Hamarsmenn hafa verið að undirbúa lið sitt að undanförnu fyrir komandi sumar. Lengjubikarinn er kominn á fullt og æfingaferð liðsins til spánar var vel heppnuð. Hamar hefur styrkt liðið sitt töluvert á undanförnum vikum.

Í dag fengu Hamarsmenn sterkann liðstyrk þegar Hrannar Einarsson fékk félagaskipti í Hamar úr Fram. Hrannar er uppalinn í Breiðablik þar sem hann á nokkra leiki með meistaraflokk félagsins, fór svo í KR þar sem hann var í meistaraflokkshóp liðsins og spilaði leiki með KR. Hrannar spilaði svo í fyrra í 1. deildinni með Fram.

Á dögunum komu þrír strákar úr Elliða á síðasta tímabili. Varnarmennirnir Stefán Víðir Ólafsson, Sigurður Jóhann Einarsson og Framherjinn Páll Pálmason komu til liðsins fyrr í vetur.

Varnar og miðjumaðurinn Sigmar Egill Baldursson kom úr KF. Sigmar sem er tengdasonur Gumma Erlings spilaði 8 leiki með KF í 2. deildinni s.l sumar.

Hamar fékk svo til sín íslensk ættaðan bandaríkjamann í síðasta mánuði. Hann heitir Kaleb Goodmann og spilar sem kantmaður. Kaleb var á reynslu hjá Pepsi og 1. deildar liðum áður en hann kom til Hamars.

Að lokum komu tveir strákar úr KR. Varnarmaðurinn Sigurður Andri Jóhannsson og miðjumaðurinn Sindri Snær Símonarson gengu til liðs við Hamars í vetur.

Spennandi verður að fylgjast með strákunum í sumar en næsti leikur í Lengjubikarnum hjá Hamri er á morgun, laugardag þegar liðið heimsækir Augnablik í Fagralundi kl 16:00.

 

 

 

Hamar spilaði sinn annann leik í Lengjubikarnum s.l Laugardag þegar þeir tóku á móti Ísbirninum á Selfossvelli. Hamar hafði spilað einn leik í Lengjubikarnum fyrir þennann leik og vannst sá leikur. Ísbjörninn hafði spilað tvo leiki fyrir leikinn og töpuðust þeir báðir.

Hamar byrjuðu af krafti í leiknum og fengu hornspyrnu á fjórðu mínútu leiksins. Ölli skoraði úr henni eftir skemmtilega útfærslu og góða hornspyrnu frá Kaleb. Á 12. mínútu komst Hamar í skyndisókn sem endaði á því að Páll sendi góða sendingu á Hafstein sem kláraði færið af örryggi. Eftir þetta róaðist leikurinn og spiluðu Hamarsmenn ekki nógu góðann leik í stað þess að klára leikinn. Á 36. mínútu sváfu Hamarsmenn á verðinum og Ísbjörninn náðu að minnka muninn í 2-1. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fékk Hamar aukaspyrnu af löngu færi sem Hákon tók. Hákon gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukaspyrnunni. Staðan var 3-1 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiksins var kraftur í Ísbirnunum og áttu þeir ágætis færi að marki Hamars. Hamar náðu ekki að spila boltanum nægilega vel á milli sín. Á 60. mínútu braut leikmaður Ísbjarnarins ílla á sér og fékk að líta rauða spjaldið. Eftir þetta áttu Hamar tóku Hamar öll völd á leiknum og náðu að spila boltanum betur á milli sín. Á 75. skoraði varamaðurinn Daníel mark af stuttu færi eftir frábært spil Hamarsmanna upp völlinn. Eftir þetta áttu Hamar nokkur færi en náðu ekki að koma tuðrunni oftar í markið. Ágætis sigur hjá Hamarsmönnum en þeir hafa oft sýnt betri leik.

Næsti leikur Hamars er Laugardaginn 9. Apríl gegn Augnablik. Leikurinn er kl 16:00 í Fagralundi.

17 -Hafsteinn Þór

Hafsteinn Þór skoraði gott mark í leiknum

Hamar spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þegar að þeir mættu liði Mídasar í gærkvöldi á Leiknisvelli. Hamarsmenn mættu einbeittir til leiks og héldu boltanum vel sín á milli á meðan Mídas lágu til baka og freistuðu þess að sækja hratt. Tómas Hassing skoraði fyrsta mark Hamars eftir sendingu frá Daníel Rögnvaldssyni og staðan var 1 – 0 eftir fyrri hálfleik. Hamar hélt uppi mikilli pressu í seinni hálfleik og ljóst var að eitthvað varð að bresta en Tómas Hassing skoraði aftur eftir hornspyrnu og aftur var það Daníel Rögnvaldsson með stoðsendinguna. Daníel Rögnvaldsson var svo sjálfur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og var það Kaleb Goodman sem lagði upp markið. Páll Pálmason skoraði svo fjórða markið eftir góða sendingu frá Kaleb Goodman. . Mídas náði að klóra í bakkann eftir góða skyndisókn en Daníel Rögnvaldsson svaraði að bragði og lokatölur 5 – 1. Flottur leikur hjá Hamri og verður spennandi að fylgjast með þeim í ár. Næsti leikur er 2. Apríl en þess má geta að liðið er á leiðinni til Spánar í æfingaferð.

