Frystikistan var vel mönnuð í kvöld þegar að Hamar og Valur mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld. Fjögur stig skildu liðin að fyrir leikinn, og því var að duga eða drepast fyrir heimastúlkur ætluðu þær sér að gera tilkall til fjórða sætisins. Leikurinn fór fjörlega í gang og var mikill skemmtun að horfa á liðin. Hamarsstúlkur tóku frumkvæðið í leiknum og leiddu leikinn fljótt 16-7. Fanney Lind fór á kostum og hitti mjög vel í byrjun, einnig var nýr leikmaður Hamars Chelsie að standa sig vel. Þrátt fyrir að Valskonur hafi ekki byrjað leikinn af miklum krafti sýndu þær flotta takta inná milli. Þessi fjörugi fyrsti leikhluti endaði svo frábærlega þegar að Chelsie setti þriggjastiga skot lengst utan af velli, á sama tíma og klukkan gall og staðan 29-24.

Annar leikhluti var ekki síður fjörlegri og léku Hamarsstelpur á alls oddi, þær voru komnar með 7 þriggja stiga skot ofan í þegar einungis 12 mín voru liðnar af leiknum. Hamar tók aftur frumkvæðið og fóru þær með 11 stiga mun 48-37 inní hálfleik.

Þriðji leikhlutinn var hins vegar hrein skelfing. Liðin töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og áttu erfitt með að fóta sig gangvart vörnum hvors annars. Leikhlutinn endaði með eins stigs mun 10-11 og því staðan 58-48 fyrir lokafjórðunginn.

Valsstúlkur gengu á lagið og minnkuðu muninn fljótt niður, eftir 5 mínútur var staðan 63-63 og hörkuleikur framundan. Þá fóru heimastúlkur að átta sig á hlutunum og fóru að bregðast við. Úr varð æsispennandi kafli. Guðbjörg minnkaði muninn niður í eitt stig þegar að ein og hálf mín var eftir 70-69. En þá steig Íris upp í liði Hamars og nelgdi niður einum þrist. Valsstúlkur fóru síðan illa að ráði sínu og töpuðu boltanum. Með 40 sek eftir prjónaði Chelsie framhjá öllum 5 valskonunum sem voru inná og lagði boltann í spjaldið og ofan í 75-69 sigur staðreynd og því aðeins tvö stig sem skilja liðin að.

Hjá Hamri var Chelsie með 25 stig, 8 frák. og 4 stoð. og næst á eftir henni var Fanney með 23 stig og 6 frák.
Hjá Val var það Anna sem leiddi með 19 stig, Hallveig með 14, og Guðbjörg 10 stig, 8 fráköst og 4 stoð.

Um helgina verður leikið í stjörnuleikjum dominos deildanna í körfuknattleik karla og kvenna. Hamarsstúlkur eiga þrjá fulltrúa um helgina, en það eru Fanney Lind, Marín Laufey, og Di’Amber Johnson sem munu leika fyrir dominos-liðið. Leikið verður í Ásgarði í garðabæ og hefst hátíðin kl 13:00. Dagskrá líkur síðan kl 17:00, beint eftir síðari hálfleik karla, Þar leikur fyrr um Hamarsmaðurinn Raggi Nat. Leikurinn hjá stúlkunum hefst kl 13:20

Hvergerðingar fengu Vængi Júpíters í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og var leikurinn hraður til að byrja með. Það voru gestirnir sem opnuðu leikinn með þrist, en Halldór Jónsson svaraði fyrir heimamenn í slíkri mynt. Hamarsmenn skoruð næstu 5 stig og komust í 8-3, þá svöruðu gestirninr og fyrsti leikhluti var jafn og spennandi, en þó voru heimamenn ávallt með yfirhöndina. Í örðrum leikhluta tóku gestirnir gott áhlaup, úr varð jafn leikur og tóku Hamarsmenn tvisvar sinnum leikhlé og reyndu að finna svör, og það seinna skilaði góðu áhlaupi og fóru Hamarspiltar með 9 stiga forskot í hálfleikinn 49-40. Það var síðan í síðari hálfleik sem að munurinn á liðinum kom í ljós. Hamarsmenn fóru mikinn og byggðu jafnt og þétt ofan á forskot sitt, og Vængir Júpíters áttu aldrei séns, þrátt fyrir að sína fína takta inná milli. Þessi sigur er þriðji sigur Hamars í röð og gera þeir þar með tilkall til úrslitarkeppnis sætisins. Á meðan eru Vængir Júpíters í næst neðsta sæti með einn sigur.

