Það var spenna í loftinu þegar leikmenn Hamars og Breiðabliks mættu í hús fyrir fyrsta leik lokaúrslita 1. deildar karla. Hamar með heimavallarréttinn og búnir að vinna Breiðablik tvisvar í vetur en á sama tíma Blikarnir með hvað breiðastan leikmannahóp í fystu deildinni. Fljótlega var orðið ljóst að það yrðu allavega einhver læti á pöllunum því fólk streymdi í húsið og þegar flautað var til leiks var orðið fullt á pöllunum og flott stemming hjá báðum liðum.

                Uppkast og upp úr því fær Hamar lay-up þar sem Smári skorar fyrstu stig leiksins, fljótlega sigu þó Blikar fram úr og eftir þriggja mínútna leik var helmingsmunur (6:12) og aðeins farið að fara um heimamenn á pöllunum á meðan stemmingin var í góðu lagi öðru megin í stúkunni. Blikar héldu síðan um tíu stiga mun fram að leikhlutaskiptum og gott betur því strax á fystu mínútu annars leikhluta er munurinn komin í fimmtán stig (17:32) og alls ekkert í spilunum að leikurinn verði góður fyrir Hamarsdrengi. Aðeins bættu menn þó í en munurinn á liðunum hélst þó í kringum tíu stiginn allt þar til fjórum mínútum fyrir hálfleik að Hamar gefu í og minnkar muninn hratt. Skömmu fyrir hálfleik kemst svo Hamar yfir í annað skipti í leiknum þegar Þorgeir setur niður þrist og kemur Hamri í 41:40 og allt verður vitlaust í Frystikistunni. Liðin skiptust svo á körfum og þegar flautað er til hálfleiks er tveggja stiga munur (48:46) heimastrákum í vil. Hamar byrjar svo seinni hálfleik betur og kemst tíu stigum yfir snemma (60:50) við mikinn fögnuð heimamanna en Blikar bæta þó aðeins í og þegar þriðji leikhluti er hálfnaður leiðir Hamar með átta stigum (63:55). Þá koma Blikar með áhlaup og á rétt um tveimur mínútum jafna þeir leikinn (65:65) og allt vitlaust í áhorfandastúkunni. Blikar náð síðan smá forskoti og leiða með sex stigum þegar lokaleikhlutinn byrjar (70:76) en samt hafa allir í húsinu það á tilfinningunni að leikurinn sé jafn þar sem liðinn hafa skipst á áhlaupum allan leikinn og allt getur gerst. Í fjórða leikhluta skiptast svo liðin á körfum og leikurinn í nokkru jafnvægi eða þar til þrjár og hálf mínúta eru eftir að Hamar jafnar (88:88) og spenna í algleymi. Áfram skiptast liðin á körfum og þegar átján sekúntur lifa leiks nær Hamar tveggja stiga forustu en auðvitað jafna Blikar strax aftur og leikur framlengdur (95:95).  Framlenginginn fer síðan rólega af stað og lítið skorað. Þegar hún er hálfnuð ná þó Blikar fjögura stiga forskoti (99:103)  og spenna færist í leikinn. Hamar reynir að jafna en gengur ekki og allt lítur út fyrir sigur Blika sem eiga boltan í innkasti þegar þrettán sekúntur eru eftir og leiða með tveimur stigum (104:106), Blikar tapa þá boltanum með því að missa boltan aftur fyrir miðju og allt í einu er allt opið. Hamar klikkar þó á skoti og Blikar skora úr báðum vítum sínum þegar innan við sekúnta lifir leiks og Blikar búnir að stela heimavallarréttinum. Frábær leikur þó og bauð uppá mikla skemmtun fyrir fólkið í stúkunni.