Hamar og Árborg áttust við í leik í sunnlenska.is bikarnum s.l sunnudag. Hamarsmenn höfðu tapað báðum sínum leikjunum í mótinu 0-2. Hamarsmenn mætti vel stemmdir til leiks og  sem fyrr voru allir leikmenn Hamars úr Hveragerði. Strákunum gekk vel að halda boltanum innann liðsins og var margt jákvætt í leik liðsins í fyrri hálfleik. Leikar stóðu 0-0 í hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hamarsmanna fyrir framan mark Árborgar að koma boltanum í netið. Í seinni hálfleik fóru Hamarsmenn ofar á völlinn á pressuðu stíft á leikmenn Árborgar. Pressan skilaði góðum árangri fljótlega í seinni hálfleik þegar Diddi vann boltann hátt á vellinum og kom honum á Jóa Snorra sem sendi boltann fyrir markið til Hafþórs Vilbergs sem skoraði fyrsta mark Hamars á undirbúningstímabilinu. Skömmu seinna unnu strákarnir boltann á svipuðum stað og barst boltinn til Didda sem skaut föstu skoti framhjá markverði Árborgar. Staðan var orðinn 0-2 fljótlega í seinni hálfleik og voru Hamarsmenn að spila glimrandi fínan bolta. Eftir þetta datt leikurinn örlítið niður og bæði lið freistuðust til að skora mörk. Þegar um 2 mínútur voru eftir náðu Árborg að troða boltanum framhjá Hlyni Kárasyni markmanni Hamars. Lokatölur voru 2-1 fyrir Hamri!

Haffi Vilberg

Hafþór VIlberg skoraði fyrsta markið.

Diddi

Kristinn H. Runólfsson (Diddi) skoraði annað markið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær sigur hjá Hamri og verður spennandi að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Það er greinilegt að góðar æfingar Ólafs þjálfara eru að skila sér og leikmenn eru að bæta sig með hverri vikunni. Strákarnir í liðinu eru að vinna vel fyrir hvorn annann og er greinilega mikil samheildni í liðinu.

Óvíst er hvernær næsti leikur Hamars er þar sem veðurguðirnir eru að gera fótboltamönnum lífið leitt þessa dagana og erfitt að fá völl til að spila á. Unnið er að því að ná einum til tveim æfingaleikjum áður en Lengjubikarinn hefst 14. Mars n.k.

Áfram Hamar!!!