Hamarsstúlkur fóru í heimsókn í vesturbæinn í kvöld. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn sinn á móti Njarðvík nokkuð örugglega á meðan KR-stelpur töpuðu illa á móti Val. Það var því hörkuleikur í vesturbænum, Stelpurnar okkar voru yfir í hálfleik með 20 stigum 19-39. Í síðari hálfleik urðu þí hlutverka skipti, það voru KR-ingar sem voru með völdin á vellinum og unnu seinni hálfleikinn 43-21 og því lokastaðan 62-60 KR í vil. Atkvæðamestar hjá okkar stelpum voru Íris með 19 stig, næst kom Fanney með 14 stig og Di’Amber var með 10 stig og 12 fráköst

Mynd/Guðmundur Karl