32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga heimaleik við ÍA á morgun föstudag kl: 19:15.

Lið ÍA spilar í 1.deild eins og við en liðin mættust fyrir viku síðan í deildinni og þá unnu Hamarsmenn nokkuð örugglega. Gaman að segja frá því að þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem liðin mætast í bikarkeppninni.

Hvetjum fólk til að mæta í frystikistuna og hvetja strákana til sigurs

Áfram Hamar!

Hamarsstelpur heimsóttu Valsstelpur á Hlíðarenda í dag en þetta var leikur í fjórðu umferð í Domino’s-deild kvenna. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Hamarsstelpur komust átta stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af honum, 18-26, en Valsstelpur gáfu þá í og leiddu 27-26 af fyrsta leikhluta loknum.

Hlíðarendaliðið var með góð tök á leiknum í öðrum leikhluta og komust mest 12 stigum yfir, 42-28, en Hamarsstelpur neituðu að gefast upp og staðan í hálfleik 50-45 fyrir Val.

Í byrjun seinni hálfleiks komust Hamarsstelpur yfir 52-55 og voru að spila vel á þessum kafla. Valsstelpur komust aftur yfir og leiddu 65-61 þegar þriðji leikhluta lauk.

Fjórði leikhluti var alls ekki slæmur hjá Hamri en Valsstelpur náðu að halda út þó munaði ekki miklu eftir að liðin skiptust nánast á að skora í þessum síðasta leikhluta. Lokatölur 87-80 fyrir Val.

Nína Jenný Kristjánsdóttir átti frábæran leik með 24 stig, 10 fráköst og 4 varin skot. Suriya McGuire setti 22 stig, 15 fráköst og með 9 stoðsendingar. Fyrirliðin Íris Ásgeirsdóttir var með góða leik 16 stig, 4 fráköst, 4 stolna bolta og 4/6 í þristum

Klárlega mikil batamerki á liðinu og Daði hefur greinilega náð að berja sjálfstrausti í liðið en það fer að styttast í sigur með svona frammistöðu.

Stelpurnar eiga næst leik í deildinni 4. nóvember þegar nýliðar Stjörnunnar koma í heimsókn í frystikistuna

Áfram Hamar!

Mynd: sunnlenska.is

 

Hamarsstrákarnir spiluðu sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni á þessu tímabili í gærkvöldi þegar gulklæddir Skagamenn kíktu í heimsókn í frystikistuna. Leikir þessara liða hafa oft verið skemmtilegir og mikil barátta en leikurinn í gær olli þó nokkrum vonbrigðum.

Töluvert var um mistök hjá báðum liðum í fyrsta leikhluta og Skagamenn ofast undan að skora. Bæði lið spiluðu ágætis varnaleik í þessum fyrsta leikhluta sem sást á stigaskorinu, en skaginn leiddi 17-18 af leikhlutanum loknum.

Í öðrum leikhluta gekk sóknin betur hjá liðunum en á kostnað varnarleiksins sem var mjög slakur hjá báðum liðum. Bandaríkjamaður okkar Hamarsmanna, Samuel Prescott Jr., átti frábæran annan leikhluta og tók leikinn yfir á stuttum kafla en kappinn gerði 16 stig í leikhlutanum. Um miðbik annars leikhluta náði Hamar 18 stiga forustu, 45-27, og voru þá í dauðafæri að ganga frá leiknum en gerðu það ekki og Skaginn kom með gott áhlaup og skoruðu hverjar körfuna af fætur annarri síðustu fimm mínútur leikhlutans. Leikhlutinn fór 34-27 fyrir Hamri og  staðan í hálfleik 51-45.

Hallgrímur þjálfari hefur greinilega messað vel yfir strákunum í hálfleik því liðið kom með miklum krafti inní þriðja leikhluta og vörnin var mjög góð. Tölur eins og 57-47, 67-52 og 74-52 sáustu í þessum leikhluta og Hamarsliðið var með góð tök á leiknum. Aðeins Sean Wesley Tate í liði Skagmanna sýndi eitthvað af viti en aðrir voru farþegar hjá þeim. Mjög góður leikhluti hjá Hamri sem vann hann  25-14 og staðan fyrir síðasta leikhlutann 76-59.

Fjórði leikhluti var grútleiðinlegur og Hamarsliðið verður að gera betur en þeir sýndu á löngum köflum í þessu síðasta leikhluta. Varnarleikur liðsins var lélegur eins og í öðrum leikhluta og Skagamenn unnu leikhlutann 22-27. Líklega var komin einhver værukærð í Hamarsmenn en það verður að spila allar 40 mínúturnar og læra að ganga frá leikjum eins og liðið átti að gera í gær. Lokatölur voru 98-86 og sóknarleikur liðsins mjög góður en Hallgrímur getur ekki verið sáttur með varnarleik liðsins á köflum í leiknum.

Maður leiksins hjá Hamri var Samuel Prescott Jr. með 36 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og með mjög góða skotnýtingu. Oddur Ólafs átti einnig öflugan leik með 13 stoðsendingar, 8 fráköst og bætti við 6 stigum auk þess að spila öflugan varnarleik og stjórnaðir leik liðsins með mikilli prýði. Siggi Haff, Össi og Steini Gunn skiluðu allir sínu mjög vel en byrjunarliði skoraði 87 stig af þessum 98. Byrjunarliðið var Oddur, Siggi, Samuel Prescot, Össi og Steini.

