Í gær var dregið í 8 – liða úrslitum Kjörísbikarsins og var karlalið Hamars í pottinum.

Svo fór að Hamar, sem er í toppbaráttunni í 1. og næstefstu deild, dróst á móti Aftureldingu sem er um miðja úrvalsdeild.

Það má því búast við hörku viðureign og aldrei að vita nema Hamar endi sem eitt af 4 liðum í Laugardalshöllinni á bikarhelgi BLÍ.

Leikurinn við Aftureldingu fer fram 9. mars kl. 20:00 í íþróttahúsinu við Skólamörk.

Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 20.2.2017 var Hilmar Sigurjónsson heiðraður sem blakmaður ársins 2016.

Samhliða þjálfun kvenna- og karlaliða Hamars hefur Hilmar jafnframt lengst af leikið lykilhlutverk með karlaliðinu og verið, að öðrum leikmönnum ólöstuðum, lang besti leikmaður liðsins. Sem þjálfari er Hilmar skipulagður, áhugasamur og hvetjandi gagnvart breiðum hópi iðkenda, barna jafnt sem fullorðina, með misjafnan bakgrunn, reynslu og getu. Hilmar er liðsmaður góður, kappsamur og léttlyndur og góð fyrirmynd utan vallar sem innan. Hilmar á allan heiður skilið fyrir starf sitt, leik og veittan félagsskap hjá Hamri.

Staða Hamarsliðanna sem taka þátt í Íslandsmótum á vegum Blaksambandsins með betra móti.

Hamar á 3 lið á Íslandsmótunum, karlalið í 1. og næstefstu deild og svo tvö kvennalið, einn í 2. deild og annað í 5. deild.

Karlaliðið er sem stendur í efsta sæti 1. deildar og stefnir hraðbyr í úrvalsdeild. Vestri frá Ísafirði sem er í 2. sæti, á þrjá leiki til góða og eru líklegir til að taka efsta sætið af okkar mönnum en 2 lið fara upp í úrvalsdeild að loknu tímabili.

 

Eftir aðra keppnishelgi í 2. deild kvenna er Hamar í 1. sæti með 28 stig og aðeins einn tapaðan leik af 11.  Fimmtán stig eru eftir í pottinum, eða 5 leikir og því ljóst að staða liðsins er góð fyrir lokaumferðina sem fram fer helgina 18. – 19. mars á Siglufirði.

5. deildar liðið stendur ekki alveg jafn vel að vígi. Liðið er rétt fyrir neðan miðja deild í 5. sæti af 8.  Sæti í 4. deild er úr augsýn en fall enn mögulegt þar sem 5 stig eru í fallsætið þegar 18 stig eru eftir í pottinum. Lokaumferðin í 5. deild fer einnig fram helgina 18. – 19. mars en í Garðabæ.

Karlalið Hamars sem leikur í 1. deild náði þeim markverða árangri að komast í 8 liða úrlit bikarkeppni Blaksambandsins, Kjörísbikarnum í dag þegar dregið var í 3. umferð.

Hamar var í pottinum eftir 3-0 sigur á HK-C í 2. umferð en það vildi svo til að nafn liðsins kom aldrei upp úr pottinum og situr því hjá í 3. umferð og er sjálfkrafa komið í 8 liða úrslitin.

Leikurinn í 8 liða úrslitum verður alltaf á heimavelli vegna heimaleikjaréttar neðrideildaliða en leikdagur skýrist ekki fyrr en dregið er þann 23.2.2017.

Liðið er nú aðeins einum sigri frá því að taka þátt í bikarhelgi BLÍ í Laugardagshöll.

Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016

Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein.

Afrek Hafsteins 2016

o Danskur bikarmeistari með Marienlyst.

o 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni

o Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti.

o Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili.

o Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn.

o Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins.

o Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni.

Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Greinin er unnin upp úr grein á heimasíðu Blaksambands Íslands 28.12.2016

Þegar fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 2. og 5. deild er lokið er 2. deildar lið Hamars í 2. sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir HK H sem er í fyrsta sætinu. Bæði liðin eru með fullt hús en HK hefur spilað einum leik meira. Annarar deildar liðið stefnir hraðbyr aftur í 1. deild, þaðan sem liðið féll í vor.

Í 5. deild getur enn brugðið til beggja vona. Liðið er sem stendur í 5. – 6. sæti af 8 og ekki langt í botninn. Þó er enn möguleiki að slíta sig frá botnbaráttunni en ljóst er að töluverðar breytingar þurfa að verða hjá toppliðunum ef miklar sviptingar eiga að vera þar, en Krækjur og Haukar trjóna nokkuð þægilega á toppnum.

Næst umferð fer fram um miðjan janúar.

 

 

Blakdeild Hamars hélt í gær sitt árlega blakmót, Kjörísmótið, en mótið er stærsta blakmótið sem haldið er á suðurlandinu á ári hverju.

Í ár tóku 37 lið þátt í 7 deildum. Tveimur karladeildum og fimm kvennadeildum. Efsta deild kvenna og báðar karladeildirnar fóru fram í Hveragerði en 2. – 5. deild kvenna kepptu í Iðu á Selfossi.

Í kvennaflokki var það A lið Álftanes sem stóð uppi sem Kjörísmeistari og í karlaflokki voru það heimamennirnir, Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir ásamt félögum í liðinu BK tvillinger sem voru hlutskarpastir.

Gríðarlega góð stemmning var á mótinu og sólin gladdi keppendur á milli leikja meðan þeir gæddu sér á ís og öðru góðgæti:)

Blakdeildin vill þakka öllum sem að mótinu stóðu, keppendum, iðkendum og öðrum aðstoðarmönnum fyrir sitt framlag, þetta var frábært!

Dagný Alma Jónasardóttir var kjörin blakkona Hamars árið 2016. Dagný er vel að titlinum komin og er lykilmaður í liði Hamars sem leikur nú í 1. deild.

Hilmar Sigurjónsson þjálfari blakliða Hamars gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari í blaki með KA, sunnudaginn, 8. mars. Hilmar gekk til liðs við KA menn eftir áramótin og hefur reynst þeim mikill liðsstyrkur. Hilmar lék með KA í nokkur ár en varð Íslandsmeistari með HK 2014. Hann reyndist sínu gamla félagi erfiður en HK var einmitt mótherji KA í úrslitaleiknum í gær. Blakdeild Hamars óskar Hilmari til hamingju með titilinn.

 

Kvennalið Hamars gerði sér lítið fyrir um helgina og vann sér sæti í 1. deild Íslandsmótsins að ári. Seinasta turnering 2. deildar fór fram í Fagralundi í Kópavogi um liðna helgi og lauk Hamar keppni í 2. sæti deildarinnar á eftir Skellum frá Ísafirði.  Lokastöðu má sjá hér.  Deildarkeppni 1. deildar er leikin heima og heiman og verður spennandi að fylgjast með Hamarskonum í þeirri baráttu næsta vetur. Til hamingju Hamarskonur.

IMG_3143