Gísli Már Sigurgeirsson
Í hverri viku munu koma viðtöl af krökkum sem æfa knattspyrnu með Hamar. Hér svara nokkrir efnilegir krakkar spurningum.
Gísli Már er í 5.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt ? Manchester United og FH
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? 4 ár.
Afhverju ertu að æfa fótbolta? Því mér finnst fótbolti mjög skemmtilegur.
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Skallabolti, tækniæfingar og spila.
Hver er uppáhalds fótboltamaðurinn þinn? Robin Van Persie.
Hallgrímur Daðason
Hallgrímur er í 7.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar og íslenska landsliðið.
Afhverju ert þú að æfa fótbolta? Afþví mér finnst kúl að æfa fótbolta.
Hvað er skemmtilegast á fótboltaæfingum? Að taka aukaspyrnur og stórfiskaleik.
Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég byrjaði að æfa þegar ég var í leikskóla.
Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert stór? Söngvari sem er frægari en Michael Jackson.
Ronja Guðrún Kristjánsdóttir
Ronja Guðrún er í 7.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar.
Afhverju ertu að æfa fótbolta? Mér finnst gaman í fótbolta.
Hvað er skemmtilegast á æfingum? Mér finnst skemmtilegast að spila og skora mörg mörk.
Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Mjög lengi.
Hvað ætlaru að vera þegar þú ert stór? Lögga.
Arnar Dagur Daðason
Arnar Dagur er í 5.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Liverpool og Hamar.
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég byrjaði í 1. bekk með smá pásum á milli.
Afhverju æfir þú fótbolta? Það er gaman í fótbolta.
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnst skemmtilegast í skallabolta.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Enginn sérstakur. Allir í Liverpool.