Það er ekki hjá því komist að rita um dómar leiksins þá Sigurbald og Gunnar Thor. Þeir höfðu skelfileg tök á leiknum og misræmi í dómum var mjög mikið, studum mikið leyft og svo allt í einu lítið leyft. Leikurinn var ekkert svo harður en samt voru dæmdar 58 villur í leiknum sem er fáránlega mikið en sem dæmi voru dæmdar 35 villur í leik Hauka og KR í Domino’s deild karla á sama tíma. Þeir læra vonandi af þessu því svona dómgæsla eins og sást í gær er ekki boðleg frá stéttinni. Rétt er að minna á það samt að dómgæslan hallaði á hvorugt liðið í leiknum.

Næsti leikur hjá strákunum er í bikarnum en þá koma einmitt Skagamenn aftur í heimsókn næstkomandi föstudag.

Áfram Hamar!

Mynd: sunnlenska.is

Lokahóf knattspyrnudeildar Hamars var haldið Hoflandsetrinu á dögunum. Leikmenn og aðstandendur liðsins komu saman og snæddu góðann kvöldverð og fóru yfir tímabilið. Á lokahófinu voru leikmenn heiðraðir fyrir frammistöðu sína. Daníel Rögnvaldsson var kosinn besti leikmaður tímabilsins og var hann einnig markahæsti leikmaður tímabilsins en hann skoraði 16 mörk í 11 leikjum. Friðrik Örn Emilsson var kosin efnilegastur. Hermann Ármannsson var besti félaginn.

Mikil ánægja var með tímabilið og eru leikmenn reynslunni ríkari. Nú styttist í undirbúning fyrir næsta tímabil og er mikil áhersla lögð á að halda sama leikmannahóp og síðasta sumar. Æfingar hefjast 3. Nóvember í Hamarshöllinni og mun liðið spila nokkra æfingaleiki í byrjun undirbúningstímabils.

IMG_1322

Friðrik Örn ásamt Steina formanni.

 

Domino´s deild kvenna hefst á morgun og byrja stelpurnar okkar á heimaleik við ríkjandi Íslandsmeistara í Snæfelli.

Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldinn var í Laugardalshöllinni í dag var birt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi, en þeim er spáð 7 og neðsta sæti. Stelpurnar ætla auðvita að afsanna þessa spá en liðið hefur vissulega gengið í gegnum töluverðar breytingar frá síðasta tímabili og Daði Steinn tók við liðinu rétt fyrir mót eins og við greindum frá hér á síðunni fyrir skemmstu. Aðeins 7 lið taka þátt í deildinni í vetur þar sem KR gaf sæti sitt eftir og því munu ekki 8 lið spila í deildinni í vetur eins og venjan er.

Stöð 2 Sport mun heldur betur auka  umfang sitt við Domino´s-deildirnar á komandi leiktíð. Nýr samningur KKÍ og Stöðvar 2 Sport er tímamótasamnigur fyrir íslenskan körfubolta, en beinar útsendingar verða í vetur úr öllum umferðum Domino´s deildar kvenna og karla ásamt körfuboltakvöld.

Spá fyrirliða og formanna 2015-2016 – konur

1. Haukar         144

2. Keflavík         107

3. Valur           86

4. Stjarnan       80

5. Snæfell           73

6. Grindavík       67

7. Hamar           30

Mynd: Íris Ásgeirsdóttir er komin úr barneignarleyfi og það er mikill liðstyrkur fyrir Hamarsliðið.

Áfram Hamar!

Núna er kominn sá árstími að körfuboltinn fer að skoppa á fullu, flest öllum til mikilar ánægju. Það eru stelpurnar okkar sem munu ríða á vaðið á miðvikudaginn kl 19:15 þegar nýkríndir Meistarar Meistaranna Snæfell mæta til leiks. Miklar sviptingar hafa verið á síðustu misserum hjá kvennaliðinu en þær fengu meðal annars nýja mann í brúna, Daða Stein sem flestir þekkja.

Karlarnir eru með svipað lið uppi á teningnum og frá því í fyrra en Oddur Ólafsson er snúinn aftur heim ásamt því að nýr erlendur leikmaður Samuel Prescot er genginn til liðs við félagið. Strákarnir byrja á útivelli gegn Fjölni í dalshúsum á föstudaginn kl 19:30. Við hlökkum til að sjá sem flesta á leikjum liðanna í vetur.

Einnig hélt körfuknattleiksdeildin uppá bingó 16.semptember síðastliðinn á heilsuhælinu. Bingóið var afar vel sótt og var það Auður Pedersen sem hlaut aðalvinning kvöldsins gjafabréf frá Wow air. Á myndinni má sjá Auði ásamt Sigurði bingóstjóra og Lárusi formanni Körfuknattleiksdeildarinnar

Áfram Hamar!

Devin Antonio Sweetney sem spilaði með okkur Hamarsmönnum eftir áramót tímabilið 2010-2011 er nú kominn á samning hjá NBA liðinu Denver Nuggets. Sweetney var upphaflega boðið í æfingabúðir hjá Denver fékk síðan í framhaldinu samning hjá félaginu. Sweetney spilaði með okkur síðustu sjö leikina á tímabilinu og skoraði tæp 28 stig að meðaltali, tók rúm sex fráköst og átti tvær stoðsendingar að meðtali í þessum sjö leikjum.

Stigahæsti leikurinn hans var gegn Tindastól í frystikistunni en þar var hann með 38 stig í 83-81 sigri. Eins og flestir vita féllum við á verri innbyrðis viðureign við Tindastól sem var með jafnmörg stig og Hamar eftir tímabilið eða 14 stig. Tindastóll vann sinn heimaleik með meiri mun og því var okkar hlutskipti fall þetta tímabil. Þjálfari okkar á þeim tíma var Ágúst Björgvinsson.

Gaman verður að fylgjast með okkar manni í vetur en hann mun spila í treyju númer 34 hjá Denver.

Áfram Hamar!

Mynd: sunnlenska.is