mynd/Guðmundur Karl

Hamarsmenn heimsóttu Skagamenn á skipaskaga í gærkvöldi og úr varð hörkuleikur! Hamarsliðið byrjaði leikinn með miklum látum og komust í 16-4, Danero og Halldór voru að hitta vel hjá Hamarsmönnum. Skagamenn vöknuðu þá til lífsins og náðu góðri rispu og komust í fyrsta skipti yfir 19-18 en þá gáfu strákarnir frá Hveragerði aftur í og leiddu 25-22 eftir 1. leikhluta.

Heimamenn byrjuðu mun betur í 2. leikhluta en á meðan var einhver værukærð yfir Hamarsmönnum. Tölur eins og 34-28 og 40-33 sáust fyrir þá gulklæddu. Aftur spíttu Hamarsdrengir í og komust aftur yfir í stöðunni 47-46 með glæsilegum þristi frá Danero en drengurinn var að spila óaðfinnanlega í gær! Hamarsmenn leiddu 54-53 í hálfleik og ekki var mikið um varnir en þess í stað var sóknarleikur beggja liða góður og leikurinn var mjög hraður.

Eitthvað hafa Hamarsdrengir farið yfir varnarleikinn í hálfleik því liðið spilaði frábæran varnaleik í öllum 3. leikhluta og stungu heimamenn af! Tölur í leikhlutanum voru eins og 66-57 og 81-62, Hamarsdrengjum í vil. Hamar vann leikhlutann 27-11 og eins og áður sagði frábær varnarleikur hjá liðinu í þessum leikhluta.

Í upphafi 4. leikhluta náði Hamar 23 stiga forustu 87-64. En aftur eins og fyrr í leiknum gáfu þeir aðeins eftir og Skagaliðið náði smá áhlaupi og þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan 93-80 Hamri í vil. Það var akkurat sá stigamunur sem skildu liðin af í fyrri leiknum sem spilaður var í Hveragerði. Þetta vissu Hamarsmenn og ætluðu þeir að vinna leikinn með meira en þeim mun til að komast uppfyrir skagann á betri innbirgðisviðureign. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn allt í einu orðin 7 stig 99-92 fyrir Hamri. Þá fór skagaliðið einhverja hlutavegna að brjóta það sem eftir lifði leiks og kláraði fyrirliði Hamars Halldór Jónsson leikinn með nokkrum vítaskotum en hann hitti úr 9 af 10 vítum sem hann fékk. Lokatölur 112-98 og Hamar fór uppfyrir skagann á betri innbirgðis.

Frábær sigur og liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og greinilegt ef marka má þessa fyrstu tvo leiki ársins þá er liðið í mun betra standi en fyrir jól. Þegar 10 umferðum er lokið af 18 er liðið aðeins 2 stigum á eftir 4. og 5. sæti en 5. sæti er síðast sætið inní úrslitakeppnina. Hamar situr í 7. sæti með 8 stig.

Maður leiksins í gær var Danero Thomas með 47 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Magnaður leikur hjá kappanum og á tímabili var hann á eldi og það var allt í! Halldór Jónsson sallaði niður 19 stigum. Snorri Þorvaldsson setti 14 stig. Aron Eyjólfsson var með 11 stig og 10 fráköst en barátta hans smitar mikið útfrá sér og hann var að spila líklega sinn besta leik fyrir Hamar. Bjartmar Halldórsson stjórnaði leik liðsins af stakri snilld og var með 10 stoðsendingar og auk þess að skila 5 stigum. Allir aðrir leikmenn liðsins skiluðu sínu og spiluðu mjög vel!

Næsti leikur hjá strákunum er næstkomandi fimmtudag í frystikistunni kl:19:15 en þá koma Vængir Júpitersmenn í heimsókn.

Næsta laugardag, 18. janúar kl. 11 fer fimleikadeildin í dósasöfnun hér í bænum og eru allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að mæta í áhaldahús bæjarins (við hliðina á slökkvistöðinni) á þessum tíma.

