Hamarsstrákarnir byrja Íslandsmótið í 1. deildinni á morgun. Þeir byrja á erfiðum útivelli við Val á Hlíðarenda. Leikurinn á morgun byrja kl: 19:30 um að gera að fjölmenn í Vodafonehöllina og styðja strákana. Átta lið leika í 1. deildinni í vetur og er leikinn þreföld umferð sem gera 21 leik á lið. Fyrsta sætið fer beint upp og lið tvö til fimm fara í úrslitakeppnina.

Heimsíðan tók Ara þjálfara tali í dag og hentum á hann nokkrum spurningum en Ari tók við liðinu í sumar af Braga Bjarnasyni sem var spilandi þjálfari.

Viðtalið við Ara hér að neðan

Hvernig leggst veturinn í þig?

Veturinn leggst vel í mig, liðið hefur æft af krafti síðustu vikurnar og erum við að verða klárir í baráttuna.

Við erum aðeins á eftir áætlun með suma hluti en ég tel strákana vera klára í fyrsta leik.

 

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega liðið tók þátt í Greifamótinu á Akureyri og vann það mót.

Liðið notaði Greifamótið á Akureyri til að þjappa liðinu saman, liðið borðaði frábæran mat saman á laugardagskvöldinu ala Lalli formaður :o) og var þessi ferð í alla staði vel hepnuð.

Liðið hefur bara spilað æfingaleiki við úrvalsdeildarlið á undirbúningstímabilinu að þessu sinni og hefur gengið þokkalega.

 

Hvernig verður liðið skipað í vetur og eru miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili?

Það hafa verið miklar breytingar frá síðasta tímabili þeir strákar sem komu frá Laugarvatni hættu leik með Hamri fyrir þetta tímabil og Bragi sem var spilandi þjálfari.

Örn Sig hefur tekið fram skóna að nýju og er mikill fengur í honum fyrir liðið og rífur hann upp meðalhæð liðsins.

Þorsteinn Gunnlaugsson kom frá Breiðablik og eru vandfundnir aðrir eins hörkutól eins og Stálmaðurinn sjálfur.

Kristinn Ólafsson kom frá Val og er þar á ferð mikill baráttu hundur og góður drengur enda frá Patreksfirði.

Hjalti Ásberg Þorleifsson kom frá Skallagrím og er þar á ferð ungur og efnilegur strákur sem á bjarta framtíð fyrir sér.

Sigmar Logi Björnsson kom frá Augnablik og er þar á ferð fjölhæfur drengur.

Julian Nelson er okkar erlendi leikmaður í vetur og hefur hann dottið vel inní þá hluti sem við erum að gera og líkar strákunum vel við drenginn og er það mikilvægt að Julian aðlagist vel samfélaginu í Hveragerði og hvet ég fólk í Hveragerði að taka vel á móti honum, og jafnvel vinka honum á götum bæjarins :0)

 

Hvert er markmið liðsins í vetur?

Liðið hefur ekki sest niður og sett sér ákveðið markmið fyrir veturinn en ég sé Hamar ofarlega í deildinni eftir veturinn.

 

Fyrsti leikur er útileikur gegn Val hvernig leggst hann í þig?

Það er gaman að mæta mínum gömlu félögum og Gústa sem er góður félagi minn í fyrsta leik og er smá spenningur í mér fyrir þennan leik.

Við förum í þennan leik fullir tilhlökkunar og ákveðnir í að vinna leikinn eins og við förum í alla leiki í vetur.

 

Eitthvað að lokum?

Mig langar að biðja fólk að fjölmenna í stúkuna í vetur og styðja Hamar í þeirri baráttu sem við eigum fyrir höndum.

Áhorfendur eru alltaf mikilvægur partur af stemmningu hvers liðs og ef það er góð stemning á pöllunum er góður stemmari í strákunum :o)

Áfram Hamar!

Hamarsstelpur hefja leik í Domino´s-deild kvenna í kvöld en stelpurnar heimsækja Grindavíkurstelpur. Leikurinn hefst kl: 19:15 og fyrir þá sem ekki komast geta fylgst með gangi leiksins hér http://www.kki.is/widgets_home.asp

Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í gær var birt spá af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi en þær ætla auðvita að afsanna þessa spá. Liðið hefur vissulega gengið í gegnum miklar breytingar frá síðasta tímabili og misst nokkrar sterkar stelpur en einnig hafa komið til félagsins sterkir leikmenn.

Spáin fyrir Domino´s-deild kvenna:
1. Keflavík 174 stig
2. Snæfell 146 stig
3. Grindavík 138 stig
4. Valur 138 stig
5. Haukar 100 stig
6. KR 72 stig
7. Breiðablik 49 stig
8. Hamar 47 stig

Mynd: karfan.is sem var tekin af fulltrúum félaganna á fundinum í gær.

