Tindastólsmenn mættu í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld, þeir mættu reyndar seinna en áætlað var, en seint koma sumir en koma þó. Leikurinn hófst því hálftíma seinna en áætlað var en hafði það þó enginn áhrif á leikinn. Tindastólsmenn hafa farið frábærlega af stað í deildinni og fyrir leikinn höfðu þeir unnið alla 4 leiki sína, Hamar hefur aftur á móti verið að spila undir getu og höfðu aðeins einn sigur fyrir leikinn. Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast að Skagfirðingar höfðu eilítil undirtök en Hamarsmenn voru þó aldrei langt undan. Staðan eftir 4 mínútur 9-14. Örn Sigurðarson var hins vegar mættur aftur á völlinn í kvöld, en hann er ennþá að glíma við erfið meiðsli en lét hann mikið til sín taka og jafnaði hann leikinn í stöðunni 17-17. Hörkuleikur í gangi en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-19 Hamri í vil.

Í öðrum leikhluta sýndu hins vegar Tindastólsmenn klærnar betur og voru komnir með 7 stiga forskot 26-33 þegar annar leikhluti var rétt um hálfnaður. Tindastólsmenn héldu síðan áfram að keyra á Hamarsliðið sem vantaði sjálfstraustið í sóknarleikinn og fóru Sauðkræklingar með 10 stiga forskot í hálfleik 31-41.

Síðari hálfleikur hófst svo líkt og sá fyrri endaði með því að Tindastóll jók forskotið hægt og bítandi. Fyrstu 3 mínútur leikhlutans fóru 12-4 fyrir Tindastól og staðan orðin 53-35. Þarna mátti sjá getu mun liðanna þrátt fyrir að leikur Hamarsmanna hafi lagast mikið frá síðustu leikjum. Tindastóll vann þriðja leikhlutan 29-20 og var staðan því ansi vænleg fyrir loka fjórðungin 51-70.

Síðasti leikhlutinn var þó með meira jafnvægi og virtust Hamarsmenn ekki ætla gefa tommu eftir þrátt fyrir að mikill munur var uppi á töflunni. Leikurinn spilaðist þó mikið á vítalínunni en Tindastóls menn fengu heil 42 vítaskot í leiknum og oft á köflum virtist miklu máli skipta hvort það væri Jón eða Séra Jón sem átti í hlut þegar brotið var. Villu staðan endaði 31-18 sem dæmi má nefna. Engu að síður voru það Tindastólsmenn sem sæktu fyllilega verðskuldað í sinn 5 sigur í röð og verður að segjast að þeir líti gríðarlega vel út, Loka tölur 73-94

Atkvæðamestur hjá Hamarsmönnum var Danero Thomas með 25 stig en næstur honum var Halldór Gunnar með 16 stig. Hjá Tindastól var Antoine Proctor með 21 stig og 9 fráköst og síðan kom Darrel Flake með 20 stig og 11 fráköst og Helgi Margeirsson setti niður 19 stig.

