Hamarsmenn spiluðu æfingaleik við Skallagrím s.l fimmtudag. Um var að ræða síðasta æfingaleik liðsins fyrir Lengjubikarinn. Leikurinn var spilaður í Úlfarsárdal í Grafarholti. Skallagrímur spilar í 4.deild líkit og Hamar. Hamarsmenn voru fyrir þennann leik búnir að vinna 3 leiki í röð.

Skallagrímur byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu mark eftir 8 mínútur. Þorlákur Máni jafnaði svo leikinn 10 mín síðar og var staðan 1-1 eftir 20 mín. Hamarsmenn áttu í erfileikum með að halda boltanum innann liðisins í fyrri hálfleik og rötuðu sendingar of oft á andstæðingana. Áður en flautað var til leikhlés fengu Skallagrímur vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var 1-2 fyrir Skallagrím í hálfleik. Í seinni hálfleik var leikur Hamarsmanna mun betri, leikmenn héldur boltanum betur innann liðsins og áttu þeir nokkur góð færi en náðu ekki að nýta þau. Skallagrímur bættu við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn. Undir lok leiksins fékk Hamar vítaspyrnu sem Friðrik Örn Emilsson skoraði örruglega úr. Lokatölur voru 2-3 tap.

Nú er undirbúningi fyrir Lengjubikarinn lokið og alvaran tekur við þegar Hamar mætir KH í fyrsta leik Lengjubikarsins n.k Laugardag á gervigrasvellinum á Hlíðarenda. Gaman verður að fylgjast með strákunum í því móti. Leikmannahópur Hamars er stór og hefur á að skipa marga unga og efnilega leikmenn í bland við reynslubolta úr Hveragerði.

Hamar spilaði æfingaleik gegn Mídas s.l Laugardag í Fífunni. Mídas spila í 4. deildinni í sumar líkt og Hamar. Hamar byrjuðu leikinn ekki alveg nægilega vel og varði Jóhann Karl Ásgeirsson markvörður Hamars vel nokkrum sinnum í byrjun leiks. Hamarsmenn vöknuðu til lífsins á 20. mínútu þegar Brynjar Elí komst einn innfyrir vörn Mídas og skoraði flott mark. Stuttu seinna skoraði Þorlákur Máni gott skallamark eftir hornspyrnu frá Jóa Snorra. Í hálfleik var staðan 2-0 fyrir Hamar. Hamarsmenn voru mun betri aðillinn í þessum leik og bættu við marki fljótlega í seinni hálfleik þegar spánverjinn Jorge skoraði gott mark. Arnar Þór Hafsteinsson skoraði svo eftir að Brynjar Elí hafði sett boltann í slánna. Arnar Þór var ekki hættur því hann skoraði svo flott mark eftir sendingu frá Jóa Snorra. Loks skoraði Ómar Andri sjötta mark Hamars og var lokastaðan 6-0 fyrir Hamar!! Virkilega flottur sigur hjá strákunum og var þetta þriðji sigurleikurinn í röð hjá Hamri.

Allir leikir Hamars eru teknir upp og er hægt að sjá mörkin úr leiknum hér að neðan.

Áfram Hamar!

 

frettalogo

 

Firma og hópakeppni Hamars verður haldin í Hamarshöllinni 7. Mars n.k.

 

 Mótið hefur verið vinsælt undanfarin ár og gefst mönnum tækifæri á að sýna listir sínar við bestu aðstæður til knattspynuiðkunnar!

 

 

-Leikið er í liðum 6 á móti 6.
-Leikið er eftir reglum KSÍ um keppni 7 manna liða.
-Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli).
-Leiktími hvers leiks er 1 x 13 mín.
-Hvert lið leikur að lágmarki 4 leiki.
-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.

Firmamótsmynd 3

Hermann Hreiðarsson tók þátt í mótinu í fyrra.

 

 

 

Mótsgjald er 20.000 kr á lið.

 

Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir sigurliðið!!

 

 Tilboð verður fyrir keppendur á Hoflandsetrinu að móti loknu.