Hamarsstrákarnir tóku þátt í Greifamótinu á Akureyri um helgina en auk okkar drengja tóku þátt fyrstu deildar liðin Höttur og heimamennirnir í Þór.

Á föstudagskvöldið mættu strákarnir Hetti og voru þeir eitthvað seinir í gang eftir bílferðina norður. Hattarmenn leiddu til að byrja með en um miðbik annars leikhluta tóku Hamarsmenn góðan sprett og leiddu 39-32 í hálfleik. Í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum og lönduðu okkar strákar góðum 87-64 sigri. Bandaríkjamaðurinn Julian Nelson spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagði í þessum leik og komst vel frá sínu, enda ekki búin að ná einni æfingu með liðunu þar sem hann kom til landsins á föstudagsmorgun. Stigahæstir í leiknum voru Þorsteinn Gunnlaugsson 16 stig og örugglega vel yfir 15 fráköst þó ekki hafi verið tekið statt, varafyrirliðinn Snorri Þorvaldsson 15 stig og Bjarni Rúnar Lárussson 14 stig en hann er að koma aftur inn eftir meiðsli.

Á laugardeginum mættu Hamarsmenn heimamönnum í Þór og aftur voru okkar drengir seinir í gang en voru þó níu stigum yfir í hálfelik 40-31. Ari þjálfari hefur eitthvað sagt gott við strákana í hálfleik því þeir gjörsamlega kjöldrógu heimamenn í seinni hálfleik en Hamar vann seinni hálfleikinn 52-17 og leikinn 92-54. Stighæstir í þessum leik voru Julian Nelson 22 stig, fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson 21 stig öll í seinni hálfleik og Kristinn Ólafsson setti 15 stig og barðist mjög vel.

Allir níu leikmenn liðsins sem fóru á mótið fengu að spila og komust vel frá sínu og það sýnir breiddina í liðinu að þrír stigahæstumennirnir eru ekki þeir sömu í þessum tveimur leikjum.

Óskum strákunum til hamingju með sigurinn á Greifamótinu og nú halda þeir undirbúning sínum áfram en rúmar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið byrji.

ÁFRAM HAMAR!

KKd. Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Julian Nelson. Nelson kemur úr Coker Háskólanum og getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er sagður mikill skorari. Bundnar eru miklar vonir við kappann sem lendir á klakanum næstkomandi föstudag.

Hann var í byrjunarliði Coker Háskólans alla 28 leikina á síðustu leiktíð og var með 19 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði 20 stig eða meira í 16 af þessum 28 leikjum og er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu Coker Háskólans. Smá svona til gamans fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræði þættinum.

Fyrsti leikur Nelson verður væntalega strax á föstudagskvöld en Hamrsstrákarnir eru á leið norður á Greifamótið og spila þar þrjá leiki um næstu helgi. Fyrsti leikur í Íslandsmótinu verður svo 10. október á mót Val á Hlíðarenda.

Körfuknattleiksbúðir Hamars verða haldnar í Frystikistunnu í Hveragerði samhliða bæjarhátiðna Blómstrandi dagar. Búðirnar verða föstudag til sunnudags og er reynt að hafa tímasetningar þannig að allir geti upplifað sem mest af þessari skemmtilegu helgi.

Tímasetningar eru þessar:

Föstudagur
Kl 16.00-18.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 18.00-20.00 krakkar fæddir 2002-1999
Laugardagur
Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 16.30-19.00 krakkar fæddir 2002-1999
Sunnudagur
Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 13.00-15.30 krakkar fæddir 2002-1999
Þrír þjálfarar munu koma í heimsókn og stjórna æfingum auk þess sem von er á góðum gestum í heimsókn.
Skráningar í búðirnar eru í netfang: dadist14@gmail.com eða í síma 690-1706

KKd. Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili. Þorsteinn Gunnlaugsson hefur sammið við Lárus Inga og félaga í Hamri en Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1.deildinni og spilar jafnan sem framherji. Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali sl. vetur og verður án efa góður liðstyrkur fyrir Hvergerðinga.

Á meðfylgjandi mynd eru samningar handsalaðir og bæði Þorsteinn og Lárus Ingi í keppnisgallanum 🙂

Á dögunum var gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara hjá karlaliði Hamars í körfuboltanum.  Ari Gunnarsson er tekinn við liðinu af Braga Bjarnasyni.  Ari þekkir vel til í Hveragerði sem er auðvita stór kostur en hann spilaði með liðinu fyrir nokkrum árum og þjálfaði einnig kvennalið félagsins. Bundnar eru miklar vonir við ráðningu Ara enda reyndur og fær þjálfari og vonandi nær hann að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.  Ari var á síðasta tímabili aðstoðarþjálfari hjá Val sem féll úr Dominos deildinni.