KR-ingar komu í heimsókn í frystikistuna í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn voru KR-stúlkur einungis búnar að vinna einn leik en sá sigur kom einmitt á móti gestgjöfum kvöldsins Hamri. Leikurinn byrjaði með miklum skotum utan af velli hjá báðum liðum en hvorugt liðið hitti til að byrja með, þrátt fyrir að Íris hafi opnað leikinn með flottum þrist. Það var ekki fyrr en Fanney setti upp skotsýningu að stig fóru að koma á töfluna. Fanney tók sig til og setti 4 af 5 fyrstu skotum sínum og voru þau öll fyrir utan þriggja stiga línuna eða “Down Town” eins og kaninn myndi segja það. Staðan 22-9 fyrir Hamarsstúlkur eftir fyrsta leikhluta og var Fanney komin með 12 stig og 4 fráköst. Hjá KR var Henry atkvæðamest. Annar leikhluti hófst þó með betri byrjun KR liðsins og skoruðu þær fyrstu 5 stig leikhlutans og komu muninum niður í 8 stig 22-14. Þá jafnaðist leikurinn meira út, eða þangað til að um 3 mínútur voru eftir þá gáfu KR-stelpur á bensín gjöfina og minnkuðu muninn niður í 4 stig 32-28 en leikhlutinn endaði svo með 6 stiga mun Hamri í vil 36-30. Dómgæsla leiksins var oft á köflum stór furðuleg, og alltaf er leiðinlegt þegar þarf að gagnrýna dómarann en staðan í villum í hálfleik var 8 villur á Hamar á móti 3 villum á KR. Síðari hálfleikur hófst svo með því að Hamarsstúlkur settu fyrstu fjögur stig leikhlutans áður en Þorbjörg svaraði með þrist fyrir KR og var staðan því 40-33. Mikið jafnræði var áfram með liðunum og var 5 stiga munur 50-45 fyrir síðustu sókn leikhlutans en Di’Amber lauk leikhlutanum með glæsilegum “buzzer” og kom muninum í átta stig 53-45. Þarna var Di’Amber með 22 stig en næst henni var Fanney ennþá með sín 12 stig. Hjá KR var það Henry sem var með 21 stig. Fjórði og síðasti leikhlutinn hófst svo með því að liðin skiptust á að skora eða þar til að í stöðunni 56-47 þá settu KR-stelpur vélina upp um gír og byrjuðu að saxa á forskot Hamars. Þegar ekki nema þrjár mínútur voru liðnar var munurinn komin niður í 3 stig, 58-55. Þá setti Íris niður tvö stig af vítalínunni og kom muninum í 60-55. Þá komu KR stelpur aftur með sveiflu og 60-60 og síðar 62-62, og komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum 62-65 og einungis 3:30 eftir af leiknum. Di’Amber svaraði þó með þrist og staðan því 65-65. KR-stelpur skoruðu þó aftur en Di’Amber geystist þá í bakið á þeim og setti niður sniðskotið og sótti villu og fékk því eitt víta skot að auki, Það rataði síðan beint í körfuna og Hamarsstúlkur því aftur komnar yfir 68-67. Þá taka dómarar leiksins sig til og spiluðu þeir stóra rullu á síðustu tveimur mínútum leiksins. Fanney fékk sýna 5 villu fyrir litlar sakir og fékk því Henry tvö skot þar sem KR-liðið var komið í bónus. Annað vítið rataði niður og var því staðan jöfn 68-68. Þá fóru Hamarsstelpur í sókn en skot þeirra geigaði og snéru KR-stelpur vörn í sókn og endaði það með því að Sigrún Sjöfn endaði á línunni og setti bæði vítin 68-70. Di’Amber heldur í sókn með Hamarsliðinu og kemur sér í ágætis skotfæri en þá er hrint á bakið á henni og skotið geigaði. Henry nær frákastinu og Hamarsstelpur pressa KR hátt. Henry kemur sér þó yfir miðju og gefur þá boltan til baka á Björg sem kom hoppandi yfir á sóknarhelming vallarins en einhvern veginn fór það fram hjá mjög svo lélegum dómurum leiksins þeim Rögnvaldi og Gunnari. KR-stelpur fengu þess í stað galopið sniðskot sem að Henry settir niður og munurinn því orðinn 4 stig og minna en mínúta eftir. Hamars liðið átti síðan lélega sókn þar sem þær töpuðu boltanum og KR-stelpur nýttu sér það og komu muninum í 8 stig áður en Di’Amber lagaði muninn með þriggja stiga körfu. Leikurinn endaði þó á því að Helga sallaði niður tveimur stigum af línunni og sjö stiga sigur staðreynd 71-78 og KR-stelpur því komnar með tvo sigra báða gegn Hamri á meðan Hamarsstúlkur töpuðu sínum þriðja heimaleik í vetur. Atkvæðamest hjá Hamri var Di’Amber með 28 stig 7 stoðsendingar og 5 fráköst næst var Fanney með 17 stig og 8 fráköst og síðan var Marín með 10 stig og 13 fráköst. Hjá KR var Henry með 27 stig og 7 fráköst og síðan var Sigrún með 12 stig og 17 fráköst.

