Stelpurnar mættu í Valsheimilið á Hlíðarenda í kvöld. Valsliðinu var spáð góðu gengi fyrir tímabilið þó rauninn sé önnur. Stelpurnar okkar sigruðu síðasta leik sinn gegn Grindavík og voru því fullar sjálfstrausts í kvöld. Leikurinn endaði með glæsilegum sigri Hamars 68-76. Atkvæðamestar í liði Hamars voru Íris og Di’Amber Johnson með 22 stig báðar, en Di’Amber bætti 7 stoðsendingum og 7 stolnum boltum við leik sinn. Nánari umfjöllun er að finna á http://karfan.is/read/2013/10/30/hamar-i-4-saetid-med-sigri-a-val

Mynd/Torfi Magnússon @karfan.is