Hamri hefur hlotist mikill og góður liðstyrkur.  Fyrst ber að nefna Gunnar Björn Helgason sem mun vera aðstoðarþjálfari Ingólfs Þórarinssonar.  Gunnar Björn er markmaður og kemur frá HK og mun hann alfarið sjá um markmanns þjálfun. Því má bæta við að Gunnar Björn á fjölda unglingalandsliðsleiki að baki.

photo 1

 Næst ber að nefna Mario Torres Ferreira, Mario kemur frá Stálúlfi og er fæddur 1981.  Mario getur spilað bæði bakvörð og vængmann.

photo 2

 Að lokum er það Mateusz Tomasz Lis, Mateusz kemur líka frá Stálúlfi og er fæddur 1992.  Mateusz getur leist margar stöður en er þó aðallega framarlega á vellinum.

photo 3

Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði laugardaginn 14. desember síðastliðinn. Keppendur voru 29 talsins frá þremur félögum; Garpi, Hamri og Umf. Þór.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim. Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 63 stig, UMF Þór var í öðru sæti með 28 stig og Garpur í því þriðja með 7 stig. Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.

U11 – snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar
1.sæti – Daníel Sigmar Kristjánsson, Hamar
2.sæti – Einar Ísberg, Hamar
3.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
4.sæti – Sigurður Ísak Ævarsson, Hamar

U13 – tátur
1.sæti – Birta Marín Davíðsdóttir, Hamar
2.sæti – Aníta Sif Brynjarsdóttir, Hamar
3.sæti – Sigurlín Franziska Arnarsdóttir, Garpur
4.sæti – Guðný Karen Olíversdóttir, Garpur

U15 – sveinar
1.sæti – Daníel Ísberg, Hamar
2.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
3.sæti – Daníel Njarðarson, Hamar

U15 – meyjar
1.sæti – Silja Þorsteinsdóttir, Hamar
2.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
3.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Þór
4.sæti – Íris Róbertsdóttir, Þór

U17 – drengir
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór
2.sæti – Árni Veigar Thorarensen, Hamar

U17 – telpur
1.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
2.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar
3.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
4.sæti – Elva Karen Júlíusdóttir, Þór

U19 – piltar
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór

U19 – stúlkur
1.sæti – María Ólafsdóttir, Hamar
2.sæti – Elva Karen Júlíusdóttir, Þór

 

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu

Tvær ungar stúlkur úr Hamri eru valdar til æfinga með U-18 ára landsliði Íslands í körfubolta. Þetta eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir og Katrín Eik Össurardóttir sem eru í 20 manna æfingarhóp sem Finnur Jónsson hefur valið en honum til aðstoðar er Árni Þór Hilmarsson.  Æfingar eru yfir hátíðirnar þannig að ekkert verður slakað á hjá þeim stöllum yfir jólin.

Verkefni sumarsins hjá U-18 verður Norðurlandamótið (hefðbundið) en jafnframt jafnframt er stefnt á þátttöku í Evrópukeppninni að þessu sinni.

Öll yngri landslið koma saman til æfinga núna í desember en ekki eru fleiri fulltrúar frá okkur að þessu sinni.  Sjá val æfingarhópa á vef kki.is

Til stendur að gera endurbætur á húsakynnum Laugasports næstu dagana. Þetta mun hafa í för með sér að tækjasalurinn verður meira og minna lokaður fram yfir áramót. Við munum bæta við tækjum ásamt því að flytja tæki yfir í gamla hópsalinn. Þar með stækkar tækjasalurinn um 100%. Markmiðið er að sjálfsögðu að geta veitt enn betri þjónustu.

ATH: Viðskiptavinir með samning á meðan á framkvæmdum stendur fá að sjálfsögðu 14 dögum bætt við samningstímann.

Hamar og Valur mættust í Frystikistunna í Hveragerði í kvöld og hófu 13.umferðina. Liðin höfðu nýlega leikið gegn hvort öðru í bikarnum þar sem að Valsstúlkur höfðu betur. Leikurinn byrjaði með mikilli hörku og Valsstúlkur komust fljótt yfir 7-17. Hamarstúlkur léttu það þó ekki á sig fá og minnkuðu muninn niður í 5 stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 14-19 Val í vil. Butler fór mikinn í liði Vals og var kominn með 9 stig. Í öðrum leikhluta snérust svo hluturnir við. Hamar byrjaði að spila hörku vörn og á hinu enda vallarins fór Marín á kostum og Hamarsstúlkur komnir yfir í hálfleik 37-32. Þriðji leikhlutinn byrjaði þó líkt og leikurinn sjálfur með yfirhönd Vals. Hamarsstúlkur bitu þó alltaf frá sér og héldu liðin inní lokafjórungin jöfn 51-51. Fjórði leikhlutinn var síðan í eigu Hamarskvenna en þær fengu ekki á sig körfu fyrstu 4 mínúturnar og voru þær komnar í 59-51 með 5 mínútur eftir. Þá skoraði Butler tvær körfur og lagaði stöðuna en það voru fyrstu stig hennar síðan í fyrstaleikhluta. DiÁmber fór hins vegar á kostum í liði Hamars og átti alltaf svör við árásum Vals og skiliður Hamarsstelpur þægilegum átta stiga sigri í hús 72-64. Hjá Hamari var DiÁmber með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst og Marín var einnig frábær með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Val voru það ggömlu Hamarsstúlkurnar se, voru atkvæðamestar Kristrún með 24 stig og Guðbjörg með 16 og 7 fráköst.

