sáust mörg frábær tilþrif og margar gamlar kempur tóku þátt.  Það sem stóð uppúr er að allir skemmtu sér vel og eingin meiddist.  Einnig eru allir sammála um að ekki voru um nein ljót brot eða einhverskonar leiðindi að ræða.
1559408_220427728152194_1460728016_o
 
Það er skemmst frá því að segja að liðið Brendan babes vann þetta mót með því að leggja lið Hermans Hreiðarssonar Stracta Hotels í úrslitaleik 3-1.
1912225_220428864818747_1022752605_n
 
Lið Stracta Hotels endaði í öðru sæti.
 
Í þriðja sæti urðu svo kempunnar frá Kjörís sem lögðu lið Barnaverndarstofu 3-0.  Barnaverndarstofa varð reyndar að gefa leikinn þar sem ekki náðist í lið hjá þeim þegar þarna var komið.
1948227_220429104818723_1181020671_n
 
Lið Kjörís endaði í þriðja sæti.
1962196_220426228152344_890068436_o
Þorsteinn T. Ragnarsson sýnir frábær tilþrif í markinu.
 
Hér eru svo þau lið sem tóku þátt:
Brendan babes.
Stracta Hotels
Kjörís
Barnaverndarstofa
Jötunn Vélar
Hveragerðisbær
CF Hengill.
Arn-Verk ehf.
Dominos
Frost og Funi
Nú á dögunum skrifuðu meistaraflokkur Hamars undir samstarfssamning við VÍS. 
 
Þetta er eitt af mörgum atriðum sem Hamar er að vinna að til þess að knattspyrnudeild gangi sem best.
 
Á meðfylgjandi mynd eru til vinstri Guðmundur Þór Guðjónsson fyrir hönd Hamars og Smári Kristjánsson umdæmisstjóri VÍS á suðurlandi.

Sunnudagsbadmintonið byrjaði í dag og mættu hátt í 30 manns til að iðka íþróttina. Sá yngsti var 5 ára og sá elsti yfir sjötugt. Spilað var á 7 völlum í einliðaleik, tvíliðaleik og frjálsu spili 🙂

Við minnum á það að öllum er heimil þátttaka í þessum tímum. Fyrsti tíminn er frír en eftir það er borgað 500 kr. á mann og 1.000 kr. á fjölskyldu óháð stærð. Frítt er fyrir þá sem hafa keypt önnur námskeið á vegum badmintondeildar.

Sjá nánar á facebook síðu Badmintondeildar.

Leikurinn var varla byrjaður þegar Gróttumenn voru komnir í 1-0 eftir 40 sek.  Þar var að verki Pétur Már Harðarson.

 Það tók ekki nema sjö mínútur í viðbót fyrir Gróttu að skora sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 2-0 á 8 mín og marka skorarinn Jens Elvar Sævarsson.
 
Á 22 mín skoruðu svo Gróttumenn sitt þriðja mark og skelfileg byrjun Hamarsmanna staðreynd.  Staðan orðin 3-0 og aðeins 22 mínútur liðnar.  Markaskorari Gróttu Hermann Ármannsson.
 
Það var svo á 27 mínútu sem nýr leikmaður Hamars Samúel Arnar Kjartansson skoraði fyrir okkur í sínum fyrsta leik.  3-1 á 27 mínútu.
photo 1 (1)
 
Ingó og Samúel Arnar.
 
Það tók Gróttumenn ekki nema tólf mínútur að ná aftur þriggja marka mun með öðru marki Péturs Más Harðarsonar og staðan orðin 4-1 eftir 39 mínútur.
 
Þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
 
Hamarsmenn komu miklu betur stemmdir til seinnihálfleiks en þeir spiluðu þá á móti mjög sterkum vindi og á 50 mínútu minnkuðu þeir munin í 4-2 eftir að Samúel Arnar Kjartansson átti skot að marki sem fór af Gróttumanni og skráðist þetta mark sem sjálfsmark.
 
Eftir þetta var leikurinn nokkuð tíðindalítill og unnu Gróttumenn því þægilegan 4-2 sigur.

Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði körfuboltaliðs Hamars, var valin „dugnaðarforkurinn“ þegar verðlaun voru veitt fyrir bestu frammistöðu leikmanna á seinni hluta keppnistímabils Domino’s-deildar kvenna.

Ljóst er að Hamar á duglegustu leikmenn deildarinnar í vetur en Marín Laufey Davíðsdóttir hafði áður verið verðlaunuð fyrir fyrri hluta mótsins.

Frétt tekin af www.sunnlenska.is

Þetta var fyrsti alvöru leikur undir stjórn nýs þjálfara Ingólfs Þórarinssonar.

Hamarsmenn byrjuðu með látum og strax á sjöttu mínútu skoraði fyrirliðinn Ingþór Björgvinsson glæsilegt mark.  Ingþór lék á varnarmann og átti þrumuskot sem hafnaði uppi í samskeytunum, 0-1 fyrir Hamar.
photo 1 (2)
 
Það tók leikmenn Reynis S. ekki nema fimm mínútur að jafna leikinn, þar var að verki Birkir Freyr Sigurðsson, 1-1 og ellefu mínútur liðnar af leiknum.
 
Fimm mínútum eftir að Reynir S. hafði jafnað skoraði nýr leikmaður Hamars Markús Andri Sigurðsson glæsilegt mark, 1-2 fyrir hamar og aðeins 16 mínútur liðnar af leiknum.
photo (2)
 
Hamarsmenn voru nánast enn að fagna þegar Deividas Leskys jafnaði aftur fyrir Reyni S. aðeins fjórum mínútum eftir að Hamar hafði komist yfir, 2-2 og 20 mínútur liðnar.
 
Eftir þessa fjörugu byrjun gerðist lítið og staðan því 2-2 í hálfleik.
 
Það voru ekki liðnar nema sex mínútur af seinni hálfleik þegar Birkir Freyr Sigurðsson skoraði sitt annað mark í leiknum og Reynir S. komið yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 3-2 og 51 mínúta liðin af leiknum.
 
Á 71 mínútu skorar svo Aron Örn Reynisson fyrir Reyni S. eftir mistök hjá markmanni Hamars og staðan orðin 4-2.
 
Það var svo á 84 mínútu að Reynir S. gerði út um leikin með marki frá Þorsteini Þorsteinssyni og staðan orðin 5-2.
 
Þrátt fyrir þetta tap voru margir jákvæðir punktar í þessum leik og er ekkert annað en að girða sig í brók og snúa blaðinu við í næsta leik á móti Gróttu á laugardaginn næsta.

Markús Andri er genginn til liðs við Hamar en hann er miðjumaður. Markús Andri er 22 ára gamall og kemur frá félaginu Augnablik. Hann kemur til með að styrkja lið Hamars verulega á tímabilinu. 

 

 

Kvennalið Hamars tryggði sér sæti í 2. deild í blaki í lokakeppni í 3. deild í blaki um helgina. Leikið var í Garðabæ þar sem liðið lék 4 lokaleiki sína. Hörku keppni var um það hvaða 2 lið færu upp um deild og að lokum voru það Þróttur c og Hamar sem tryggðu sér sætin tvö sem í boði voru. Liðið og lokastöðuna má sjá á meðfylgjandi mynd.

   

Lokastaðan 3 deild

IMG_6489