Það voru Snæfellsstelpur sem byrjuðu leikinn í Hveragerði í kvöld mun betur. Snæfells stelpur skoruðu fyrstu 6 stigin og staðan 0-6, en Hamars stúlkur vöknuðu þó og svöruðu og staðan 6-8 og um 5 mínútur liðnar. Þá kom aftur áhlaup hjá Snæfell og í stöðunni 6-16 tók Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari leikhlé með tæpar tvær mínútur eftir. Stelpurnar hans svöruðu því með 5-0 áhlaupi og staðan 11-16 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var minna um áhlaup og meira af jafnræði og gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 33-37 fyrir Snæfell. Atkvæðamest var Chynna Brown með 16 stig og 6 fráköst í liði Snæfells, en Marín var stigahæðst í liði Hamars með 9 stig og 5 fráköst. Áfram var mikið jafnvægi á liðunum og skiptust liðin á að skora. Þó komu lítil áhlaup og var staðan t.d. 39-39, 39-44, 43-46. Það var hins vegar undir lok leikhlutans þegar að Hamar kom með áhlaup á Snæfell og komust í 55-53. Chynna Brown var kominn með 4 vllur. Þá tók Ingi Þór leikhlé. Snæfell endaði svo leikhlutann á því að setja flautukörfu og staðan því 55-56. Snæfells stelpur kláruðu svo leikinn í fjórða leikhluta með góðu áhlaupi og komust mest í 61-70 með einungis 4:37 eftir á klukkunni. Þá vöknuðu Hamars stelpur og komu til bak. Þær náðu að minnka muninn niður í tvö stig og áttu boltann. Þær héldu í sókn og þegar einungis 1 sekunda var eftir á skotklukkunni fór Di’Amber í neyðarskot sem að skoppaði uppúr og af Snæfells stelpu og útaf. Með einamínútu eftir á klukkunni áttu því Hamarsstelpur boltann undir körfunni, sóknin endaði á skoti frá vítateigsboganum sem geigaði, Chynna Brown reif frákastið og skilaði niður tveimur stigum á hinum enda vallarins og staðan því 71-75 fyrir Snæfell og þær með pálman í höndunum. Hamarsstelpur nýttu enga af sínum sóknum eftir þetta og skiluðu Snæfellsstelpur 2 stigum í Hólminn 71-78. Atkvæðamest í liði Snæfells var Chynna Brown með 20 stig og 10 fráköst, Guðrún Gróa átti líka mjög flottan leik og skilaði hún 17 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Hamri var það Di’Amber sem var með 29 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Marín Laufey var svo með fína tvennu 13 stig og 10 fráköst

Ívar Örn Guðjónsson