Í dag fór fram afhending á nýrri æfingaklukku sem Kvenfélag Hveragerðis gaf sunddeildinni til minningar um Margréti B. Þorsteinsdóttur. Margrét starfaði lengst af við sundlaugina í Laugaskarði og var Hjörtur eiginmaður hennar forstöðumaður sundlaugarinnar um langt árabil. Þau hjón og fjölskylda þeirra eru samofin sögu laugarinnar og sunddeildarinnar okkar. Við þökkum Kvenfélagi Hveragerðis kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem nýtast mun sunddeildinni vel sem og öðrum sundlaugargestum í Laugaskarði.

Margrét B. Þorsteinsdóttir

Helgina 18.-20. september lögðu 9. flokks strákarnir í liðinu „Hamar/Hrunamenn“ land undir fót og skelltu sér í höfuðstað Norðurlands. Mikil tilhlökkun var í hópnum enda fyrsta mót vetrarins fram undan og spiluðu strákarnir í B riðli þar sem 6-10 sterkustu lið landsins spila og því ljóst að um erfiða leiki yrði að ræða. Fyrsta markmið helgarinnar var að halda sér í riðlinum og nýta þá reynslu sem kæmi um helgina til frekari verka í vetur. Nokkur fjöldi foreldra kom með í ferðina og var lagt af stað um miðjan dag á föstudegi. Fyrsti leikur var svo snemma á laugardagsmorgun gegn Grindavík. Leikurinn var nokkuð jafn allan tíman þó voru okkar drengir aðeins á undan stærstan hluta leiksins, lokatölur voru 57:48 okkar mönnum í vil. Næsti leikur var um hádegisbil á laugardag og andstæðingurinn var gamla stórveldið úr Reykjavík, Ármann. Það lið hefur verið á meðal fimm bestu liða undanfarinn tvö ár og því ljóst að erfiður leikur var fram undan. Drengirnir af Suðurlandinu mættu samt sem áður vel gíraðir í leikinn og tóku forustu strax á upphafs mínútum og litu aldrei í baksýnisspegilinn, lokatölur 75:50 og áframhaldandi sæti í B riðli tryggt. Leikjum laugardagsins var því lokið og við tók pizza hlaðborð, sundferð og bíósýning. Allir í gírnum og þjálfarinn gjörsamlega bugaður og byrjaður að dotta um áttaleytið. Ró komst þó á liðið á skikkanlegum tíma og var allt komið í ró um ellefuleytið og því náðu drengirnir góðri hvíld fyrir leiki sunnudagsins. Fyrri leikur seinni dags mótsins var gegn heimamönnum sem hafa á að skipa stórum og sterkum strákum sem létu vel finna fyrir sér, okkar menn stóðust þó prófið og unnu nokkuð öruggan sigur 63:56. Við tók því hreinn úrslitaleikur við Stjörnuna B sem voru nýkomnir úr A riðli og ljóst að spennustigið yrði nokkuð hátt í þeim leik. Drengirnir byrjuðu vel og leiddu allan leikinn. Á loka mínútunum hleyptu þeir þó óþarfa spennu í leikinn með því að klikka á tveimur vítum og tapa boltanum. Sigur vannst þó 53:51 og okkar menn á leið í A riðil og á næsta mót. Það verður án vafa mun erfiðara en þó við hæfi að leyfa drengjunum aðeins að njóta 😊  

https://www.hamarsport.is/wordpress/wp-admin/post.php?post=6846&action=edit

Stigahæstu leikmenn

Lúkas Aron Stefánsson  47 stig

Tristan Máni Morthens  60 stig

Birkir Máni Daðason  67 stig

Til hamingju kæru foreldrar!!! Badmintondeild Hamars var að vinna Foreldrastarfsbikar HSK 2019 fyrir öflugt foreldrastarf. Þið eigið sérstakt hrós skilið. Þið fylgið börnunum á mótin með hittingi og kaffi á Shell oft eldsnemma á morgnana. Aðstoðið yngstu keppendurna að telja stigin sín á völlunum, setjið upp Kjörísmótið okkar, mannið sjoppuvaktirnar, smyrjið brauð og bakið vöfflur. Mætið svo í fjölskyldutíma og spilið með börnunum ykkar eða mætið sum í lok æfingar og takið þátt í runu eða skotbolta. Mætið svo í fullorðinstímana ef þið viljið kynnast íþróttinni betur og svo keppum við öll saman í HSK mótinu á vorin í öllum aldursflokkum. Án ykkar væri deildin ekki eins öflug og hún er í dag. TAKK!!

