Stelpurnar mættu í Valsheimilið á Hlíðarenda í kvöld. Valsliðinu var spáð góðu gengi fyrir tímabilið þó rauninn sé önnur. Stelpurnar okkar sigruðu síðasta leik sinn gegn Grindavík og voru því fullar sjálfstrausts í kvöld. Leikurinn endaði með glæsilegum sigri Hamars 68-76. Atkvæðamestar í liði Hamars voru Íris og Di’Amber Johnson með 22 stig báðar, en Di’Amber bætti 7 stoðsendingum og 7 stolnum boltum við leik sinn. Nánari umfjöllun er að finna á http://karfan.is/read/2013/10/30/hamar-i-4-saetid-med-sigri-a-val

Mynd/Torfi Magnússon @karfan.is

Grindavíkur stúlkur komu til Hveragerðis í kvöld, þær voru búnar að sigra 3 leiki í röð á meðan að heimastúlkur úr Hamri höfðu tapað síðustu þrem leikjum. Leikurinn byrjaði með mjög hægum körfubolta og voru liðin að gera mikið af mistökum til að byrja með. Eftir miðjan fyrsta leikhluta var staðan einugis 3-2 fyrir Hamar. Þá byrjuðu þó liðin að spila betur og fóru körfunar að detta og endaði fyrsti leikhluti með 4 stiga mun í hag gestanna 10-14. Meira fjör var í öðrum leikhluta og voru það Hamarsstúlkur sem voru með undirtökin í honum og í stöðunni 25-23 tók Jón Halldór þjálfari Grindavíkur leikhlé. Eftir það jafnaðist leikurinn og fóru gestirnir með tveggja stiga forskot inn í klefann 29-31. Þriðji leikhlutinn var svo áframhald af miklu jafnvægi og endaði hann 17-17 og þar með staðan 46-48 Grindavík í vil. Í byrjun fjórða leikhluta gerðust þó hlutirnir hratt. Di’Amber skoraði fyrstu 4 stig leikhlutans á fyrstu 20 sekúndunum en Jón Halldór þjálfari Grindavíkur fékk dæmda á sig tæknivillu og tók hann síðan leikhlé, staðan 50-48 og áttu Hamarsstúlkur boltan. Það var síðan þegar að um 5 mínútur voru eftir að Hamarsstúlkur náðu að slíta sig frá Grindavík, Di’Amber fór á kostum í liði Hamars og setti hverja körfuna á fætur annari, Það var síðan þegar 4 mín voru eftir að Grindavík tekur leikhlé og staðan 66-58 fyrir Hamar. Grindavíkur stelpur reyndu allt til þess að komast inní leikinn aftur en skotinn vildu ekki niður og kláraði Di’Amber leikinn á vítalínunni 70-65 og Hamarsstúlkur náðu í sinn annan sigur í deildinni. Atkvæðmest á vellinum var títt nefnd Di’Amber með 33 stig eftir að hafa verið með einungis 6 í hálfleik, Síðan var Fanney Lind með 16 stig og 13fráköst og Marín átti góðan leik með 10 stig og 9 fráköst, En allt Hamarsliðið spilaði vel. Hjá Grindavík var Oosdyke með 22stig og 10 fráköst og María Ben með 13 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar og svo Helga með 11.stig og 12 fráköst. Aðrar með minna

mynd/Guðmundur Karl

2013-10-27 20.35.07

Gísli Már Sigurgeirsson

 

Í hverri viku munu koma viðtöl af krökkum sem æfa knattspyrnu með Hamar. Hér svara nokkrir efnilegir krakkar spurningum.

 


                  Gísli Már er í 5.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt ? Manchester United og FH

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? 4 ár.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Því mér finnst fótbolti mjög skemmtilegur.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Skallabolti, tækniæfingar og spila.

Hver er uppáhalds fótboltamaðurinn þinn? Robin Van Persie.

 

 

 

2013-10-27 20.51.50

Hallgrímur Daðason

        

         Hallgrímur er í 7.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar og íslenska landsliðið.

