Grindavíkur stúlkur komu til Hveragerðis í kvöld, þær voru búnar að sigra 3 leiki í röð á meðan að heimastúlkur úr Hamri höfðu tapað síðustu þrem leikjum. Leikurinn byrjaði með mjög hægum körfubolta og voru liðin að gera mikið af mistökum til að byrja með. Eftir miðjan fyrsta leikhluta var staðan einugis 3-2 fyrir Hamar. Þá byrjuðu þó liðin að spila betur og fóru körfunar að detta og endaði fyrsti leikhluti með 4 stiga mun í hag gestanna 10-14. Meira fjör var í öðrum leikhluta og voru það Hamarsstúlkur sem voru með undirtökin í honum og í stöðunni 25-23 tók Jón Halldór þjálfari Grindavíkur leikhlé. Eftir það jafnaðist leikurinn og fóru gestirnir með tveggja stiga forskot inn í klefann 29-31. Þriðji leikhlutinn var svo áframhald af miklu jafnvægi og endaði hann 17-17 og þar með staðan 46-48 Grindavík í vil. Í byrjun fjórða leikhluta gerðust þó hlutirnir hratt. Di’Amber skoraði fyrstu 4 stig leikhlutans á fyrstu 20 sekúndunum en Jón Halldór þjálfari Grindavíkur fékk dæmda á sig tæknivillu og tók hann síðan leikhlé, staðan 50-48 og áttu Hamarsstúlkur boltan. Það var síðan þegar að um 5 mínútur voru eftir að Hamarsstúlkur náðu að slíta sig frá Grindavík, Di’Amber fór á kostum í liði Hamars og setti hverja körfuna á fætur annari, Það var síðan þegar 4 mín voru eftir að Grindavík tekur leikhlé og staðan 66-58 fyrir Hamar. Grindavíkur stelpur reyndu allt til þess að komast inní leikinn aftur en skotinn vildu ekki niður og kláraði Di’Amber leikinn á vítalínunni 70-65 og Hamarsstúlkur náðu í sinn annan sigur í deildinni. Atkvæðmest á vellinum var títt nefnd Di’Amber með 33 stig eftir að hafa verið með einungis 6 í hálfleik, Síðan var Fanney Lind með 16 stig og 13fráköst og Marín átti góðan leik með 10 stig og 9 fráköst, En allt Hamarsliðið spilaði vel. Hjá Grindavík var Oosdyke með 22stig og 10 fráköst og María Ben með 13 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar og svo Helga með 11.stig og 12 fráköst. Aðrar með minna

mynd/Guðmundur Karl