Hamarsstúlkur fóru í heimsókn í vesturbæinn í kvöld. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn sinn á móti Njarðvík nokkuð örugglega á meðan KR-stelpur töpuðu illa á móti Val. Það var því hörkuleikur í vesturbænum, Stelpurnar okkar voru yfir í hálfleik með 20 stigum 19-39. Í síðari hálfleik urðu þí hlutverka skipti, það voru KR-ingar sem voru með völdin á vellinum og unnu seinni hálfleikinn 43-21 og því lokastaðan 62-60 KR í vil. Atkvæðamestar hjá okkar stelpum voru Íris með 19 stig, næst kom Fanney með 14 stig og Di’Amber var með 10 stig og 12 fráköst

Mynd/Guðmundur Karl

Hamar og Þór Akureyri mættust í frystikistunni í Hveragerði í dag. Hamarsmenn máttu þola slæmt tap í fyrsta leik á móti ÍA, á meðan Þórsarar sóttu góðan sigur á Selfoss. Hamarsmenn höfðu greinilega lagað varnarleikinn eitthvað frá síðasta leik og skotinn voru að detta niður hægri vinstri og staðan 18-7 og Þórsarar tóku leikhlé, Hamarsmenn voru komnir með 4 þrista niður í sex tilraunum. Leikurinn jafnaðist þó aðeins út eftir þessa fínu byrjun og var meira jafnræði með liðunum. Elías kom með þrjá þrista, en alltaf svöruðu Hamarsmenn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-13 Hamri í vil. Í öðrum leikhluta urðu Þórsarar fyrir miklu áfalli þegar Ólafur Ingvason fékk sína þriðju villu eftir einungis tvær mínútur. Við þetta varð sóknarleikur Þórara ragur og nýttu Hamarsmenn sér það og komust í 38-20. Þá fannst Bjarka þjálfara Þórs komið nóg og tók leikhlé og setti Ólaf aftur inná. Við þetta lagaðist sóknarleikur Þórs og var 13 stiga munur í hálfleik 46-33. Atkvæða mestur inná vellinum var Bragi Bjarnason með 12 stig. Síðari hálfleikur hófst svo með miklu jafnræði og skiptust liðin á körfum. Hamarsmenn héldu því forskotinu nokkuð vel, en Þórsarar þó aldrei langt undan. Þeim vantaði bara alltaf að koma þessu undur tíu stigin, sálræni þröskuldurinn. Þriðji eikhlutinn endaði svo með Þórs körfu og staðan 67-57. Ólafur var kominn með 4 villur í liði Þórs og Danero hjá Hamri var einnig með 4 villur. Í fjórða leikhluta náðu Þórsarar síðan að komast yfir tíu stiga þröskuldinn og eftir það var ekki aftur snúið, Þórsarar byrjuðu á því að skora fyrstu 20 stig leikhlutans og þar komnir með 22-0 áhlaup og staðan því skyndilega orðin 67-77 og 6 mínútur til leiksloka. Við þetta tóku Hamarsmenn sitt annað leikhlé á nokkrum mínútum og settu sín fyrstu stig eftir að hafa ekki skorað í sex mínútur. Eftir þetta skiptust liðin á körfum og endaði leikurinn með átta stiga sigri gestanna 77-85. Hjá Þórsurum var Crayton með 23 stig og 17 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst, Elías kom næstur með 17 stig og síðan var Ólafur með 15 stig og 6 stoðsendingar, aðrir með minna. Hjá Hamri var Danero Thomas með 26 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar, næstur kom Ingvi Guðmundsson með 13 stig og Bragi Bjarnason með 12 stig. Þórsarar eru því taplausir í fyrstu tveimur leikjunum sínum, á meðan Hamarsmenn sitja eftir á botninum án sigurs.