Afhverju ert þú að æfa fótbolta? Afþví mér finnst kúl að æfa fótbolta.

Hvað er skemmtilegast á fótboltaæfingum? Að taka aukaspyrnur og stórfiskaleik.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég byrjaði að æfa þegar ég var í leikskóla.

Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert stór? Söngvari sem er frægari en Michael Jackson.  

 

2013-10-27 20.53.01

Ronja Guðrún Kristjánsdóttir

 

 

 

                        Ronja Guðrún er í 7.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Mér finnst gaman í fótbolta.

Hvað er skemmtilegast á æfingum? Mér finnst skemmtilegast að spila og skora mörg mörk.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Mjög lengi.

Hvað ætlaru að vera þegar þú ert stór? Lögga.

 

 

2013-10-27 20.49.40

Arnar Dagur Daðason

 

 

     Arnar Dagur er í 5.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Liverpool og Hamar.

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég byrjaði í 1. bekk með smá pásum á milli.

Afhverju æfir þú fótbolta? Það er gaman í fótbolta.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnst skemmtilegast í skallabolta.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Enginn sérstakur. Allir í Liverpool.

 

Ingólfur Þórarinsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokk Hamars í knattspyrnu. Ingólfur er að góðu kunnur á knattspyrnuvellinum sem og utanvallar en hann mun vera spilandi þjálfari hér í Hveragerði enda á besta aldri og átti gott sl. sumar í uppeldisfélagi sínu Selfoss en hann hefur auk þess spilað með Fram og Víking Reykjavík.Ævar Sigurðsson formaður Knattspyrnudeildar Hamars undirritaði samninginn fh. Hamars við bestu aðstæður í Hamarshöllinni sem ætti að geta nýst nýjum þjálfara og hans liði vel í vetur.  Nú hefst vinna þjálfara og forsvarsmanna deildarinnar í  leikmannamálum en Hamar spilar sem kunnugt er í 3.deildinni 2014 eftir fall úr 2.deildinni nú í haust.

Stutt viðtal er við Ingó hér á fotbolti.net en Knattspyrnudeild Hamars býður Ingólf velkominn til starfa.

Á meðfylgjandi mynd er Ævar og Ingó eftir undirskrift

Karlalið Hamars hefur leikið 2 leiki í 1. deild í blaki. Laugardaginn 19. okt var leikið við Skellur á Ísafirði og endaði leikurinn 1-3 fyrir Hamar.  Hamar vann 2 fyrstu hrinurnar nokkuð örugglega, en í þeirri þriðju var eins og slakað væri heldur mikið á og gengu Ísfirðingar á lagið og mörðu sigur 26-24. Fjórða hrina va r svo eign Hamar og vannst örugglega og þar með leikurinn.  Í kvöld, mánudag, var svo leikið gegn Hrunamönnum á heimavelli og lauk þeim leik með sigri Hrunamanna 0-3.  Hrinurnar voru allar nokkuð jafnar en herlsumuninn vantaði hjá Hamri til að klára verkið og þar með gengu Hrunamenn á lagið.  Enda Hamarsmenn þreyttir eftir langferð til Ísafjarðar um helgina.

  

Laugardaginn 26. október frá kl. 9:30 til hádegis verður tennisíþróttin kynnt fyrir öllum sem hafa áhuga. Landsliðsmennirnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius munu sýna tennisleik og kynna reglur og síðan er öllum velkomið að prófa og fá leiðsögn.

Tennis er vaxandi íþróttagrein á landinu og er gaman að fá boð um kynningu frá íslensku landsliðsfólki. Kynningin er ókeypis og eru allir velkomnir.

Æfingar hjá yngri flokkum í fótboltanum eru komnar á fullt skrið í. Allir flokkar byrjuðu að æfa í byrjun september. Æft er í hlýjunni í Hamarshöll.

8.flokkur (leikskólaaldur) æfa 2svar í viku. Þar eru efnilegir krakkar að taka sín fyrstu skref í fótbolta. 