Hamarsmenn fengu nágranna sína frá Selfossi í heimsókn í frystistunna í Hveragerði í kvöld. Bæði lið vildu enda taphrinur sínar en Hamarsmenn höfðu tapað síðustu þrem leikjum en Fsu síðustu tvem.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10-2 en þá tók Fsu leikhlé. Þeir unnu sig inn í leikinn enn þó voru Hamarsmenn alltaf skrefinu á undan og var staðan eftir fyrsta leikhluta 28-22. Í öðrum leikhluta snérust þó hlutirnir við og Fsu tók stjórnina, þeir jöfnuðu metin í 30-30 og Hamarsmenn tóku leikhlé. Fsu héldu þó áfram að keyra á þá og komust þeir í 39-44 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Hamar aftur leikhlé og jafnaðist leikurinn. Staðan 40-45 Fsu í vil. Stigahæðstur í liði Hamars var Danero með 17 stig en Pryor var með 15 í liði gestanna. Síðari hálfleikur hófst líkt og leikurinn byrjaði með áhlaupi heimamanna. Eftir þrjár mínútur tók Fsu leikhlé og Hamarsmenn komnir yfir 47-45. Hart var barist inná vellinum og voru bæði lið að fá mikið af villum á sig, hjá gestunum voru Pryor og Svavar komnir með fjórar og hvíldu þeir út leikhlutann. Þriðji leikhlutinn var allur jafn og fyrir loka fjórðunginn var staðan 62-60 fyrir Hamar. Danero var komin með 28 stig en hjá gestunum var Ari að stíga upp með 20.
Í fjórða leikhuta var mikil spenna og hart barist um alla bolta. Hamars menn komust í 70-62 en FSu jafna 70-70 og Hamar tekur leikhlé með 6:02 eftir á klukkunni. Þegar um ein og hálfmínuta var eftir setti Halldór Jónsson risa þrist fyrir heimamenn og kom muninum í 83-76 FSu skoraði síðan í næstu sókn og stálu boltanum og Pryor tróð með tilþrifum. 83-80. Hamarsmenn töpuðu síðan boltanum í næstu sókn og Fsu tók leikhlé með 33 sekúndur á klukkunni. Svavar fékk boltan fyrir utan línuna og setti niður trölla þrist og janaði metinn. Hamarsmenn tóku þá leikhlé og voru 25 sek eftir. Aron fékk fínt skotfæri en það geigaði og Fsu hélt í sókn. Boltinn hrökk útaf þegar 4 sekúndur voru eftir og Fsu átti innkast. Pryor fékk boltan og skaut, en boltinn skoppaði af hringnum og því þurfti framlengingu.
Í framlengingunni skiptust liðin á að skora stórar körfur og í stöðunni 96-94 byrjuðu Hamarsmenn að taka framúr og kláruðu þeir leikinn á línunni lokatölur 101-97. Hjá Hamri var Danero Thomas atkvæðamestur með 42 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, næstur á eftir honum var Halldór Jónsson með 20 stig. Í liði Fsu var Ari með 27 stig og Pryor með 25 stig og 11 fráköst. Hamarsmenn unnu þar með sinn fyrsta heimaleik og enduðu taphrinu sína, en Fsu þarf að bíta í súrt epli og erum þeir búnir að tapa síðustu þrem leikjum.
Mynd/Guðmundur Karl

 Hér er nýjasta útgáfan af Hamrinum, áhugasamir geta haft samband við Ævar 698 3706, Guðmund Þór 896 4368, Steinar 897 6220 eða haft samband í gegnum tölvupóst hamarinnaugl@gmail.com http://issuu.com/egumbrot/docs/hamarinn-05.12.2013

Hamar sendi tvö kvennalið til leiks í HSK mótinu að þessu sinni. B-liðið lék á Hvolsvelli mánudaginn 25. nóv. og A-liðið lék í Hveragerði  miðvikudaginn 27. nóv.   Bæði lið áttu góða spretti og situr A-liðið í efsta sæti ásamt Dímon og UMFL1, sem öll eru með 7 stig.  Verður spennandi að fylgjast með seinni hlutanum í mars.  Bæði kvennaliðin skelltu sér svo á Fjallalambs-mót hjá Fylki laugardaginn 30. nóv.

Karlaliðið lék við Fylki í 1. deild, mánudaginn 25. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 22-25, 25-21, 26-24, 20-25, 13-15.  Í annað sinn á skömmum tíma tapar Hamar í oddahrinu og verða drengirnir að bíta í skjaldarrendur í næsta leik.