Í gær fór fram hið árlega páskasund hjá sunddeildinni. Það var líf og fjör í sundlauginni í Laugaskarði á meðan það fór fram og skemmtu allir sér konunglega. Hápunkturinn var auðvitað happadrættið en þá eru nöfn iðkenda sett í pott og einn heppinn dreginn út sem hlýtur stórt páskaegg. Í ár var það Sigríður Kristín sem hlaut það. Hinir fóru þó ekki tómhentir heim eftir æfinguna því allir fengu páskaegg að gjöf. Sunddeildin óskar iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Næsta sundæfing verður á venjubundnum tíma þriðjudaginn 3. apríl.