gulldrengurinn_a_godum_degiHamarsmenn fengu í heimsókn til sín á Grýluvöll spræka Gróttupilta frá Seltjarnarnesi, sem spáð er 3. sæti í deildinni af forráðamönnum og fyrirliðum annarra liða samkvæmt vinsælli sparkspekingasíðu.

 

Það er þó nokkuð ljóst að fyrirliði Hamars og forráðamenn tikkuðu ekki Gróttuna ofar en sig sjálfa, því strax frá fyrstu mínútu tóku heimamenn völdin á vellinum. Hann var þó ekki beint suðrænn og seiðandi boltinn sem leikinn var á Grýluvelli, meira svona “loksins-kominn-á-gras-út-í-rigninguna” bolti.

 

Gulklæddir Gróttumenn, sem stunda sína íþrótt á sígrænum plast/gúmmí fótboltavelli, voru eitthvað seinir að fóta sig á misgræna Grýluvellinum því strax á 7. mínútu fékk Sene Abdalha stungusendingu sem hann kláraði í mark gestanna og staðan 1-0 fyrir Hamar, vel klárað hjá skiptinemanum okkar. Töluvert var um stöðubaráttu á vellinum en Hamarsdrengir þó sterkari án þess að valda of miklum usla í vörn Gróttu, enda hörkulið þar á ferð. Þegar komið var á 37. mínútu sótti leikmaður Seltirninga til vinstri á vítateig okkar pilta og plataði annars ágæta varnarmenn Hamars í gildru sem þeir féllu fyrir, þó það hafi verið Gróttumaðurinn sem féll á endanum, og það inn í teig, vítaspyrna! Bjössi vítabani átti ekki séns í örugga spyrnu Gróttumannsins Magnúsar Bernhard og staðan því 1-1 gegn gangi leiksins.

 

Heimamenn virtust hálf sjokkeraðir yfir þessu því einungis tveim mínútum síðar hafði Gróttan bætt við öðru marki er Magnús Bernhard var aftur á ferð og potaði boltanum inn eftir klúður og klafs í vítateignum, 1-2 og algjört sjokk. Hálfleikur!

 

Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri þó Gróttan hafi fært sig örlítið upp á skaftið og þóttist sýna tilburði til þess að geta kallast 3. besta lið 2. deildar 2012. Dómari leiksins, sem væntanlega (og vonandi) hefur átt betri dag, færði gestunum svo aukaspyrnu á stórhættulegum stað við vítateiginn vinstra megin á 62. mínútu. Magnús Bernhard tók spyrnuna sem flæktist í ítalskri hippahárgreiðslu Arnþórs og flaug inn í mark Hamars, staðan 1-3 og Arnþór á tíma í klippingu hjá Ópus strax á mánudaginn, amerísk hermannaklipping með kambi númer 3 og ekkert annað í boði.

 

Var nú komið að þætti gulldrengsins Sigurðar Gísla sem á árum áður var ætíð nefndur súkkulaðidrengurinn eða kókópöffs krakkinn en eftir gullmarkið í Visa bikarnum hefur verið tekinn í fullorðinna manna tölu og því öðlast alvöru viðurnefni við hæfi slíks meistara. Gulldrengurinn hafði ekki verið inn á vellinum í nema 7 mínútur er hann brunaði gegnum vörn gulklæddra Gróttumanna sem sáu engan annan möguleika í stöðunni en að bregða fyrir hann fæti inn í vítateig sínum og ræna hann marktækifæri. Rautt spjald á Selfyssinginn Guðmund Martein, víti og Ölli mættur á punktinn. Örugg spyrna fyrirliðans minnkaði muninn í 2-3 og nýr leikur í gangi með einungis 10 gulklædda á vellinum.

 

Mikil spenna færðist nú yfir leikmenn og áhorfendur en gestirnir reyndu þó hvað þeir gátu til að fær ró yfir mannskapinn með endalausum töfum og seinagangi sem dómari leiksins lét viðgangast án athugasemda. Hrafnkell, sem er drengur góður og má ekkert illt sjá, þótti erfitt að horfa upp á svona ósanngjarna skiptingu leikmanna á vellinum og nældi sér í rautt spjald á 90. mínútu og því keppt á jafnréttisgrundvelli eftir það, 10 á móti 10. Var nú mikil spenna og kepptust liðin við að ná sínu takmarki, Hamar að skora og jafna leikinn en Grótta að drepa tímann og halda fengnum hlut. Endalausar tafir gestanna skiluðu leiknum í viðbótartíma sem átti svo sannarlega eftir að koma aftan að þeim því nú var komið að þætti Súper-Sene sem hafði verið ógnandi allan leikinn og haldið varnarmönnum gestanna á tánum. Í þetta sinn vantaði 10 selfysskar tær í vörn Gróttu og nýtti Súper-Sene sér það er hann lagði boltanum í stöngina og inn og jafnaði leikinn 3-3. Allt ætlaði um kolla að keyra og sögðust áhorfendur leiksins í austurenda stúkunnar jafnvel hafa séð 3-4 dropa skjótast upp úr Grýlu gömlu. Já Grýla er ekki dauð, hún býr í Hveragerði og hún passar upp á sína menn á vellinum hennar. Jafntefli varð niðurstaðan og miðað við gang leiksins, nokkuð sanngjörn niðurstaða.