Á sama tíma og Ari skrifað undir var gerður áframhaldandi samningur við Halldór Gunnar Jónsson fyrirliða liðsins en Halldór hefur spilað síðustu þrjú keppnistímabil með Hamri og ánægjulegt að liðið mun njóta starfskrafta hans áfram.  Halldór spilaði alla 18 deildarleik liðsins á síðasta tímabili og var með tæp 15 stig að meðtaltali.

Gaman að segja frá því að samningarnir voru undirritaðir í frystigeymslu Kjörís í Hveragerði og hafi Lárus formaður orð á því að um væri að ræða köldustu samninga Íslandssögunnar.

ÁFRAM Hamar

Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði körfuboltaliðs Hamars, var valin „dugnaðarforkurinn“ þegar verðlaun voru veitt fyrir bestu frammistöðu leikmanna á seinni hluta keppnistímabils Domino’s-deildar kvenna.

Ljóst er að Hamar á duglegustu leikmenn deildarinnar í vetur en Marín Laufey Davíðsdóttir hafði áður verið verðlaunuð fyrir fyrri hluta mótsins.

Frétt tekin af www.sunnlenska.is

Höttur frá Egilsstöðum mætti í frystikistunna í Hveragerði í kvöld. Höttur sem sat í 3 sæti fyrir leikinn mátti ekki við því að missa af stigunum en þeir reyna að halda í heimavallaréttinn fyrir úrslitakeppnina. Hamarsmenn voru þó í 8.sæti og þurftu stigin tvö í baráttunni um það fimmta.
Fyrsti leikhluti fór vel af stað fyrir gestinna, en þeir skoruðu fyrstu 5 stig leiksins, áður en að Halldór svaraði fyrir heimamenn með þrist. Hattarmenn héldu yfirhöndinni í byrjun eða alveg þangað til í stöðunni 14-15. Þá tóku heimamenn í Hamri sig til og settu 11 stig gegn tveimur og staðan 25-17 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta var svo áfram haldandi gangur á leik Hamars, þeir nýttu sér götótta vörn gestanna og ragan sóknarleik og keyrðu hvað eftir annað í bakið á þeim. Þeir skoruðu 19 stig á móti sex stigum Hattar og var staðan 44-23. Eitthvað sem fáir hefðu búist við fyrir viðureign þessara liða, nema kannski þeir sjálfir. Höttur náði þó aðeins að bíta frá sér undir lokinn og rétta aðeins úr kútnum 46-30 var staðan í hálfleik.
Atkvæðamestur var Halldór Jónsson með 14 stig 4/5 í þristum.
Byrjunin á þriðja leikhluta var þó allt annar fyrir gestinna sem virtust hafa fengið vænan orkudrykk í hálfleik. Þeir skoruðu 19 stig á móti níu stigum Hamars og staðan skyndilega orðin einungis sex stig 55-49. Sigurður Hafþórsson átti þó frábæran leik fyrir Hamar og þaggaði hann niður í Hattarmönnum, fyrst með rándýru reverse lay-up og síðan með þriggja stiga körfu úr horninu. Þessi barátta Sigurðar virtist kveikja í heimamönnum sem að gengu á lagið og komust aftur í gott forskot 69-54.

Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan líkt og eitthvað handónýtt fíkniefni fyrir Hött. Í hvert skipti sem þeir komu með áhlaup, svaraði Hamar með betra áhlaupi. Gestirnir létu flest allt fara í taugarnar á sér, og jafnvel eftir fína vörn og hafa unnið boltann, ákvað Bracy að klappa framan í Halldór og uppskar hann tæknivillu fyrir vikið. Þetta var þó ekki eina tæknivillan sem fór á lið Hattar því einnig fengu Viðar Örn og Hreinn Gunnar sitthvora fyrir kjaftbrúk. Það var því Hamar sem sigldi auðveldlega í gegnum fjórða leikhlutan og pakkaði Hattarmönnum saman og sendu þá í fýluferð heim Austur á Hérað. Heimamenn í Hamri geta þó vel við unnað en framundan er hörkubarátta um 5 sætið sem gefur þátttöku í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild. Hamarsmenn sitja í 7.sæti með 12.stig líkt og Fsu, Breiðablik og ÍA. Næsti leikur Hamars er svo fyrir norðan gegn topliði Tindastólls.
Halldór Jónsson var stigahæðstur hjá Hamri með 26 stig, Danero var með 25 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Sigurður Hafþórsson kom af bekknum með 18 stig.
Hjá gestunnum voru það Bracy og Robinson með 23 stig hvor en Robinson bætti við 12 fráköstum.

aIMG_7303

aIMG_7305-1

aIMG_7308

aIMG_7313

aIMG_7310

aIMG_7315

aIMG_7320

aIMG_7322

aIMG_7325

aIMG_7327

aIMG_7334

aIMG_7338

aIMG_7330