Hamarsmenn hafa verið að undirbúa lið sitt að undanförnu fyrir komandi sumar. Lengjubikarinn er kominn á fullt og æfingaferð liðsins til spánar var vel heppnuð. Hamar hefur styrkt liðið sitt töluvert á undanförnum vikum.

Í dag fengu Hamarsmenn sterkann liðstyrk þegar Hrannar Einarsson fékk félagaskipti í Hamar úr Fram. Hrannar er uppalinn í Breiðablik þar sem hann á nokkra leiki með meistaraflokk félagsins, fór svo í KR þar sem hann var í meistaraflokkshóp liðsins og spilaði leiki með KR. Hrannar spilaði svo í fyrra í 1. deildinni með Fram.

Á dögunum komu þrír strákar úr Elliða á síðasta tímabili. Varnarmennirnir Stefán Víðir Ólafsson, Sigurður Jóhann Einarsson og Framherjinn Páll Pálmason komu til liðsins fyrr í vetur.

Varnar og miðjumaðurinn Sigmar Egill Baldursson kom úr KF. Sigmar sem er tengdasonur Gumma Erlings spilaði 8 leiki með KF í 2. deildinni s.l sumar.

Hamar fékk svo til sín íslensk ættaðan bandaríkjamann í síðasta mánuði. Hann heitir Kaleb Goodmann og spilar sem kantmaður. Kaleb var á reynslu hjá Pepsi og 1. deildar liðum áður en hann kom til Hamars.

Að lokum komu tveir strákar úr KR. Varnarmaðurinn Sigurður Andri Jóhannsson og miðjumaðurinn Sindri Snær Símonarson gengu til liðs við Hamars í vetur.

Spennandi verður að fylgjast með strákunum í sumar en næsti leikur í Lengjubikarnum hjá Hamri er á morgun, laugardag þegar liðið heimsækir Augnablik í Fagralundi kl 16:00.