 

Næsti leikur Hamars er gegn húsvískum Völsungum á Grýluvelli laugardaginn 19. maí kl. 16:00. Mætum öll á völlinn og styðjum strákana okkar. 

Áfram Hamar!!!

        

3684476_pc097372Það eru gleðilegar fréttir að æfingar skuli hefjast að nýju hjá stelpum í Hveragerði, en Knattspyrnudeild Hamars hefur ráðið Hjalta Val Þorsteinsson sem þjálfara fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu. Flokkurinn hefur æfingar á næstu dögum og verður æft 2 – 3 x í viku frá maí – ágúst. Stefnt er að því að fara með stelpurnar á eitt eða fleiri opin mót í sumar og fljótlega verður haldinn foreldrafundur um málið.

Skráning er hafin hjá Ólafi Jósefssyni yfirþjálfara yngri flokka í gsm. 821 – 4583, olafur@hveragerdi.is. Nú þegar hafa 12 stelpur skráð sig, úr 6., 7. og 8. bekk, og búið er að stofnað fésbókarsíðu fyrir flokkinn.

Eftir brotthvart Jóns Aðalsteins sem þjáflara Hamars í mfl. í fyrrahaust og ráðningu Salih Heimis Porca í hans stað var ljóst að einhver umskipti yrðu á leikmannahópnum milli ára. Nú er ljóst að andy_pewHamar hefur styrkt sig fyrir komandi átök í sumar með því að krækja í fimm nýja leikmenn. 

Leikmennirnir sem um ræðir eru Andy Pew, Andri Magnússon, Högni Haraldsson, Jón Steinar Ágústsson og Vignir Daníel Lúðvíksson. 
Pew er mikill liðstyrkur en hann er enskur miðvörður og kemur frá Árborg, þar sem hann spilaði alla leikiina í deildinni í fyrra og skoraði eitt mark. Hann lék einnig með Selfyssingum 2006 og 2007. 
Högni er fæddur árið 1986 en hann er uppalinn hjá ÍA´og kemur til okkar eftir árs frí frá knattspyrnuiðkunn en áður spiaði hann með Skallagrími og ÍA í þriðju deildinni. 
Jón Steinar er uppalinn Víkingur en hann hefur leikið með Berserkjum undanfarin ár. Síðastliðið sumar skoraði hann 7 mörk í 16 leikjum í þriðju deildinni. 
Vignir Daníel er fæddur árið 1992 en hann lék með öðrum flokki Fram í fyrra. Vignir hefur leikið með FH  í yngriflokkum og á 1 leik með Fjarðabyggð í fyrstu deildinni. 
Andri er einnig fæddur árið 1992 og er uppalinn hjá FH en hann lék með öðrum flokki Fram síðari hlutann á síðasta tímabili. 
Á  myndinni má sjá Andy Pew ásamt Salih Heimi Porca þjálfara Hamars og Eyjólfi Harðarsyni formanni meistaraflokksráðs. 

 
Að sögn Eyjólfar eru þeir Villi (ÍR), Haraldur (BÍ) og Alexander Lúðvíks (Víking R.vík) farnir og Björn Ívar Björnsson líklega hættur í knattspyrnu.  Flestir aðrir eru áfram frá síðasta ári þó enn séu smá spurningarmerki.  Frysti leikur Hamars í 2.deildinni verðu að öllu óbreyttu föstudaginn 11.maí kl. 14.00 hér á Grýluvelli þegar Grótta kemur í heimsókn. 
 
Hamar tapaði æfingarleik við Keflavík 6-1 um daginn og vann svo Tindastól fyrir norðan 2-1. Næsti æfingarleikur er við BÍ á sunnudaginn.  
2.flokkur karla er svo árinu eldri en í fyrra og Óli Jó að undirbá þá fyrir sumarið einnig en ljóst er að þar eu nokkrir strákar sem banka á pláss í hópnum hjá meistaraflokk.

 

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Hamar verður haldinn sunnudaginn 12.febrúar nk. kl. 18.00 í  aðstöðuhúsi við Grýluvöll.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.