Kjartan Sigurðsson fékk leikheimild fyrir Hamar í gær. Kjartan kemur frá Bandaríkjunum þar sem hann var í námi og starfi. Kjartan er varnarmaður en getur einnig leyst aðrar stöður. Kjartan er ekki óþekktur í Hveragerði en hann spilaði með liðinu árið 2009 í 2. deild. Hann spilaði 23 leiki og skoraði eitt mark það tímabil. Eftir það tímabil fór hann á Selfoss þar sem hann spilaði með liðinu í Pepsi deildinni og 1. deild. Kjartan hefur einnig spilað í Finnlandi. Þetta er mikill fengur fyrir félagið þar sem Kjartan er mikill leiðtogi og leggur sig allann fram innann vallar sem utan fyrir liðið. Hans fyrsti leikur með liðinu verður á sunnudag þegar Hamar tekur á móti Hvíta Riddaranum á Selfossvelli.

Við bjóðum Kjartan velkominn aftur ”heim” í Hveragerði!!

Kjartan Sig - 2009

Kjartan í leik með Hamri 2009