Nýliðar Ham­ars í úr­vals­deild karla í blaki tóku í gær­kvöld á móti deild­ar­meist­ur­um síðustu leiktíðar, Þrótti frá Nes­kaupstað.

Leik­ur­inn fór fram í Hvera­gerði og var leikið fyr­ir lukt­um dyr­um sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Blak­sam­bands Íslands en fyr­ir­komu­lagið var ákveðið í kjöl­farið á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna.

Ham­ars­mönn­um var, þrátt fyr­ir að vera nýliðar, spáð efsta sæti af þjálf­ur­um og fyr­irliðum í deild­inni og má segja að liðið hafi staðið und­ir vænt­ing­um í fyrsta leik.

Sig­ur Ham­ars var ör­ugg­ur en Þrótt­ur átti þrátt fyr­ir það góða spretti og lét Ham­ars­menn vinna fyr­ir stig­un­um þrem­ur. Lokastaðan í leikn­um var 3:0 fyr­ir Ham­ar og unn­ust hrin­urn­ar 25:22, 25:21 og 25:16.

Stiga­hæst­ur í liði Ham­ars var Jakub Madej með 13 stig en stiga­hæst­ur í leikn­um var spænski Þrótt­ar­inn Migu­el Ramos með 14 stig.

Frétt tekin af mbl.is

Mynd: Guðmundur Erlingsson

Nú er mikil eftirvænting eftir að úrslitakeppni hefst hjá strákunum í meistaraflokki. Hamar vann sinn riðil með 34 stig og hafa spilað gríðarlega vel í sumar. Hamar vann 11 leiki, gerði eitt jafntefli og töpuðu 2 leikjum. Liðið skoraði 48 mörk og fengu 19 mörk á sig.

Í úrslitakeppninni eru 8 liða úrslit. Spilað er tvo leiki og sigurvegari samanlagt úr þeim viðureignum kemst í undanúrslit. Hamar mun mæta flottu liði KH í 8 liða úrslitum. KH varð í 2. sæti í sínum riðli. Fyrri viðureignin fer fram á Valsvelli n.k Laugardag kl 13:00. Seinni leikurinn fer fram á Grýluvelli á miðvikudag í næstu viku kl 16:15.

Við vonumst eftir því að Hvergerðingar mæti á völlinn, styðji okkar menn og hjálpi þeim að sigra þessa viðureign. Stuðningur ykkar skiptir gríðarlega miklu máli í þessum leikjum!!

Meistaraflokkur kvenna gerði 2-2 jafntefli við Álftanes í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Álftanesi.

Karen Inga Bergsdóttir og Íris Sverrisdóttir skorðu mörk okkar í síðari hálfleik.

Næsti leikur hjá stelpunum er á laugardaginn á móti ÍR á heimavelli kl 14:00

Yngri flokka þjálfarateymi Hamars 2020-2021 er klárt.

Unnar Jóhannsson tekur við sem yfirþjálfari Knattspyrnudeilar ásamt því að þjálfa 8.flokk með Matthíasi. Unnar kemur frá Fjölni þar sem hann hefur þjálfað allan sinn feril fyrir utan 2 tímabil í Stjörnunni og 1 ár hjá danska félaginu Lyseng. “Það sem mér finnst spennandi við Hamar er að hér er gríðarlega mikill metnaður í fólki, fólki sem hefur mikinn áhuga á starfinu, frábær aðstaða og mjög öflugur þjálfarahópur. Hér er allt til alls til þess að ná góðum árangri”

