Þegar fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 2. og 5. deild er lokið er 2. deildar lið Hamars í 2. sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir HK H sem er í fyrsta sætinu. Bæði liðin eru með fullt hús en HK hefur spilað einum leik meira. Annarar deildar liðið stefnir hraðbyr aftur í 1. deild, þaðan sem liðið féll í vor.

Í 5. deild getur enn brugðið til beggja vona. Liðið er sem stendur í 5. – 6. sæti af 8 og ekki langt í botninn. Þó er enn möguleiki að slíta sig frá botnbaráttunni en ljóst er að töluverðar breytingar þurfa að verða hjá toppliðunum ef miklar sviptingar eiga að vera þar, en Krækjur og Haukar trjóna nokkuð þægilega á toppnum.

Næst umferð fer fram um miðjan janúar.