Krakkarnir fara í hús og biðja um dósir/plastflöskur/glerflöskur en foreldrar þurfa bæði að keyra þau og sjá um að telja þetta í áhaldahúsinu.

Nokkrir foreldrar hafa tekið að sér að vera umsjónaraðilar og verða í áhaldahúsinu til að úthluta götum og verkefnum. Boðið verður upp á smá hressingu. Ef þátttaka er góð gengur þetta hratt og vel fyrir sig 

Með von um að sjá sem flesta,

Stjórn fimleikadeildar Hamars

Hamar og keflavík mættustu í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimastúlkur í 6 sæti deildarinnar, en Keflavík í því þriðja. Hamarstúlkur byrjuðu leikinn mun ákveðnari og komust þær í 18-11. Þá settu Keflavíkur stúlkur í gírinn og minnkuðu muninn niður í tvö stig, staðan 21-19 eftir fyrstaleikhluta. Í öðrum leikhluta var öllu jafnara. Liðin skiptust á að skora og fór Di’Amber mikinn fyrir heimastúlkur, Það var þó keflavík sem átti lokaorð fyrri hálfleiks þegar Bryndís skoraði og kom hún sínu liði yfir 36-37. Atkvæðamest hjá Hamari var Di’Amber með 14 stig en hjá Keflavík var Sara með 11 stig. Í síðari hálfleik voru það Keflavík sem tóku yfirhöndina, þær unnu þriðja leikhlutann með 12 stigum 8-20 og leiddu fyrir lokafjórðunginn 44-57. Muninum héldu þær svo lengst af í +-10 stigum eða þar til að um tvær mínútur voru til leiksloka. Þá byrjaði Hamarsliðið fínt áhlaup, þegar um 24 sekúndur voru eftir í stöðunni 64-72, fékk Di’Amber 3 vítaskot, eitt þeirra geigaði þó og því var munurinn 6 stig. Landry fékk svo tvö skot hinu megin sem bæði rötuðu rétta leið. Það var svo þegar 10 sek voru eftir að Di’Amber setti þrist frá selfossi og minnkaði muninn í þrjú stig 71-74. Hamarstúlkur brutu strax og Landry stillti sér upp á línuna, fyrra skotið geigaði!! en það seinna fór niður og Hamar tók leikhlé, Di’Amber fékk svo boltann og fór hún í þriggja stiga tilraun. Sú tilraun geigaði og leiknum lauk því með 4 stiga sigri Keflavíkur 71-75.

Hjá Hamri var Di’Amber með 26 stig og 9 fráköst en Fanney Lind með 14. Hjá Keflavík var Landry með 23 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar, en Bryndís skilaði trölla tvennu 18 stigum og 22 fráköstum

Það hefur lengi verið ósk viðskiptavina Laugasports að stækka tækjasalinn og nú er búið að uppfylla þessa ósk. Salurinn sem áður fyrr var hópsalur hefur nú verið innréttaður sem tækjasalur og hefur Laugasport þ.a.l. rúmlega tvöfaldað plássið sitt. Þótt bætt hafi verið við tækjum og áhöldum er nú mun rýmra á milli tækja.

Til að fagna áfanganum munum við bjóða þér þriggja mánaða kort í tækjasal og sund fyrir 11.900. Eins og venjulega er aðgangur í sundlaugina innifalinn og hvað er betra en að skríða ofan í pottinn eftir erfiða æfingu!!

Hveragerðisbær heiðraði íþróttafólk bæjarins milli hátíða og er KKd. Hamars stolt af þvíað Dagný Lísa Davíðsdóttir og Ragnar Nathanaelsson fengu viðurkenningar fyrir sýna íþrótt. 

Ragnar hefur brotið sér leið í A-landslið karla eftir gott uppeldi hér í Hveragerði og spilar í vetur með nágrannaliði okkar Þór í efstu deild.  Dagný Lísa lék með U-16 ára landsliði Íslands á síðasta ári og hefur verið valin í æfingarhóp U-18 ára en verkefni þessa landsliðs verður væntanlega Norðurlandamót og Evrópukeppni þetta sumarið. Auk þessa er Dagný á fullu með úrvalsdeildarliði okkar Hamars í körfunni og hefur staðið sig með miklum sóma þar.   Flottir fulltrúar körfuknattleiksins þarna á ferð og óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna.

Dagný og Ragnar