Bæði kvenna og karlalið Hamars unnu HSK titlana að þessu sinni. Kvennaliðið Hamar 1 háði harða baráttu við Dímon um titilinn og hafði betur að lokum. Karlaliðið var í mikilli keppni við Samhyggð og Hrunamenn um titilinn sem loksins er kominn í Hveragerði eftir fjölda ára dvöl í Hrunamannahreppi. Hamar sendi tvö lið til keppni í báðum flokkum í ár, þannig að gróska er í blaklífinu um þessar mundir.

Hamar kvk HSK 2015-2