Salbjörg Ragnarsdóttir hefur verið kölluð inní Íslenska kvennalandsliðið af Ívari Ásgrímssyni þjálfara liðsins fyrir leik kvöldsins gegn Ungverjalandi. Leikurinn er hluti af forkeppni EuroBasket2017 en Íslenska liðið verður að vinna restina af sínum leikjum til að eiga von á að komast inná Eurobasket. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Rúv2 og inná RÚV.IS

Við óskum Salbjörgu til hamingju með góðan árangur og gangi henni vel.

Meistaraflokkur Hamars fékk til sín gríðarlega sterkann liðstyrk fyrir komandi átök þegar Tómas Ingvi Hassing gekk til liðs við félagið. Tómas hefur allann sinn feril spilað fyrir Hamar að undanskildu s.l tímabili þegar hann lék með Árborg. Tómas er mikill markaskorari en hann skoraði 17 mörk í 15 leikjum fyrir Árborg á síðasta tímabili. Tómas gerði tveggja ára samning við Hamar og er félagið í skýjunum hafa Tómas með í uppbyggingu félagsins.

Tómas spilaði fyrir Hamar upp alla yngri flokkana. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2012 og hefur spilað 40 leiki fyrir Hamar í íslands og bikarkeppni KSÍ. Tómas hefur skorað 11 mörk í þessum leikjum.

Knattspyrnudeild Hamars býður Tómas velkominn aftur heim!

IMG_3505

Tómas Ingvi og Steini formaður við undirskrift á tveggja ára samningi.

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir Jólamót Kjörís í fótbolta. Mótin verða haldin í Hamarshöllinn helgarnar 28. og 29 nóvember og 5. og  6. desember. Mótin eru fyrir 7. – 5. flokk karla og kvenna. Mótin hafa verið haldin tvö síðustu ár og er óhætt að segja það að þau hafa slegið í gegn. Fyrsta árið voru um 400 keppendur, en í ár er búist við um 1.500 stelpum og strákum frá 18 félögum að leika listir sínar í hlýjunni í Hamarshöllinni. Auk keppenda eru fullt af foreldrum og öðrum aðstandendum keppenda að koma á svæðið, búist er við að um 5.000 manns komi í heimsókn til Hveragerðis þessar tvær helgar. Allir keppendur mótsins fá verðlaunapening, ís frá Kjörís og pítsu frá Hoflandsetrinu. Nú er um að gera fyrir Hvergerðinga að kíkja í Hamarshöllina næstu tvær helgar og sjá yngstu iðkenndunar leika listir sínar.

 

Mikil vinna er á bak við svona stórt mót og hafa foreldrar og aðrir sjálfboðaliðar verið ótrúlega dugleg við að taka ýmsar vaktir á mótinu. Án þeirra væri þetta ekki hægt! Knattspyrnudeild Hamars væri ótrúlega þakklát fyrir ef fleiri sjálboðaliðar myndu bjóða sig fram og aðstoða við framkvæmd mótsins. Þau sem hafa áhuga á því geta haft samband við Ölla – 8455900 eða ollimagnusson@gmail.com

Mynd í blað (11)

Lokahóf knattspyrnudeildar Hamars var haldið Hoflandsetrinu á dögunum. Leikmenn og aðstandendur liðsins komu saman og snæddu góðann kvöldverð og fóru yfir tímabilið. Á lokahófinu voru leikmenn heiðraðir fyrir frammistöðu sína. Daníel Rögnvaldsson var kosinn besti leikmaður tímabilsins og var hann einnig markahæsti leikmaður tímabilsins en hann skoraði 16 mörk í 11 leikjum. Friðrik Örn Emilsson var kosin efnilegastur. Hermann Ármannsson var besti félaginn.

Mikil ánægja var með tímabilið og eru leikmenn reynslunni ríkari. Nú styttist í undirbúning fyrir næsta tímabil og er mikil áhersla lögð á að halda sama leikmannahóp og síðasta sumar. Æfingar hefjast 3. Nóvember í Hamarshöllinni og mun liðið spila nokkra æfingaleiki í byrjun undirbúningstímabils.

IMG_1322

Friðrik Örn ásamt Steina formanni.

 

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars verður haldin þriðjudaginn 29. September kl 20:00 í aðstöðuhúsinu við Hamarshöll.

Dagskrá:

– Venjuleg aðalfundarstörf.

– Önnur mál.

Stjórn knattspyrnudeildar.

Kæru stuðningsmenn og aðrir Hvergerðingar

Nú er frábæru knattspyrnusumri lokið hjá meistaraflokki karla í Hamri.  Er gaman að rifja upp þegar ég settist niður með stjórninni í nóvember og við ræddum um hvað við vildum fá út úr sumrinu eftir erfitt ár í fyrra. Við vorum allir sammála um að nú þyrfti að byrja á byrjun, það þyrfti að búa til kjarna af heimamönnum sem myndu vera í aðalhlutverki í Hamars liðinu til næstu ára.

Það markmið náðist og gott betur en það, af þeim 29 leikmönnum sem spiluðu fyrir Hamar í sumar komu 21 frá Hveragerði.  Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, 8 leikir unnust og aðeins 4 töpuðust með minnsta mögulega mun. Oft var boðið uppá markaveislu þar sem Hamar skoraði að meðaltali 4 mörk í leik.

Mikill hugur var í leikmönnum,  sem settu það markmið fyrir sumarið að komast í úrslitakeppnina, það eina sem skildi að Hamar og efstu lið riðilsins, var reynsluleysi.  Sem dæmi um það voru 8 leikmenn af þeim 11 sem byrjuðu í svokölluðum úrslitaleik á móti ÍH, 20 ára eða yngri.

Framtíðin er björt í Hveragerði og líkur eru á að flestir leikmenn sem voru í sumar verði áfram með okkur næsta sumar.  Stefnan verður því sett á að gera enn betur.

Umgjörðin utan um heimaleiki var frábær og stuðningur ykkar var ómetanlegur.  Það er ótrúlega mikilvægt fyrir ungt lið Hamars að finna stuðning, enda er oft sagt að góður stuðningur sé eins og tólfti leikmaðurinn.

Um leið og ég vil þakka ykkur fyrir sumarið vonast ég til að sjá ykkur á vellinum næsta sumar.

 

Með fótboltakveðju

Ólafur Hlynur                                                                                                          Ólafur Hlynur 3

Hamar tók á móti Létti s.l Fimmtudag á Grýluvelli í mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppni 4. deildar. Fyrir leikinn var Hamar í 3.sæti riðilsins með 15 stig og Léttir í 4. sæti með 12 stig. Léttir vann fyrri leik liðana 2-1.

Margir áhorfendur voru mættir á völlinn og létu vel í sér heyra og studdu Hamarsmenn áfram í sínum leik. Leikurinn byrjaði rólega og voru Léttismenn þéttir fyrir og voru staðráðnir í því að loka á öfluga sóknarmenn Hamars. Hamar var meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mikið af opnum marktækifærum. Daníel fékk eitt gott færi í fyrri hálfleik sem fór í hönd varnarmanna Léttis inní vítateig en dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Hamar lét boltann ganga ágætlega á milli sín í fyrri hálfleik en náðu ekki að opna Léttismenn nægilega vel. Léttir fengu líka hálffæri í fyrri hálfleik sem þeir nýttu ekki. Staðan í hálfleik var markalaus. Í seinni hálfleik hélt leikurinn áfram eins og í fyrri hálfleik, Léttir lá mikið til baka og Hamar héldu boltanum vel. Sóknarþungi Hamarsmanna ókst í seinni hálfleik og náðu þeir að brjóta ísinn á 77. mínútu. Þá unnu Hamarsmenn boltann á sínum vallarhelming og komu boltanum innfyrir á Hermann sem var kominn að markmanninum og lagði svo boltann óeigingjarnt til hliðar á Daníel sem var fyrir opnu marki og lagði boltann snyrtilega í netið. Allt varð vitlaust á Grýluvelli og fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Eftir þetta opnaðist leikurinn töluvert og komst Hermann einn innfyrir en setti boltann framhjá. Á 90. mínútu skoraði svo Daníel sitt annað mark eftir frábæra sendingu frá Frissa. Lokatölur 2 – 0 fyrir Hamar og var þetta gríðarlega mikilvægur sigur hjá Hamri sem eru núna í góðum séns að ná sæti í úrslitakeppninni.

Hér má sjá brot úr leiknum.

Byrjunarlið Hamars.

Nikulás

Helgi – Hákon – Fannar – Tómas

Stefán – Máni

Daníel – Ölli – Logi

Hermann

Skiptingar

72. mín: Logi (ÚT) – Frissi (INN)

90. mín: Hermann (ÚT) – Brynjar (INN)

92. mín: Stefán (ÚT) – Hafsteinn (INN)

92. mín: Máni (ÚT) – Hafþór Vilberg (INN)

94. mín: Daníel (ÚT) – Indriði (INN)

Ónotaðir varamenn

Hlynur og Ómar.

 

Næsti leikur er mánudaginn 27. Júlí gegn Árborg á Selfossi. Það er annar mjög mikilvægur leikur um að komast í úrslitakeppnina. Hvergerðingar standa sig gríðarlega vel í að styðja við liðið og væri gaman að sjá Hvergerðinga yfirtaka stúkuna á Selfossvelli í þessum leik.

ÁFRAM HAMAR!!