Samúel Arnar Kjartansson er gengin til liðs við Hamar frá Ými.  

 Samúel hefur spilað 39 leiki fyrir HK og skorað 6 mörk fyrir þá, einnig á Samúel 38 leiki fyrir Ými og hefur hann skorað 34 mörk í þeim leikjum. 
 
Það er athyglivert að Samúel spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Ými í fyrra en skoraði sjö mörk fyrir þá í þeim leikjum.

Það eru miklar vonir bundnar við Samúel á þessu tímabili hjá Hamri og bjóðum við hann velkominn.

Ingþór og Tómas Ingvi hafa skrifað undir tveggja ára samning við Hamar.

 
Ingþór hefur verið einn af mátarstólpum Hamars undanfarin ár og verið fyrirliði liðsins, það er því mjög ánægjulegt að hann verði hjá okkur á næstu árum.
 
Tómas Ingvi er að stíga sín fyrstu skref með mfl. Hamars.  Hann er mjög efnilegur framherji og skoraði meðal annars sigurmark Hamars gegn KV síðasta sumar.
photo 3 (6)
 
Ævar Sigurðsson og Tómas Ingvi Hassing við undirskrift.
 
Við í knattspyrnudeild óskum þeim til hamingju með samningana.