Matthías Ásgeir heldur áfram þjálfun hjá félaginu. Hann verður inn í þjálfun 4 fl, 5fl, 7fl og 8 fl. Matti hefur þann eiginlega að ná einstaklega vel til iðkenda. Hann spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Pétur Geir Ómarsson heldur einnig áfram hjá félaginu. Hann verður inn í þjálfun 4, 5, 6 og 7 fl kvk ásamt 6.fl kk. Hann hefur gert mjög góða hluti með hópana sína hjá félaginu. Hann spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Dagný Rún Gísladóttir verður æfingaþjálfari og kemur inn á æfingar hjá strákum og stelpum. Dagný er frábær fyrirmynd yngri iðkenda félagsins. Hún spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Samuel Andrew Malson verður æfingaþjálfari og kemur inn á æfingar hjá strákum og stelpum. Hann spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Ísak Leó Guðmundsson verður þjálfari 4 og 5 fl kvk ásamt því að vera með 6. og 7.fl kk. Ísak hefur þjálfað hjá Fjölni allan sinn þjálfaraferil en hefur spilað með Hamri undanfarin ár.

Eitt silfur kom með í Hveragerði eftir helgina. Íslandsmeistaramótinu var frestað síðan í vor og gátu því ekki allir keppendur úr Hamri verið með sem höfðu ætlað sér það. Íslandsmeistarar í tvenndarleik A-flokki eru Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir bæði úr TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og Guðbjörg 21-18 og 21-11.

Margrét Guangbing Hu spilaði í undanúrslitum í öllum greinum í B-flokki en vantaði bara herslumuninn að komast áfram í úrslitaleikina. Vonandi verður svo næsta Meistaramót Íslands áfram á sínum stað í apríl 2021 með fleira fólk úr Hamri í öllum greinum.

Gústav, Guðbjörg, Egill og Hrund

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Íþróttafélagið Hamar mun í ár hvetja iðkendur og forráðamenn til að deila myndum af æfingum á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #BeActive og #BeActiveHamar og vonumst við til þess að sem flestir hjálpi okkur með að gera þessa viku sem skemmtilegasta.

Við minnum einnig nemendur Grunnskólans í Hveragerði á verkefnið ,,Göngum í skólann” allan septembermánuð. Fleiri upplýsingar um Íþróttaviku Evrópu er að finna á slóðinni beactive.is ásamt lista yfir viðburði í boði.

Áfram Hamar!

Vertarstarf hjá körfuboltanum er nú óðum að hefjast. Á suðurlandinu fór sameiginlegt lið
Hrunamanna/Hamars/Selfoss/Þórs af stað með flottum sigri á Njarðvík í Hveragerði. Leikurinn var hin
besta skemmtun og margir flottir leikmenn að sína fín tilþrif. Liðið hefur hlotið það skemmtilega
vinnuheit „Suðuland“ enda um samstarfsverkefni fjögur stærstu kkd á suðurlandi og verið að skapa
þessum efnilegum drengjum tækifæri á að spila körfuknattleik á háu getustigi þannig að leikmenn
geti bætt sig og um leið fengið dýrmæt tækifæri á að taka stór hlutverk sem þeir þurfa til að til að
vaxa og dafna. Leikurinn byrjaði vel fyrir Suðuland sem komst strax á fyrstu mínútum í 14:3 forustu.
Njarðvík er kann hinsvegar ýmislegt fyrir sér í körfuboltafræðunum og komust hægt og rólega inní
leikinn. Í lok þriðja leikhluta kom áhlaup hjá Njarðvíkingum og náðu þeir að minnka muninn niður í
níu stig, 65:56, og virtist allt vera að falla með Njarðvík. Suðurland náði þó að skora síðastu körfu
leikhlutans og þegar klukkan gall fyrir síðast leikhluta var munurinn ellefu stig, 67:56. Í
lokaleikhlutanum reyndi Njarðvík allt sem þeir gátu til að ná muninum niður þar sem þeirra bestu
menn, Elías Pálsson og Join Baginski, skiptust á að skora fyrir sitt lið en náðu þó aldrei að ógna liði
suðurland að verulegu marki og urðu lokatölur 94:79 Suðurlandi í vil. Flottur leiku hjá báðum liðum
og gaman að byrja tímabilið á hörku leik í Hveragerði.

Stigahæstur leikmenn leiksins


Suðurland
Ísak Perdue 25 stig
Hringur Karlsso 21 stig
Jónas B. Reynisson 19 stig

Njarðvík
Elías Pálsson 31 stig
Join Baginski 25 stig