Meistaraflokkur Hamars hefur ráðið Einar Ólafsson inn í þjálfarateymið fyrir komandi átök í 4. deildinni í sumar. Einar mun starfa sem þjálfari hjá Hamri ásamt Liam Killa sem var ráðinn þjálfari liðsins s.l haust. Liam mun halda áfram sem spilandi þjálfari liðsins. Einar er gríðarlega reyndur og vel menntaður þjálfari sem hefur náð mjög góðum árangri með þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Einar hefur starfað í mörg ár fyrir Breiðablik og Val þar sem hann á marga íslandsmeistaratitla að baki. Einar útskrifaðist 2009 sem íþróttafræðingur auk þess sem hann er með UEFA A gráðu í þjálfun. Það er því klárlega happafengur fyrir knattspyrnudeild að fá slíkann reynslubolta til liðs við sig. Hann mun miðla reynslu sinni til leikmanna, auk þess sem hinn ungi og efnilegi þjálfari Liam Killa mun njóta góðs af honum.

Knattspyrnudeild Hamars býður Einar velkominn til starfa!