Hamar og Haukar mættust í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn var Hamar með 6 stig en Hauka stelpur 4 stig. Leikurinn byrjaði mjög hægt en voru það Hauka stelpur sem leiddu leikinn. Hamars stelpur létu þær þó aldrei stinga sig af og var munurinn 2 stig eftir fyrsta leikhluta 15-17. Annar leikhlutinn byrjaði þó mun betur fyrir heimastúlkur og náðu þær 10-0 áhlaupi og komust í 34-24. En Haukastelpur gáfu þó í rétt fyrir hálfleik eftir að Bjarni þjálfari tók leikhlé, við það náðu þær að laga stöðuna aðeins og var niðurstaðan 5 stiga munur í hálfleik 39-34. Síðari hálfleikur byrjaði svo líkt og sá fyrri endaði með töluverðum yfirburðum Hauka. Þær komust í 43-48 og ákvað þá Hallgrímur Brynjólfsson að taka leikhlé. Það virtist ekki alveg hafa virkað rétt því Hamarsstelpur áttu ennþá í vandræðum með að leysa pressu Hauka og gegnur þær áfram á lagið og komust mest 10 stigum yfir 46-56. Hamarsstúlkur náðu þó fyrir rest að vinna úr pressunni og skila inn stigum og hélst munurinn nokkurn vegin út leikhlutann og staðan 55-63 fyrir síðasta fjórðungin. Hamarsstelpur unnu sig fljótt inn í leikinn og komu leiknum aðeins í 3 stig 62-65, áður en fyrrum leikmaður Hamars Jóhanna Björk setti þriggja stiga körfu 62-68. Aftur komu Hamarsstelpur þó forskotinu niðrí þrjú stig en aftur svöruðu Haukar með þriggja stiga körfu og var það í þetta skiptið Lele Hardy. Þar má segja að leikurinn hafi unnist þó svo að Hamarsstelpur hafi átt fínar rispur inn á milli eftir þetta. Það var bara þannig að Lele Hardy svaraði alltaf til baka og endaði hún með trölla tvennu eins og henni einni er lagið. Hún endaði með 46 stig 19 fráköst og 7 stolna bolta hreint út sagt ótrúleg frammistaða, skiluðu þessar tölur henni 55 framlagsstigum. Di’Amber Johnson í liði Hamars skilaði þó ekkert verri tölum heldur en Hardy, Di’Amber setti nefnilega niður 42 stig tók 10 fráköst gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum sem skilaði henni 43 framlags stigum. Þær sem fylgdu svo eftir stórleik þessara kvenna voru Fanney í liði Hamars með 13 stig og 4 fráköst og Gunnhildur í liði Hauka með 8 stig og 3 stoðsendingar. Aðrar voru með minna

Ívar Örn Guðjónsson