Seinni hluti HSK móts kvenna í blaki fór fram á Laugarvatni í gær.

Sjö lið voru skráð til leiks og var leikin einföld umferð í tveimur hlutum.

Hamar 1 og Dímon/Hekla 1 voru bæði taplaus eftir fyrri hlutann og allar líkur á að lokaleikur mótsins, á milli þessara tveggja liða, yrði úrslitaleikur.

Það var raunin og Hamar 1 sigraði Dímon/Heklu 2-1 eftir oddahrinu í skemmtilegum leik.

Hamar 2 varð svo efst þeirra félaga sem sendu 2 lið til keppni.

Flottur árangur hjá kvennaliðunum sem hefja nú undirbúning fyrir Íslandsmót öldunga.

Lokastaða mótsins varð þessi;

1.sæti  Hamar 1 með 17 stig

2.sæti  Dímon/Hekla 1 með 15 stig

3.sæti  UMFL með 10 stig

4.sæti  Hrunamenn 2 með 10 stig

5.sæti  Hamar 2 með 5 stig

6.sæti  Dímon/Hekla 2 með 3 stig

7.sæti  Hrunamenn 1 með 2 stig

Meistaraflokkur Hamars hefur ráðið Einar Ólafsson inn í þjálfarateymið fyrir komandi átök í 4. deildinni í sumar. Einar mun starfa sem þjálfari hjá Hamri ásamt Liam Killa sem var ráðinn þjálfari liðsins s.l haust. Liam mun halda áfram sem spilandi þjálfari liðsins. Einar er gríðarlega reyndur og vel menntaður þjálfari sem hefur náð mjög góðum árangri með þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Einar hefur starfað í mörg ár fyrir Breiðablik og Val þar sem hann á marga íslandsmeistaratitla að baki. Einar útskrifaðist 2009 sem íþróttafræðingur auk þess sem hann er með UEFA A gráðu í þjálfun. Það er því klárlega happafengur fyrir knattspyrnudeild að fá slíkann reynslubolta til liðs við sig. Hann mun miðla reynslu sinni til leikmanna, auk þess sem hinn ungi og efnilegi þjálfari Liam Killa mun njóta góðs af honum.

Knattspyrnudeild Hamars býður Einar velkominn til starfa!

Karlalið Hamars lék síðustu leiki sína á Íslandsmótinu í 1. deild um liðna helgi.

Vestri frá Ísafirði kom í heimsókn en Vestri hafði tryggt sér 1. sæti deildarinnar áður en að leikjunum kom og Hamar var öruggt um 2. sætið.

Það var því aðallega spilað upp á heiðurinn og grobbréttinn.

Leikar fóru svo að Hamar vann báða leikina, þann fyrri í oddahrinu, 3-2 en þann síðari 3-0.

Flottur árangur hjá Hamarsliðinu sem nú þarf að ákveða hvort það vill taka sæti í úrvalsdeild í haust.

 

Hamarsmenn tóku forystu í einvígi sínu við Fjölni 2-1 nú fyrr í kvöld. Hamarsmenn unnu sterkann sigur á útivelli, en það lið sem vinnur fyrr 3 leiki fer áfram. Hamarsmenn geta því tryggt sér sæti í úrslitunum á Fimmtudaginn kemur kl 19:30 í Íþróttahúsinu Hveragerði.

Hamarsmenn töpuðu fyrsta leiknum 88-76, en unnu annann leikinn 114-110 í framlengdum leik. Þriðji leikurinn var jafn og spennandi allann tímann, en Hamarmenn settu stóru skotin og fóru með sigur af hólmi 86-91. Erlendur var stigahæðstur Hamarsmanna með 20 stig en Hilmar Pétursson var þar á eftir með 19 stig, ásamt því að ísa leikinn með risa þrist í lokinn. Christoph­er Woods 16/​13 frá­köst, Örn Sigurðar­son 15/​6 frá­köst, Rún­ar Ingi Erl­ings­son 7/​7 stoðsend­ing­ar, Odd­ur Ólafs­son 6, Smári Hrafns­son 6, Snorri Þor­valds­son 2.

Nú er því um að gera að fjölmenna í Frystikistunna á Fimmtudaginn og öskra Hamar áfram inn í úrslitin.

mynd/Karfan.is

Kvennalið Hamars1 varð Íslandsmeistari í 2. deild um helgina og vann sér þar með sæti í 1. og næstefstu deild næsta vetur.

Liðið steig varla feilspor í vetur og tapaði aðeins einum leik á öllu Íslandsmótinu.

Liðið sem féll úr 1. deild síðasta vor, stoppaði því stutt í 2. deild en ljóst er að það er krefjandi vetur framundan.

5. deild Íslandsmóts kvenna í blaki kláraðist einnig um helgina.

Sæti Hamars2 í deildinni var ekki öruggt og mátti ekki mikið fara úrskeiðis ef halda átti sætinu í deildinni.