Það sem má taka útúr þessum leik eru þó þrjár staðreyndir
– Ebone Henry er ekkert skild fótbolta manninum Thierry Henry þrátt fyrir mikla skottækni hjá báðum leikmönnum

– Hamar er eina liðið sem KR hefur sigrað í vetur, og Yngvi þjálfari þarf að borga í sektarsjóð liðsins eftir leik kvöldsins

– Dómarar leiksins vildu ná Greys Anatomy á stöð2 í kvöld og sáu sér ekki fært um að leikurinn færi í framlengingu

Íþróttafélag Hamars hefur fest kaup á búnaði til útsendinga á kappleikjum og viðburðum hjá deildum félagsins og var tilrauna útsending frá leik Hamar og Hauka í Dominos deild kvenna um daginn og gékk vel.

Næstu leikir í körfunni verða sendir út en það er Hamar-KR í Dominosdeild kvenna og Hamar-Tindastóll í 1.deild karla en þessir leikir eru á miðvikudag og fimmtudag og byrja báðir kl. 19.15.

Rétt að hvetja fólk áfram til að mæta og hvetja okkar lið en þeir sem ekki komast af einshverjum ástæðum þá er þetta kærkominn möguleiki á að sjá okkar lið. 

Hér er linkurinn inn á  HamarTV  en linkur er einnig hér inn á síðu KKd.Hamars

Hamarsstelpur kíktu í Reykjanesbæ í kvöld nánar tiltekið Njarðvík og fyrir fram mátti búast við hörku leik. Stelpurnar okkar voru þó alltaf skrefinu á eftir í leiknum eða í 39 mínútur, það var hins vegar á loka mínútunni sem leikurinn vannst, við fengum lánaða lýsinguna frá karfan.is á síðustu mínútunni ” Í stöðunni 59:58 fá Njarðvík á sig óíþróttamannslega villu. DiAmber setur niður vítin sín og Marín Laufey setur svo niður tvist og með ca 40 sekúndur á klukkunni leiða Hamarsstúlkur með 2 stigum. Svava Ósk Stefánsdóttir sporðrennir svo einum rándýrum þrist í næstu sókn Njarðvíkur og aftur eru heimasæturnar komnar yfir í leiknum með einu stigi. Á einhvern furðulegan hátt þá endar Dagný Lísa Davíðsdóttir svo í galopnu færi hinumegin á vellinum og setur niður tvö stig, Hamar aftur komnar yfir og varnarleikur Njarðvíkur í þessari sókn Hamars afar illa á verðinum. Njarðvíkurstúlkur bruna yfir og þegar um 7 sekúndur eru til loka leiks setur Andrea Ólafsdóttir niður að flestir héldu í húsinu úrslitakörfu leiksins. ” Hjá glæsilegur sigur hjá stelpunum sem eru þar með komnar með 8 stig og eru í 4-5 sæti ásamt Haukum. Di’Amber var sem fyrr atkvæðamest með 21 stig og 4 stoðsendingar en Íris 12 stig 6 fráköst Fanney 14 stig 5 fráköst og Marín 10 stig 6 fráköst áttu allar flottan leik.

Einnig var dregið í bikarnum á dögunum, en stúlkurnar drógust á móti Valsstelpum en sá leikur fer fram á Hlíðarenda heimavelli Vals, Nánari um þann leik síðar

