Fimmta stigamót sumarsins fór fram í Hveragerði 10. og 11.ágúst sl.  en þetta er í fyrsta sinn sem stigamót er haldið á völlum Hamarsmanna við sundlaugina í Laugarskarði. Fjöldi liða var mjög mikill þannig að spila þurfti eftir útsláttarfyrirkomulagi til að koma mótinu fyrir á einum og hálfum degi.

Í B-flokki kvenna voru 12 lið skráð til leiks, í A-flokki kvenna voru 8 lið. Í karlaflokki skráðu 3 lið sig í B-flokk og 6 í A-flokk. Flokkarnir voru sameinaðir í A-flokk með 9 liðum.

Margir jafnir og skemmtilegir leikir áttu sér stað bæði í karla- og kvennaflokkum og greinilegt að liðin eru að gera sig klár fyrir Íslandsmótið sem fram fer dagana 22. – 25. ágúst.

Vellirnir í Hveragerði eru á besta stað við sundlaug bæjarins. Þó nokkur renningur var af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Ljósmyndari frá Hveragerði var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir. Hlekkir í þær myndir eru hér neðst á síðunni.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur B-deild
1. sæti – Heiðbjört Gylfadóttir og Matthildur Einarsdóttir (HK)
2. sæti – Mundína Kristinsdóttir og María Ingimundardóttir (UMFA)
3. sæti – Þóra Hugosdóttir og Anna María Torfadóttir

B-deild konur: F.v. Mundína, María, Matthildur, Heiðbjört, Þóra og Anna María

B-deild konur: F.v. Mundína, María, Matthildur, Heiðbjört, Þóra og Anna María

 

 

 

 

 

 

 

Kvennaflokkur A-deild
1. sæti – Fríða Sigurðardóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir (HK)
2. sæti – Natalía Rawa og Mariam Eradze (HK)
3. sæti – Berglind Gígja Jónsdóttir og Guðbjörg Valdimarsdóttir (HK)

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

A-deild konur: F.v. Natalia, Mariam, Karen, Fríða, Gerglind og Guðbjörg

 

 

 

 

 

 

 

 

Karlaflokkur
1. sæti – Ingólfur Hilmar Guðjónsson og Alexander Stefánsson (HK)
2. sæti – Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson (Hamri)
3. sæti – Aðalsteinn Eymundsson og Arnar Halldórsson (HK)

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá myndir sem teknar voru af ljósmyndara Hvergerðinga
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154552244739743&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154544711407163&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154527398075561&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154520794742888&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154298151431819&id=100005549041816

Hin þroskaða blaklið Hamars gerði sér lítið fyrir í fyrsta leik Íslandsmótsins í 2. deild að sigra ungviðið í HKb. Leikurinn fór illa af stað fyrir Hamarsmenn sem voru lengi í gang og töpuðu fyrstu tveimur hrinunum. Þá fór gamla díslilvélin að malla og Hamar vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 3-2.  Góð byrjun hjá Hamri sem mætir Fylki í næsta leik á útivelli.

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrstu turneringu af þremur í Íslandsmóti 4. deildar á Laugarvatni um helgina. Liðið lék 5 leiki, sigraði Álftanes b og Laugdæli en tapaði fyrir HK f, Dímon og Snæfelli. Ágætur árangur hjá stelpunum.

