Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 20.2.2017 var Hilmar Sigurjónsson heiðraður sem blakmaður ársins 2016.

Samhliða þjálfun kvenna- og karlaliða Hamars hefur Hilmar jafnframt lengst af leikið lykilhlutverk með karlaliðinu og verið, að öðrum leikmönnum ólöstuðum, lang besti leikmaður liðsins. Sem þjálfari er Hilmar skipulagður, áhugasamur og hvetjandi gagnvart breiðum hópi iðkenda, barna jafnt sem fullorðina, með misjafnan bakgrunn, reynslu og getu. Hilmar er liðsmaður góður, kappsamur og léttlyndur og góð fyrirmynd utan vallar sem innan. Hilmar á allan heiður skilið fyrir starf sitt, leik og veittan félagsskap hjá Hamri.