Kvennalið Hamars gerði sér lítið fyrir um helgina og vann sér sæti í 1. deild Íslandsmótsins að ári. Seinasta turnering 2. deildar fór fram í Fagralundi í Kópavogi um liðna helgi og lauk Hamar keppni í 2. sæti deildarinnar á eftir Skellum frá Ísafirði.  Lokastöðu má sjá hér.  Deildarkeppni 1. deildar er leikin heima og heiman og verður spennandi að fylgjast með Hamarskonum í þeirri baráttu næsta vetur. Til hamingju Hamarskonur.

IMG_3143