Nr. Félag Leik Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig
1 Umf. Hrunamenn 5 93 271202 3.001.34 12
2 Snæfell 5 93 269228 3.001.18 12
3 Dímon-Hekla 5 74 233204 1.751.14 10
4 Álftanes B 5 76 250256 1.170.98 8
5 Hamar 5 46 196225 0.670.87 6
6 UMFL 5 47 226248 0.570.91 5
7 HK F 5 48 220250 0.500.88 5
8 HK E 5 29 202254 0.220.80 2
Dags Heimalið Útilið Hrinur Skor
Laugardagur 3. nóvember 2012 UMFL Snæfell 0 – 2 20-25, 21-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Umf. Hrunamenn Álftanes B 1 – 2 22-25, 25-15, 10-15
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK E HK F 2 – 1 23-25, 25-22, 15-7
Laugardagur 3. nóvember 2012 Hamar Dímon-Hekla 0 – 2 14-25, 19-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK E UMFL 0 – 2 21-25, 22-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK F Umf. Hrunamenn 0 – 2 17-25, 7-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Álftanes B Hamar 0 – 2 23-25, 11-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Dímon-Hekla Snæfell 1 – 2 15-25, 25-21, 10-15
Laugardagur 3. nóvember 2012 UMFL Álftanes B 2 – 1 25-17, 23-25, 15-13
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Hamar HK F 0 – 2 11-25, 18-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell Umf. Hrunamenn 1 – 2 23-25, 26-24, 7-15
Sunnudagur 4. nóvember 2012 HK E Dímon-Hekla 0 – 2 20-25, 9-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 HK F Álftanes B 1 – 2 25-16, 18-25, 10-15
Sunnudagur 4. nóvember 2012 UMFL Dímon-Hekla 0 – 2 13-25, 18-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Umf. Hrunamenn HK E 2 – 0 25-15, 25-19
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell Hamar 2 – 0 25-18, 25-16
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Álftanes B HK E 2 – 0 25-16, 25-17
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Hamar UMFL 2 – 0 25-20, 25-21
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell HK F 2 – 0 25-14, 27-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Dímon-Hekla Umf. Hrunamenn 0 – 2 14-25, 19-25

Björn Þór Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari blakliða Hamars, kvenna og karla, veturinn 2012-2013. Björn Þór er Hamarsmönnum að góðu kunnur en hann hefur leikið með karlaliðinu undanfarin ár. Björn hefur þegar hafið störf og mikil gróska er þegar farin að sjást í starfi hans, þar sem mikil fjölgun iðkennda er í kvennaflokki deildarinnar. Býður blakdeild Hamars Björn Þór velkominn til starfa.

Nú er verið að leggja lokahönd á strandblakvöll í Hveragerði. Völlurinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði á skjólsgóðum og fallegum stað. Mun hann án efa verða lyftistöng þessarar ört vaxandi íþróttar á Íslandi.  

 

Aðalfundur blakdeildar var haldinn 24. jan. 2013 í aðstöðuhúsinu við Grýluvöll. Formaður var endurkjörinn Valdimar Hafsteinsson og Haraldur Örn BJörnsson var útnenfndur blakmaður Hamars, 2012. Sjá má nánar um aðalfundinn í eftirfarandi skjölum:

Skýrla stjórnar 2012

Ársreikningur 2012

Haraldur Örn blakmaður ársins 2012

Aðalfundargerð blakdeildar 2013

Hugrún Ólafsdóttir tók á móti viðurkenningunni, blakmaður Hamars á aðalfundi Íþróttafélagsins í gær. Hugrún er vel að titlinum komin og hefur einnig verið tilnefnd blakmaður HSK. Til hamingju með tilnefningarnar, Hugrún. 

Aðalfundur blakdeildarinnar var haldinn 9. febrúar 2012. Stjórnin er að mestu óbreytt Harpa Dóra Guðmundsdóttir tekur við af Bryndísi Sigurðardóttir sem gaf ekki kost á sér. Hugrún Ólafsdóttir var kosin blakmaður Hamars 2011. Með því að fylgja hlekknum er hægt að skoða skýrslu formanns, fundargerð og erindi um Hugrúnu (blakmanni ársins).

22. janúar síðastliðinn var mikill merkisdagur í blaki en þá unnir bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir danska bikarmeistaratitilinn með liði sínu Marienlyst.  Leikurinn var frábær skemmtum og vann Marienlyst hitt stórliðið í Danmörku (Gentofte) 25-14, 21-25, 25-22 og 25-18. Hafsteinn var hrikalegur í hávörn Marienlyst og fékk hann mikið hrós af sérfræðingum danska sjónvarpsins.  

En þetta er bara áfangi hjá strákunum okkar þar sem Marienlyst tekur þátt í sterku norðurlandamóti næstu helgi og eftir það þarf að verja titil liðsins í deildinni.

Til hammingju strákar 

lid-500