Ný og endurgerð heimasíða Hamars var opnuð með viðhöfn í aðstöðuhúsi við Grýluvöll í dag. Viðstaddir voru forráðamenn deilda og aðalstjórnar auk fleiri gesta en forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, Ninna Sif Svavarsdóttir opnaði nýja vefinn formlega.

Það var Vefþjónustan sf. sem hefur haft veg og vanda að uppsetningu síðunnar og er það von aðalstjórnar Hamars að upplýsingaflæði frá stjórnum deilda og aðalstjórn til foreldra og iðkenda í Hamri verði betri en verið hefur síðustu misseri og betur gangi að fylgjast með starfseminni fyrir áhugasama.