 

Skráning er á ollimagnusson@gmail.com

Meistaraflokkur karla spilaði æfingaleik s.l Laugardag. Spilað var gegn Létti og fór leikurinn fram í Fífunni í Kópavogi. Léttir verða með Hamri í riðli í 4.deildinni í sumar. Þrír nýjir leikmenn voru til reynslu hjá Hamri í leiknum. Það voru tveir ungir og sprækir strákar uppaldir í Breiðablik og einn reyndur spánverji. Hamarsmenn byrjuðu leikinn af krafti og voru betri aðilinn í byrjun leiks. Hamarsmenn spiluðu boltanum vel á milli sín og áttu fullt af fínum marktækifærum í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Hamar forystunni, Spánverjinn Jorge sendi boltann fyrir markið sem endaði í markinu eftir viðkomu einn varnarmanna Léttis. Staðan var 1-0 í hálfleik og voru Hamarsmenn mun sterkarri aðilinn í leiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og fljótlega náðu Hamarsmenn að bæta við marki. Þar var að verki leikmaður sem er á reynslu, Arnar Þór Hafsteinsson eftir góða fyrigjöf frá Didda. Hamarsmenn héldu áfram að spila boltanum vel á milli sín og og voru mun betri aðillinn í leiknum. Logi Geir skoraði svo gott mark eftir frábæra stungusendingu frá Didda. Léttir náðu svo að minnka munin með skallamarki. En Hamarsmenn voru ekki hættir því Arnar Þór skoraði sitt annað mark með skoti fyrir utan teig eftir enn eina stoðsendinguna frá Didda. Staðan var orðin 4-1 og voru Hamarsmenn að spila skemmtilegan fótbolta. Léttir náðu að klóra í bakkann í lokinn úr vítaspyrnu sem Hlynur Kárason var nálægt því að verja. Lokastaðan var 4-2 fyrir Hamar og var þetta annar sigur Hamarsmanna í röð.

023-1

Logi Geir Þorláksson mun spila með Hamar í sumar og skoraði hann gott mark í leiknum.

 

Næsti leikur Hamars verður Þriðjudaginn 24. Febrúar á móti Skallagrím á ÍR velli kl 20:30.

 

Hamar og Árborg áttust við í leik í sunnlenska.is bikarnum s.l sunnudag. Hamarsmenn höfðu tapað báðum sínum leikjunum í mótinu 0-2. Hamarsmenn mætti vel stemmdir til leiks og  sem fyrr voru allir leikmenn Hamars úr Hveragerði. Strákunum gekk vel að halda boltanum innann liðsins og var margt jákvætt í leik liðsins í fyrri hálfleik. Leikar stóðu 0-0 í hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hamarsmanna fyrir framan mark Árborgar að koma boltanum í netið. Í seinni hálfleik fóru Hamarsmenn ofar á völlinn á pressuðu stíft á leikmenn Árborgar. Pressan skilaði góðum árangri fljótlega í seinni hálfleik þegar Diddi vann boltann hátt á vellinum og kom honum á Jóa Snorra sem sendi boltann fyrir markið til Hafþórs Vilbergs sem skoraði fyrsta mark Hamars á undirbúningstímabilinu. Skömmu seinna unnu strákarnir boltann á svipuðum stað og barst boltinn til Didda sem skaut föstu skoti framhjá markverði Árborgar. Staðan var orðinn 0-2 fljótlega í seinni hálfleik og voru Hamarsmenn að spila glimrandi fínan bolta. Eftir þetta datt leikurinn örlítið niður og bæði lið freistuðust til að skora mörk. Þegar um 2 mínútur voru eftir náðu Árborg að troða boltanum framhjá Hlyni Kárasyni markmanni Hamars. Lokatölur voru 2-1 fyrir Hamri!

Haffi Vilberg

Hafþór VIlberg skoraði fyrsta markið.

