Hilmar Sigurjónsson þjálfari blakliða Hamars gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari í blaki með KA, sunnudaginn, 8. mars. Hilmar gekk til liðs við KA menn eftir áramótin og hefur reynst þeim mikill liðsstyrkur. Hilmar lék með KA í nokkur ár en varð Íslandsmeistari með HK 2014. Hann reyndist sínu gamla félagi erfiður en HK var einmitt mótherji KA í úrslitaleiknum í gær. Blakdeild Hamars óskar Hilmari til hamingju með titilinn.