Karlalið Hamars hefur leikið 2 leiki í 1. deild í blaki. Laugardaginn 19. okt var leikið við Skellur á Ísafirði og endaði leikurinn 1-3 fyrir Hamar.  Hamar vann 2 fyrstu hrinurnar nokkuð örugglega, en í þeirri þriðju var eins og slakað væri heldur mikið á og gengu Ísfirðingar á lagið og mörðu sigur 26-24. Fjórða hrina va r svo eign Hamar og vannst örugglega og þar með leikurinn.  Í kvöld, mánudag, var svo leikið gegn Hrunamönnum á heimavelli og lauk þeim leik með sigri Hrunamanna 0-3.  Hrinurnar voru allar nokkuð jafnar en herlsumuninn vantaði hjá Hamri til að klára verkið og þar með gengu Hrunamenn á lagið.  Enda Hamarsmenn þreyttir eftir langferð til Ísafjarðar um helgina.