7. og 6. flokkur Mæta á æfingar strax eftir skóla. Krakkarnir eru sótt í skólaselið á æfingar á Hamarsrútunni og hefur það gengið ótrúlega vel.

5.flokkur  hafa æft að krafti og eru að undirbúa sig fyrir fyrsta mót vetrarins.

3. og 4. flokkur karla og kvenna munu vera í samstarfi með Selfoss og Ægi. Samstarfsæfingar hafa verið einu sinni í viku og mun það halda áfram í vetur. Faxaflóamót hefst í byrjun nóvember.

Krakkarnir eru mjög dugleg að mæta á æfingar og skemmta sér allir vel.

Allir krakkar eru velkomnir að kíkja á æfingar í Hamarshöll.

Hægt er að skrá sig i fótboltann á hamar.felog.is 

Æfingatímar eru hér að neðan. 

æfingarknatt13-14

 

 

Það voru Snæfellsstelpur sem byrjuðu leikinn í Hveragerði í kvöld mun betur. Snæfells stelpur skoruðu fyrstu 6 stigin og staðan 0-6, en Hamars stúlkur vöknuðu þó og svöruðu og staðan 6-8 og um 5 mínútur liðnar. Þá kom aftur áhlaup hjá Snæfell og í stöðunni 6-16 tók Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari leikhlé með tæpar tvær mínútur eftir. Stelpurnar hans svöruðu því með 5-0 áhlaupi og staðan 11-16 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var minna um áhlaup og meira af jafnræði og gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 33-37 fyrir Snæfell. Atkvæðamest var Chynna Brown með 16 stig og 6 fráköst í liði Snæfells, en Marín var stigahæðst í liði Hamars með 9 stig og 5 fráköst. Áfram var mikið jafnvægi á liðunum og skiptust liðin á að skora. Þó komu lítil áhlaup og var staðan t.d. 39-39, 39-44, 43-46. Það var hins vegar undir lok leikhlutans þegar að Hamar kom með áhlaup á Snæfell og komust í 55-53. Chynna Brown var kominn með 4 vllur. Þá tók Ingi Þór leikhlé. Snæfell endaði svo leikhlutann á því að setja flautukörfu og staðan því 55-56. Snæfells stelpur kláruðu svo leikinn í fjórða leikhluta með góðu áhlaupi og komust mest í 61-70 með einungis 4:37 eftir á klukkunni. Þá vöknuðu Hamars stelpur og komu til bak. Þær náðu að minnka muninn niður í tvö stig og áttu boltann. Þær héldu í sókn og þegar einungis 1 sekunda var eftir á skotklukkunni fór Di’Amber í neyðarskot sem að skoppaði uppúr og af Snæfells stelpu og útaf. Með einamínútu eftir á klukkunni áttu því Hamarsstelpur boltann undir körfunni, sóknin endaði á skoti frá vítateigsboganum sem geigaði, Chynna Brown reif frákastið og skilaði niður tveimur stigum á hinum enda vallarins og staðan því 71-75 fyrir Snæfell og þær með pálman í höndunum. Hamarsstelpur nýttu enga af sínum sóknum eftir þetta og skiluðu Snæfellsstelpur 2 stigum í Hólminn 71-78. Atkvæðamest í liði Snæfells var Chynna Brown með 20 stig og 10 fráköst, Guðrún Gróa átti líka mjög flottan leik og skilaði hún 17 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Hamri var það Di’Amber sem var með 29 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Marín Laufey var svo með fína tvennu 13 stig og 10 fráköst

Ívar Örn Guðjónsson

Dregið var í dag í 32 liða úrslit í powerade-bikarnum í dag. Hamarsmenn fengu úti leik gegn Reyni Sandgerði. Leikurinn fer fram helgina 1-3 nóvember en ekki er en búið að staðfesta nákvæma dagsetningu. Meira kemur um leikinn síðar.

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 7. október á Laugarvatni.  Kvennaliðið vann alla sína leiki og vann mótið nokkuð örugglega. Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. Karlakeppnin fór svo fram þann 10. okt. og var silfrið hlutskipti Hamarspilta, en Hrunamenn hirtu gullið.