Æfingar hjá yngri flokkum í fótboltanum eru komnar á fullt skrið í. Allir flokkar byrjuðu að æfa í byrjun september. Æft er í hlýjunni í Hamarshöll.

8.flokkur (leikskólaaldur) æfa 2svar í viku. Þar eru efnilegir krakkar að taka sín fyrstu skref í fótbolta. 

7. og 6. flokkur Mæta á æfingar strax eftir skóla. Krakkarnir eru sótt í skólaselið á æfingar á Hamarsrútunni og hefur það gengið ótrúlega vel.

5.flokkur  hafa æft að krafti og eru að undirbúa sig fyrir fyrsta mót vetrarins.

3. og 4. flokkur karla og kvenna munu vera í samstarfi með Selfoss og Ægi. Samstarfsæfingar hafa verið einu sinni í viku og mun það halda áfram í vetur. Faxaflóamót hefst í byrjun nóvember.

Krakkarnir eru mjög dugleg að mæta á æfingar og skemmta sér allir vel.

Allir krakkar eru velkomnir að kíkja á æfingar í Hamarshöll.

Hægt er að skrá sig i fótboltann á hamar.felog.is 

Æfingatímar eru hér að neðan. 

æfingarknatt13-14