Einn unnin leikur og hagstæð úrslit var það sem til þurfti og varð lokastaðan sú að sætið hélst nokkuð örugglega með 6 stig á næsta lið HK E sem féll.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu Hamarsmanna í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins, náði liðið ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum í kvöld.

Útlendingahersveit Aftureldingar var einfaldlega of sterk og fór svo að þeir unnu leikinn 3-0.

Hamarsmenn létu Mosfellinga þó hafa fyrir hlutunum á meðan orka var á tönkunum og skoruðu heimamenn 17 stig í fyrstu hrinu og 21 í annarri hrinu. Þriðja hrinan var þó í styttri kantinum með einungis 14 stig heimamanna gegn þeim 25 sem andstæðingarnir þurfa til að sigra hrinuna.

Að öðrum leikmönnum ólöstuðum, þá voru þeir Hilmar Sigurjónsson og Sigþór Helgason stekastir í sókn Hamars en sérstaklega ber að benda á frábæra endurkomu Óskars Haukssonar í stöðu frelsingja.
Eftir þónokkra fráveru eftir hásinarslit, dró Kópaskersbúinn knái fram blakskóna og spilaði eins og engill í vörninni og var á tímabili með yfir 90% móttöku.

Þó gaman hefði verið að sjá Hamar í höllinn í fjögurra liða úrslitum, þá verður það að bíða betri tíma:)

 

Næst síðasta umferð 1.deildar karla fór fram í kvöld. Í Gravarvogi voru það Fjölnismenn sem tóku á móti Hamri. Hamarsmenn sem fyrr að leitast eftir því að tryggja sér fimmta sætið sem veitir þáttöku í úrslitakeppni um sæti í Dominosdeildinni, deild þeirra bestu.
Hamarsmenn virtust ekki vera búnir að jafna sig á tapinu í síðustu umferð gegn Blikum, en Fjölnir komst í 7-0, og síðar 18-8. Þá vöknuðu drengirnir og svöruðu með 15-4 áhlaupi staðan 22-23 Hamri í vil. Síðustu fjögur stig leikhlutans voru hins vegar heima megin staðan 26-23 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta var leikurinn í járnum og skiptust liðin á að setja niður körfur, hörku stemmning. Fjölnismenn í baráttu við Val um 2 sætið sem veitir heimavallar réttinn. Smári Hrafsson, fyrrum Fjölnismaður átti síðasta orðið í fyrri hálfleik er hann nelgdi niður þrist staðan 52-53 í hálfleik.
Í þriðja leikhluta hélt síðan skemmtunnin áfram. Hamarsmenn þó alltaf í forustu, eða allt þar til flautann gall þegar Collin Pryor setti niður körfu fyrir Fjölni og kom þeim yfir 76-75.
Fjórði og síðasti leikhlutinn eftir og bæði lið með allt undir. Chris Woods skoraði fyrstu stig leikhlutans en þá svöruðu Fjölnismenn með næstu níu 85-77. Þegar sex mínútur voru til leiksloka leiddu heimamenn með 87 stigum gegn 80. Næstu tvær mín spiluðust hinsvegar vel fyrir Hamar og skyndilega var staðnan 90-87. En þá voru Hamarsmenn búnir á því. Fjölnismenn gerðu 13 stig gegn 2 og gerðu út um leikinn. Lokatölur voru 104-91. Þrátt fyrir tapið tryggðu Hamarsmenn 5 sætið þar sem Ármann lagði Vestra með sínum fyrsta sigur leik í vetur, annsi óvænt. Hamarsmenn geta því farið pressulausir og slípað sig saman fyrir úrslitakeppnina næst komandi Föstudag, þegar nágrannarnir úr FSu mæta.

Stigaskor Hamars í kvöld: Chris Woods 31 stig,14 fráköst, Erlendur Stefánsson:25 stig,  Smári Hrafnsson: 9 stig, Örn Sigurðarson 8 stig, 7 fráköst, Rúnar Erlingsson 7 stig, 4 fráköst, Hilmar Pétursson 7 stig, 4 fráköst, Oddur Ólafsson 4 stig, 7 stoðsendingar

Mynd/Sunnlenska

Árni Þór Hilmarsson landsliðsþjálfari undir 15 ára liðs kvenna valdi nú á dögunum lokahóp fyrir Copenhagen Invitational mótið í Danmörku sem haldið verðurí júní næstkæmandi.

Hamar á tvo fulltrúa í þeim hóp þar sem þær Helga Sóley Heiðarsdóttir og Gígja Marín Þorsteinsdóttir voru báðar valdar í lokahóp. Þetta er frábær árangur hjá þessum metnaðafullu stelpum sem hafa svo sannarlega lagt mikið á sig síðustu ár. Þær leika með sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna sem leikið hefur í A-riðli síðustu ár undir stjórn Hallgríms Brynjólfssonar. Hrunamenn eiga einnig fulltrúa í liðinu en það er hún Perla María Karlsdóttir.

Óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur