Í Frystikistunni í kvöld fór fram leikur Hamars og ÍA. Leikurinn hófst ekki fyrr en tíu mínútum eftir að áætlað var vegna tæknilegra örðuleika á stattinu. Í miðjum leik kom svo aftur vandræði á stattinu á og er því ekki enn hægt að nálgast tölur. En leikurinn spilaðist þó engu að síður, allveganna hjá öðru liðinu. Það voru nefnilega gestirnir frá Akranesi sem byrjuðu leikinn mun betur og komust í 14 -5 á fyrstu 4 mínútunum. Þeir héldu svo áfram að prjóna sig í gegnum lélaga vörn Hamars og var staðan 10-19 þegar 4 mínútur voru til loka fyrsta leikhluta. Má þess til gamans geta að einungis Warren og Áskell höfðu skorað stig Skagamanna. Hallgrímur Brynjólfsson aðstoðar þjálfari Hamars í dag tók leikhlé og lét menn heyra það ansi vel. Við þetta fór vörnin að lagast aðeins og Hamarsmenn unnu sig betur inní leikinn. Þó voru það gestirnir sem leiddu eftir fyrsta leikhluta 27-33. Og var Warren kominn með 17.stig. Þar sem að stattið klikkaði er erfitt að koma með meiri tölfræði inní umfjöllunina, en við höldum þó áfram eftir besta minni. Í öðrum leikhluta var meira jafnræði með liðunum og skiptust þau á áhlaupum, þó var ÍA alltaf skrefinu á undan og leiddu í hálfleik með 52 stigum gegn 58. Í þriðja leikhluta komu Hamarsmenn enn og aftur með áhlaup, og í stöðunni 63-64 tóku Skagamenn leikhlé. Þarna stefndi í spennandi leik en Skagamenn voru á öðrum málum. Þeir komu eins og örlaga nornirnar og felldu Hamars útá vígvellinum og lögðu grunn að sigrinum. Þeir komu útúr leikhléinu og settu hverja körfuna á fætur annari. Fyrir lokaleikhlutann leiddu þeir með um það bil 10 stigum. Fjórði leikhlutinn náði svo aldrei að vera spennandi þar sem Skagamenn stigu ekkert af bensín gjöfinni og létu bara kné fylgja kviði og komust mest 17 stigum yfir 73-90, Hamarsmenn voru með hvern tapaðan boltan á fætur öðrum og komust ekki aftur í takt við leikinn. Því fór sem horfði og Skagamenn unnu sanngjarnan sigur 86-99. Þess má til gamans geta að Leifur Garðarsson var mættur aftur með flautuna og mátti vel sjá að hann hafði engu gleymt. Þar sem engar tölur eru til að styðjast við þá getum við ekki komið með helsta stiga skori annað en það að Warren leikmaður ÍA skilaði 46 stigum, 6 stoðsendingum og 6 fráköstum, svo sannarlega erfitt að gleyma svoleiðs frammistöðu. Ívar Örn Guðjónsson