mynd/Guðmundur Karl

Hamar og Haukar mættust í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn var Hamar með 6 stig en Hauka stelpur 4 stig. Leikurinn byrjaði mjög hægt en voru það Hauka stelpur sem leiddu leikinn. Hamars stelpur létu þær þó aldrei stinga sig af og var munurinn 2 stig eftir fyrsta leikhluta 15-17. Annar leikhlutinn byrjaði þó mun betur fyrir heimastúlkur og náðu þær 10-0 áhlaupi og komust í 34-24. En Haukastelpur gáfu þó í rétt fyrir hálfleik eftir að Bjarni þjálfari tók leikhlé, við það náðu þær að laga stöðuna aðeins og var niðurstaðan 5 stiga munur í hálfleik 39-34. Síðari hálfleikur byrjaði svo líkt og sá fyrri endaði með töluverðum yfirburðum Hauka. Þær komust í 43-48 og ákvað þá Hallgrímur Brynjólfsson að taka leikhlé. Það virtist ekki alveg hafa virkað rétt því Hamarsstelpur áttu ennþá í vandræðum með að leysa pressu Hauka og gegnur þær áfram á lagið og komust mest 10 stigum yfir 46-56. Hamarsstúlkur náðu þó fyrir rest að vinna úr pressunni og skila inn stigum og hélst munurinn nokkurn vegin út leikhlutann og staðan 55-63 fyrir síðasta fjórðungin. Hamarsstelpur unnu sig fljótt inn í leikinn og komu leiknum aðeins í 3 stig 62-65, áður en fyrrum leikmaður Hamars Jóhanna Björk setti þriggja stiga körfu 62-68. Aftur komu Hamarsstelpur þó forskotinu niðrí þrjú stig en aftur svöruðu Haukar með þriggja stiga körfu og var það í þetta skiptið Lele Hardy. Þar má segja að leikurinn hafi unnist þó svo að Hamarsstelpur hafi átt fínar rispur inn á milli eftir þetta. Það var bara þannig að Lele Hardy svaraði alltaf til baka og endaði hún með trölla tvennu eins og henni einni er lagið. Hún endaði með 46 stig 19 fráköst og 7 stolna bolta hreint út sagt ótrúleg frammistaða, skiluðu þessar tölur henni 55 framlagsstigum. Di’Amber Johnson í liði Hamars skilaði þó ekkert verri tölum heldur en Hardy, Di’Amber setti nefnilega niður 42 stig tók 10 fráköst gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum sem skilaði henni 43 framlags stigum. Þær sem fylgdu svo eftir stórleik þessara kvenna voru Fanney í liði Hamars með 13 stig og 4 fráköst og Gunnhildur í liði Hauka með 8 stig og 3 stoðsendingar. Aðrar voru með minna

Ívar Örn Guðjónsson

Stelpurnar mættu í Valsheimilið á Hlíðarenda í kvöld. Valsliðinu var spáð góðu gengi fyrir tímabilið þó rauninn sé önnur. Stelpurnar okkar sigruðu síðasta leik sinn gegn Grindavík og voru því fullar sjálfstrausts í kvöld. Leikurinn endaði með glæsilegum sigri Hamars 68-76. Atkvæðamestar í liði Hamars voru Íris og Di’Amber Johnson með 22 stig báðar, en Di’Amber bætti 7 stoðsendingum og 7 stolnum boltum við leik sinn. Nánari umfjöllun er að finna á http://karfan.is/read/2013/10/30/hamar-i-4-saetid-med-sigri-a-val

Mynd/Torfi Magnússon @karfan.is

Grindavíkur stúlkur komu til Hveragerðis í kvöld, þær voru búnar að sigra 3 leiki í röð á meðan að heimastúlkur úr Hamri höfðu tapað síðustu þrem leikjum. Leikurinn byrjaði með mjög hægum körfubolta og voru liðin að gera mikið af mistökum til að byrja með. Eftir miðjan fyrsta leikhluta var staðan einugis 3-2 fyrir Hamar. Þá byrjuðu þó liðin að spila betur og fóru körfunar að detta og endaði fyrsti leikhluti með 4 stiga mun í hag gestanna 10-14. Meira fjör var í öðrum leikhluta og voru það Hamarsstúlkur sem voru með undirtökin í honum og í stöðunni 25-23 tók Jón Halldór þjálfari Grindavíkur leikhlé. Eftir það jafnaðist leikurinn og fóru gestirnir með tveggja stiga forskot inn í klefann 29-31. Þriðji leikhlutinn var svo áframhald af miklu jafnvægi og endaði hann 17-17 og þar með staðan 46-48 Grindavík í vil. Í byrjun fjórða leikhluta gerðust þó hlutirnir hratt. Di’Amber skoraði fyrstu 4 stig leikhlutans á fyrstu 20 sekúndunum en Jón Halldór þjálfari Grindavíkur fékk dæmda á sig tæknivillu og tók hann síðan leikhlé, staðan 50-48 og áttu Hamarsstúlkur boltan. Það var síðan þegar að um 5 mínútur voru eftir að Hamarsstúlkur náðu að slíta sig frá Grindavík, Di’Amber fór á kostum í liði Hamars og setti hverja körfuna á fætur annari, Það var síðan þegar 4 mín voru eftir að Grindavík tekur leikhlé og staðan 66-58 fyrir Hamar. Grindavíkur stelpur reyndu allt til þess að komast inní leikinn aftur en skotinn vildu ekki niður og kláraði Di’Amber leikinn á vítalínunni 70-65 og Hamarsstúlkur náðu í sinn annan sigur í deildinni. Atkvæðmest á vellinum var títt nefnd Di’Amber með 33 stig eftir að hafa verið með einungis 6 í hálfleik, Síðan var Fanney Lind með 16 stig og 13fráköst og Marín átti góðan leik með 10 stig og 9 fráköst, En allt Hamarsliðið spilaði vel. Hjá Grindavík var Oosdyke með 22stig og 10 fráköst og María Ben með 13 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar og svo Helga með 11.stig og 12 fráköst. Aðrar með minna