Mynd/Sunnlenska

Í Frystikistunni í kvöld fór fram leikur Hamars og ÍA. Leikurinn hófst ekki fyrr en tíu mínútum eftir að áætlað var vegna tæknilegra örðuleika á stattinu. Í miðjum leik kom svo aftur vandræði á stattinu á og er því ekki enn hægt að nálgast tölur. En leikurinn spilaðist þó engu að síður, allveganna hjá öðru liðinu. Það voru nefnilega gestirnir frá Akranesi sem byrjuðu leikinn mun betur og komust í 14 -5 á fyrstu 4 mínútunum. Þeir héldu svo áfram að prjóna sig í gegnum lélaga vörn Hamars og var staðan 10-19 þegar 4 mínútur voru til loka fyrsta leikhluta. Má þess til gamans geta að einungis Warren og Áskell höfðu skorað stig Skagamanna. Hallgrímur Brynjólfsson aðstoðar þjálfari Hamars í dag tók leikhlé og lét menn heyra það ansi vel. Við þetta fór vörnin að lagast aðeins og Hamarsmenn unnu sig betur inní leikinn. Þó voru það gestirnir sem leiddu eftir fyrsta leikhluta 27-33. Og var Warren kominn með 17.stig. Þar sem að stattið klikkaði er erfitt að koma með meiri tölfræði inní umfjöllunina, en við höldum þó áfram eftir besta minni. Í öðrum leikhluta var meira jafnræði með liðunum og skiptust þau á áhlaupum, þó var ÍA alltaf skrefinu á undan og leiddu í hálfleik með 52 stigum gegn 58. Í þriðja leikhluta komu Hamarsmenn enn og aftur með áhlaup, og í stöðunni 63-64 tóku Skagamenn leikhlé. Þarna stefndi í spennandi leik en Skagamenn voru á öðrum málum. Þeir komu eins og örlaga nornirnar og felldu Hamars útá vígvellinum og lögðu grunn að sigrinum. Þeir komu útúr leikhléinu og settu hverja körfuna á fætur annari. Fyrir lokaleikhlutann leiddu þeir með um það bil 10 stigum. Fjórði leikhlutinn náði svo aldrei að vera spennandi þar sem Skagamenn stigu ekkert af bensín gjöfinni og létu bara kné fylgja kviði og komust mest 17 stigum yfir 73-90, Hamarsmenn voru með hvern tapaðan boltan á fætur öðrum og komust ekki aftur í takt við leikinn. Því fór sem horfði og Skagamenn unnu sanngjarnan sigur 86-99. Þess má til gamans geta að Leifur Garðarsson var mættur aftur með flautuna og mátti vel sjá að hann hafði engu gleymt. Þar sem engar tölur eru til að styðjast við þá getum við ekki komið með helsta stiga skori annað en það að Warren leikmaður ÍA skilaði 46 stigum, 6 stoðsendingum og 6 fráköstum, svo sannarlega erfitt að gleyma svoleiðs frammistöðu. Ívar Örn Guðjónsson

Hamar og Njarðvík áttust við í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðinum spáð í neðstu sæti deildarinnar. Fyrsti leikhlutinn fór mjög hægt af stað og einkenndist hann af lélegum sendingum og illa farið með góð færi. Hátt spennustig var hjá báðum liðum. Hamarsstúlkur tóku þó forskotið snemma leiks og leiddu þær 11-1 eftir um 6 mínútna leik. Hamarsstúlkur keyrðu svo áfram á Njarðvíkurstelpur en staðan eftir fyrsta leikhluta 22-7 Hamri í vil. Í öðrum leikhluta hresstust þó Njarðvíkur stelpur og náðu fínum sóknum inná á milli og skotin fóru að detta. Mikið jafnræði var þó með liðunum og fóru Hamarsstelpur með fínt forskot inní hálfleikinn 47-33. Fremst í flokki Hamars var Íris Ásgeirsdóttir með 14.stig og 5 stolna bolta. Síðari hálfleikur hófst svo líkt og fyrsti leikhlutinn, Hamarstúlkur voru mun ákveðnari og má segja að þær hafi klárað leikinn. Eftir 7 mínútur í þriðja leikhluta var staðan 59-42 og Njarðvíkurstúlkur með hvern tapaðan boltann á eftir öðrum. Hamarsstúlkur leiddu fyrir síðasta fjórðunginn 69-45. Framan af í loka fjórungnum héldu Njarðvíkur stúlkur áfram a hitta illa, og tóku þær leikhlé í stöðunni 77-50 með 5 mínútur eftir að leiknum. Eftir leikhléið var leikurinn eign Njarðvíkur og unnu þær seinustu 5 mínúturnar 11-0. “The Big three” hjá Hamarsstúlkum gerðu saman 49 stig en Di’Amber Johnson var með 20.stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna. Næst var Fanney Lind með fína tvennu 15 stig og 15 stoðsendingar og síðan var Íris Ásgeirsdóttir með 14 stig, 6 stolna og 4 stoðsendingar. Svo komu ungu stelpurnar ekki langt á eftir Marín með 6.stig og 8 fráköst og Dagný með 8 stig og 7 fráköst. Hjá Njarvík var Salbjörg atkvæðamest með 15 stig og 12 fráköst og henni fylgdi Jasmine Beverly 14 stig og 6 fráköst.

Næsti leikur hjá stelpunum er síðan á Sunnudaginn á móti KR í vesturbænum í DHL-höllinni

 1. Hamar         1  1  0   77:61    2 
  2. Valur         1  1  0   77:62    2 
  3. Grindavík     1  1  0   89:85    2 
  4. Keflavík      1  1  0   76:74    2 
  5. Haukar        1  0  1   74:76    0 
  6. Snæfell       1  0  1   85:89    0 
  7. KR            1  0  1   62:77    0 
  8. Njarðvík      1  0  1   61:77    0 

Í.Ö.G

Ný og endurgerð heimasíða Hamars var opnuð með viðhöfn í aðstöðuhúsi við Grýluvöll í dag. Viðstaddir voru forráðamenn deilda og aðalstjórnar auk fleiri gesta en forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, Ninna Sif Svavarsdóttir opnaði nýja vefinn formlega.

Það var Vefþjónustan sf. sem hefur haft veg og vanda að uppsetningu síðunnar og er það von aðalstjórnar Hamars að upplýsingaflæði frá stjórnum deilda og aðalstjórn til foreldra og iðkenda í Hamri verði betri en verið hefur síðustu misseri og betur gangi að fylgjast með starfseminni fyrir áhugasama.