Tag Archive for: Forsíða

Hamarsmenn hafa fengið liðstyrk fyrir komandi átök í 1.deild karla, en Rúnar Ingi hefur ákveðið að ganga til liðsins frá Breiðablik þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Rúnar Ingi hefur einnig spilað fyrir Val og Njarðvík á sínum ferli, en hefur nú ákveðið að ganga til liðs við Hamar. Rúnar gerði að meðaltali 7 stig fyrir Blika í fyrra ásamt því að skila tæpum 11 framlagsstigum að meðaltali. Fyrsti leikur Rúnar verður næst komandi Sunnudag þegar Hamarsmenn fara uppá Akranes og mæta liði ÍA, en það er jafnframt fyrsti leikurinn sem Hamar spilar á tímabilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins er svo föstudaginn 14.okt.

 

Hjalti Valur Þorsteinsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari Hamars fyrir komandi átök í 1 deild karla í vetur. Hjalta Val ættu flestir Hamarsmenn að þekkja en hann spilaði með liðinu í gegnum alla yngriflokka og á 40 leiki að baki með meistaraflokk félagsins. Hjalti Valur hefur séð um styrktaræfingar fyrir strákanna í sumar og sér til þess að allir mæti í topp formi þegar blásið verður til leiks í byrjun Október. Hjalti er útskrifaður ÍAK-einkaþjálfari og verður hann Andra til aðstoðar með lið Hamars í vetur.

Hér má kynna sér störf Hjalta Vals betur

https://www.facebook.com/hjaltivalur/

Helgin 3.-4. september fór fram seinni helgin í forvali fyrir yngri landslið í körfuknattleik hjá krökkum fæddum 2002. Að þessu sinni mættu fjórir krakkar frá körfuknattleiksdeild Hamars og stóðu sig að sjálfsögðu með eindæmum vel, nú tekur við keppnistímabil hjá krökkunum þar sem þau fá frekari tækifæri á að láta ljós sitt skína og vonandi komast þau sem flest í næsta val sem fram fer um jól 2016.

Fimmtudaginn 1. September var haldin íþróttadagur Hamars, hátiðinn var haldinn í íþróttahúsinu í Dalnum og þar voru allar deildir Hamars með kynningu á starfi sínu ásamt því að boðið var uppá skemmtiatriði auk andlitsmálnigar og íspinna frá Kjörís. Dagurinn heppnaðis í alla staði vel og er án vafa langfjölmennasti kynningardagur sem Íþróttafélagið Hamar hefur staðið fyrir.

 

Nú í sumar velur Körfuknattleikssamband Íslands nokkra aldurhópa í mismunandi landsliðsverkefni. Eitt af þessum verkefnum er æfingahópur hjá krökkum fæddum 2002, svo vel stöndum við hjá Hamri að við eigum fimm krakka sem tóku þátt í þessu landsliðsverkefni helgina 11.-12. júní. Þetta voru þau Helga Sóley Heiðarsdóttir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, Guðjón Ingason og Arnar Dagur Daðason. Þessir flottu fulltrúar okkar Hamarsmann stóðu sig að sjálfsögðu öll virkilega vel og voru sjálfum sér og félaginu til sóma. Björt framtíð hjá þessum krökkum sem og körfuknattleiksdeild Hamars.

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur staðið fyrir tveimur körfuknattleiksnámskeiðum nú í sumar. Eldri hópurinn sem voru krakkar á aldursbilinu 7-10 bekkur grunnskóla voru á námskeiði frá 17. ,maí til og með 13. júní. Í lok námskeiðsins komu síðan tveir gestir í heimsókn sem bæði eru frábærar fyrirmyndir og skemmtilegir þjálfarar, þetta voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sem báðir spila með íslenska landsliðinu og hafa líka báðir lagt stund á háskólanám með körfuboltanum. Þeir lögðu einmitt áherslu á það við krakkana að það skifti miklu máli að lifa heilbrigðu líferni, æfa vel en líka að það skifti miklu máli að leggja sig fram í námi. Flottir gestir og flottur endir á góðu námskeiði.

Andri Þór Kristinsson skrifaði í kvöld undir samning við körfuknattleiksdeild Hamars um þjálfun á Meistaraflokki karla félagsins. Andri Þór er flestum Hamarsmönnum kunnugur en hann þjálfaði kvennalið Hamars fyrir nokkrum árum. Nú síðast var Andri þjálfari kvennaliðs Hauka sem urðu meðal annars deildarmeistarar. Andri hefur einnig þjálfað lið Breiðabliks sem og komið við sögu í þjálfun á landsliðum Íslands í yngriflokkum. Nánar síðar.

Æfingar verða þrisvar í viku á tímabilinu 18.05.2016 –  13.06.2016. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd ´03-´00 sem áhuga hafa á að bæta sig í körfuknattleik og verða æfingarnar sem mest miðaðar við einstaklinga og tækniþjálfun. Æfingar verða á mánudögum – miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast alltaf kl 17.00 og standa í eina og hálfa klst.

Æfingagjald er 4000kr á barn og greiðist á staðnum.

Þjálfari á námskeiðinu er Daði Steinn og er hægt að frá frekai upplýsingar í síma 6901706

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur verið valin í 16 manna landsliðshóp drengja fæddir 2000 í körfuknattleik. Þetta eru frábærar fréttir fyrir körfuboltan í Hveragerði og sínir hvaða árangri er hægt að ná með dugnaði og elju, Björn Ásgeir er þarna að uppskera árangur þess að hafa verið einstaklega duglegur að æfa undanfarinn ár bæði með liðsfélögum og með miklum aukaæfing. Til hamingju Björn Ásgeir og körfuknattleiksdeild Hamars.

Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur þegið boð Niagara University um að spila með körfuknattleiksliði skólans næstu þrjú árin. Dagný Lísa verður á fullum skólastyrk við skólan sem spilar í fyrstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum og er eftir því sem við vitum best fyrsti leikmaður Hamars sem hefur fengið þennan styrk. Íþróttafélagið Hamar fagnar og samgleðs með Dagný Lísu að hafa náð þessum árangri og bendir um leið ungum iðkenndum á hvað hægt er að gera með elju og dugnaði eins og hún hefur sýnt allan sinn feril. Til Hamingju Dagný Lísa með frábæran árangur.