Kvennalið Hamars1 varð Íslandsmeistari í 2. deild um helgina og vann sér þar með sæti í 1. og næstefstu deild næsta vetur.

Liðið steig varla feilspor í vetur og tapaði aðeins einum leik á öllu Íslandsmótinu.

Liðið sem féll úr 1. deild síðasta vor, stoppaði því stutt í 2. deild en ljóst er að það er krefjandi vetur framundan.