Diddi

Kristinn H. Runólfsson (Diddi) skoraði annað markið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær sigur hjá Hamri og verður spennandi að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Það er greinilegt að góðar æfingar Ólafs þjálfara eru að skila sér og leikmenn eru að bæta sig með hverri vikunni. Strákarnir í liðinu eru að vinna vel fyrir hvorn annann og er greinilega mikil samheildni í liðinu.

Óvíst er hvernær næsti leikur Hamars er þar sem veðurguðirnir eru að gera fótboltamönnum lífið leitt þessa dagana og erfitt að fá völl til að spila á. Unnið er að því að ná einum til tveim æfingaleikjum áður en Lengjubikarinn hefst 14. Mars n.k.

Áfram Hamar!!!

Meistaraflokkur Hamars spilaði sinn annann leik á undirbúningstímabilinu á Selfossvelli í gær. Spilað var við KFR og var þetta leikur í sunnlenska.is mótinu. KFR leikur í 3. deild, Hamar mun leika í 4.deild.

Í byrjun einkenndist leikurinn af löngum sendingum og miklum barningi. Hamarsmenn áttu erfitt með að halda boltanum innann liðsins, um miðjan fyrri hálfleik komust KFR yfir með góðu marki. Hamar fengu gott færi í fyrri hálfleik til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Langar sendingar og hraðir leikmenn KFR héldu áfram að valda Hamarsmönnum usla og náðu KFR að bæta öðru marki við fyrir hálfleik. Staðan var 0-2 í hálfleik. Í seinni hálfleik náðu Hamarsmenn að halda boltanum mun betur innann liðsins og voru þéttir fyrir í varnarlega. Hamar fengu nokkur ágætis færi til að laga stöðuna en eins og áður vildi boltinn ekki fara inn. KFR fengu líka sín færi en markalaust var í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 0-2 fyrir KFR. Seinni hálfleikur var mun betur leikinn af hálfu Hamarsmanna og eru greinilega framfarir síðan úr síðasta leik. Það fengu allir 19 leikmenn liðsins tækifæri á að spreyta sig í leiknum.

Gaman er að segja frá því að það mættu 24 leikmenn á æfingu fyrir leikinn og voru þar að auki nokkrir fjarverandi að sökum meiðsla. Hópurinn hjá meistaraflokki er því orðinn stór og eru nánast allir Hvergerðingar! Æft er þrisvar í viku í Hamarshöllinni auk þess sem leikmenn mæta í Laugasport og æfa þar af krafti. Það verður gaman að fylgjast með strákunum í framhaldinu og er mikil stemmning innann hópsins.

Næsti leikur Hamarsmanna verður 15. Febrúar gegn Árborg í sunnlenska.is mótinu.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars verður haldin sunnudaginn 8.febrúar kl 12:00 á skrifstofu Hamars í íþróttahúsinu við skólamörk (crossfit inngangur).

Dagskrá:

– Venjuleg aðalfundarstörf.

– Önnur mál.

Stjórn knattspyrnudeildar.

Fyrsti leikur vetrarins hjá meistaraflokki undir stjórn nýs þjálfara Ólafs Hlyns fór fram í gær á Selfossvelli. Um var að ræða fyrsta leik í sunnlenska.is æfingamótinu gegn Árborg. Hamar telfdi fram nýju liði frá s.l tímabili og gaman er að segja frá því að af þeim 17 leikmönnum í leikmannahóp Hamars voru 16 leikmenn úr Hveragerði. Markmið Hamars er að gefa Hvergerðingum tækifæri á að spila fótbolta og búa til gott lið og leikmenn. Margir af leikmönnunum voru að spila sinn fyrsta leik eftir hvíld frá fótbolta og nokkrir sem hafa verið í kringum liðið undanfarin ár.

Leikurinn í gær fór ágætlega af stað fyrir Hamarsmenn. Leikmenn voru í smástund að finna taktinn og ná stressinu úr sér. Fljótlega komu margir góðir spilkaflar og fengu Hamar góð færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en þeir náðu ekki að koma tuðrunini inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og stóðu leikar 0-0 í hálfleik, flottur fyrri hálfleikur! Seinni hálfleikur hófst rólega og voru menn farnir að þreytast og miklar breytingar á leikstöðum manna. Fljótlega í seinni hálfleik náðu Árborgarmenn að setja inn eitt mark eftir mikla baráttu við vítateiginn. Eftir þetta var Árborg betri aðillinn í leiknum og settu eitt mark til viðbótar framhjá Hlyni Kárasyni markverði Hamars. Lokatölur voru 2-0 fyrir árborg.

Heillt yfir var þetta flottur leikur hjá nýju liði Hamarsmanna. Fyrri var hálfleikur mjög góður, en í seinni hálfleik voru menn orðnir þreyttir. Gaman var að sjá að liðið spilaði vel saman og voru þéttir fyrir á vellinum. Það verður spennandi að fylgjast með liðinni í framhaldinu og hvetjum við alla til að kíkja á næsta leik í mótinu sem verður 1. Febrúar kl 20:00 á selfossvelli. Gaman væri að sjá fólk mæta á völlinn og styðja Hvergerðingana!

ÁFRAM HAMAR!

Mikill fjöldi fólks var mætt í Hamarshöllina um helgina. Á Laugardaginn voru 7.flokkur karla og kvenna að keppa, á sunnudaginn var 6.flokkur karla. Um 800 keppendur frá 15 félögum mættu leiks um helgina. Mótið heppnaðist virkilega vel og var fólk hrifið af þeirri aðstöðu sem við Hvergerðingar höfum fyrir knattspyrnuiðkun.

Þetta mót mun klárlega verða haldið aftur að ári og vonandi verður þetta árlegur viðburður í framtíðinni!

 

10460905_314428958752070_6112879960234889816_o

Spilaðir voru 306 leikir um helgina

Markmið mótsins var að allir færu heim með bros á vör eftir að hafa spilað skemmtilegan fótbolta. Úrslit leikjana voru ekki skráð, enda voru þau algjört aukaatriði!

1064887_314429092085390_1896709431613350222_o

Hamar spilaði í sameiginlegu liði með Ægir frá Þorlákshöfn á mótinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir mót fengu allir keppendur verðlaunapening, pítsu frá Hoflandsetrinu og íspinna frá Kjörís. Það voru allir keppendur ótrúlega ánægðir með og ætla að koma aftur að ári.

10547874_314428802085419_5767401507528428563_o

Sýndir voru miklir taktar á mótinu.

Mikið af foreldrum og sjálfboðaliðum úr Hveragerði hjálpuðu til við ýmis störf á mótinu. Þau lögðu á sig mikla vinnu til að mótið heppnaðist eins vel og það gerði. 

IMG_0369

Erla Kristín og Guðrún Eirika stóðu vaktina í sjoppunni

IMG_0399_2

Núverandi og fyrrverandi formenn knattspyrnudeildar fara yfir málin.

 

Næstu helgi heldur fjörið áfram. Þá er komið að 6. fl kvenna og 5. fl karla og kvenna að spila á Jólamóti Kjörís.

 

 

Ólafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistarflokks  Hamars. Skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í gær.

Ólafur er með mikla reynslu að þjálfun. Hann þjálfaði kvennalið í Danmörku og náði þeim flotta árangri að gera sín lið að Bikarmeisturum tvö ár í röð þar í landi. Hann kom til Íslands árið 2012 og tók við kvennaliði Fjarðabyggð. Hann tók svo við 4.deildar liði KB síðastliðið tímabil og gerði fína hluti þar. Ólafur starfar einnig sem yngri flokka þjálfari hjá Breiðablik, þar þjálfar hann 4. Og 3 flokk karla. Ólafur Hlynur er vel menntaður þjálfari og hefur UEFA-A gráðu frá KSÍ.

 

Ólafur Hlynur (2)

Ólafur Hlynur og Þorsteinn Ragnarsson Formaður knattspyrnudeildar við undirskrift.

Ráðning nýs þjálfara er liður í uppbyggingu á félaginu. Stjórn knattspyrnudeildar Hamars býður Ólaf velkomin til starfa hjá félaginu.