mynd/Guðmundur Karl

Það voru Snæfellsstelpur sem byrjuðu leikinn í Hveragerði í kvöld mun betur. Snæfells stelpur skoruðu fyrstu 6 stigin og staðan 0-6, en Hamars stúlkur vöknuðu þó og svöruðu og staðan 6-8 og um 5 mínútur liðnar. Þá kom aftur áhlaup hjá Snæfell og í stöðunni 6-16 tók Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari leikhlé með tæpar tvær mínútur eftir. Stelpurnar hans svöruðu því með 5-0 áhlaupi og staðan 11-16 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var minna um áhlaup og meira af jafnræði og gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 33-37 fyrir Snæfell. Atkvæðamest var Chynna Brown með 16 stig og 6 fráköst í liði Snæfells, en Marín var stigahæðst í liði Hamars með 9 stig og 5 fráköst. Áfram var mikið jafnvægi á liðunum og skiptust liðin á að skora. Þó komu lítil áhlaup og var staðan t.d. 39-39, 39-44, 43-46. Það var hins vegar undir lok leikhlutans þegar að Hamar kom með áhlaup á Snæfell og komust í 55-53. Chynna Brown var kominn með 4 vllur. Þá tók Ingi Þór leikhlé. Snæfell endaði svo leikhlutann á því að setja flautukörfu og staðan því 55-56. Snæfells stelpur kláruðu svo leikinn í fjórða leikhluta með góðu áhlaupi og komust mest í 61-70 með einungis 4:37 eftir á klukkunni. Þá vöknuðu Hamars stelpur og komu til bak. Þær náðu að minnka muninn niður í tvö stig og áttu boltann. Þær héldu í sókn og þegar einungis 1 sekunda var eftir á skotklukkunni fór Di’Amber í neyðarskot sem að skoppaði uppúr og af Snæfells stelpu og útaf. Með einamínútu eftir á klukkunni áttu því Hamarsstelpur boltann undir körfunni, sóknin endaði á skoti frá vítateigsboganum sem geigaði, Chynna Brown reif frákastið og skilaði niður tveimur stigum á hinum enda vallarins og staðan því 71-75 fyrir Snæfell og þær með pálman í höndunum. Hamarsstelpur nýttu enga af sínum sóknum eftir þetta og skiluðu Snæfellsstelpur 2 stigum í Hólminn 71-78. Atkvæðamest í liði Snæfells var Chynna Brown með 20 stig og 10 fráköst, Guðrún Gróa átti líka mjög flottan leik og skilaði hún 17 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Hamri var það Di’Amber sem var með 29 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Marín Laufey var svo með fína tvennu 13 stig og 10 fráköst

Ívar Örn Guðjónsson

Dregið var í dag í 32 liða úrslit í powerade-bikarnum í dag. Hamarsmenn fengu úti leik gegn Reyni Sandgerði. Leikurinn fer fram helgina 1-3 nóvember en ekki er en búið að staðfesta nákvæma dagsetningu. Meira kemur um leikinn síðar.

Hamarsstúlkur fóru í heimsókn í vesturbæinn í kvöld. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn sinn á móti Njarðvík nokkuð örugglega á meðan KR-stelpur töpuðu illa á móti Val. Það var því hörkuleikur í vesturbænum, Stelpurnar okkar voru yfir í hálfleik með 20 stigum 19-39. Í síðari hálfleik urðu þí hlutverka skipti, það voru KR-ingar sem voru með völdin á vellinum og unnu seinni hálfleikinn 43-21 og því lokastaðan 62-60 KR í vil. Atkvæðamestar hjá okkar stelpum voru Íris með 19 stig, næst kom Fanney með 14 stig og Di’Amber var með 10 stig og 12 fráköst

Mynd/Guðmundur Karl