Fyrsti leikur vetrarins hjá meistaraflokki undir stjórn nýs þjálfara Ólafs Hlyns fór fram í gær á Selfossvelli. Um var að ræða fyrsta leik í sunnlenska.is æfingamótinu gegn Árborg. Hamar telfdi fram nýju liði frá s.l tímabili og gaman er að segja frá því að af þeim 17 leikmönnum í leikmannahóp Hamars voru 16 leikmenn úr Hveragerði. Markmið Hamars er að gefa Hvergerðingum tækifæri á að spila fótbolta og búa til gott lið og leikmenn. Margir af leikmönnunum voru að spila sinn fyrsta leik eftir hvíld frá fótbolta og nokkrir sem hafa verið í kringum liðið undanfarin ár.

Leikurinn í gær fór ágætlega af stað fyrir Hamarsmenn. Leikmenn voru í smástund að finna taktinn og ná stressinu úr sér. Fljótlega komu margir góðir spilkaflar og fengu Hamar góð færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en þeir náðu ekki að koma tuðrunini inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og stóðu leikar 0-0 í hálfleik, flottur fyrri hálfleikur! Seinni hálfleikur hófst rólega og voru menn farnir að þreytast og miklar breytingar á leikstöðum manna. Fljótlega í seinni hálfleik náðu Árborgarmenn að setja inn eitt mark eftir mikla baráttu við vítateiginn. Eftir þetta var Árborg betri aðillinn í leiknum og settu eitt mark til viðbótar framhjá Hlyni Kárasyni markverði Hamars. Lokatölur voru 2-0 fyrir árborg.

Heillt yfir var þetta flottur leikur hjá nýju liði Hamarsmanna. Fyrri var hálfleikur mjög góður, en í seinni hálfleik voru menn orðnir þreyttir. Gaman var að sjá að liðið spilaði vel saman og voru þéttir fyrir á vellinum. Það verður spennandi að fylgjast með liðinni í framhaldinu og hvetjum við alla til að kíkja á næsta leik í mótinu sem verður 1. Febrúar kl 20:00 á selfossvelli. Gaman væri að sjá fólk mæta á völlinn og styðja Hvergerðingana!

ÁFRAM HAMAR!