Karlalið Hamars lék síðustu leiki sína á Íslandsmótinu í 1. deild um liðna helgi.

Vestri frá Ísafirði kom í heimsókn en Vestri hafði tryggt sér 1. sæti deildarinnar áður en að leikjunum kom og Hamar var öruggt um 2. sætið.

Það var því aðallega spilað upp á heiðurinn og grobbréttinn.

Leikar fóru svo að Hamar vann báða leikina, þann fyrri í oddahrinu, 3-2 en þann síðari 3-0.

Flottur árangur hjá Hamarsliðinu sem nú þarf að ákveða hvort það vill taka sæti í úrvalsdeild í haust.