Tag Archive for: Forsíða

Íslandsmót öldunga, stærsta öldungumóti sem haldið hefur verið er nú lokið.

Mótið var haldið í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Aftureldingar.

Hamar sendi 4 lið til keppni, 2 í kvennaflokki og 2 í karlaflokki.

Kvennaliðin spiluðu í 3. deild og 7. deild en karlaliðin í 3. og 4. deild.

Árangurinn var ágætur en öll liðin héldu sætum sínum í deild. Þriðju deildar lið kvenna gerði gott betur og hafnaði í 2. sæti og mun því spila í 2. og næstefstu deild að ári líkt og á Íslandsmótinu.

Öldungamótið á næsta ári verður svo í höndum KA fólks á Akureyri að ári.

Karlalið Hamars í blaki tók kvennaliðið sér til fyrirmyndar og varð HSK meistari í vikunni.

6 lið tóku þátt í mótinu og þar af 2 frá Hamri, einu félaga. Leikin var einföld umferð, allir við alla.

Hamar 1 varð hlutskarpast með 14 stig, 3 stigum meira en Laugdælir sem höfnuðu í 2 sæti. Hamar A hafnaði svo í 4. sæti með 5 stig.

Úrslit héraðsmóts HSK karla 2017 voru annars sem hér segir:

1. sæti Hamar 1 með 14 stig

2. sæti UMFL með 11 stig

3. sæti Hrunamenn með 8 stig

4 sæti Hamar A með 5 stig

5. sæti Dímon með 4 stig

6. sæti Þjótandi með 3 stig

Seinni hluti HSK móts kvenna í blaki fór fram á Laugarvatni í gær.

Sjö lið voru skráð til leiks og var leikin einföld umferð í tveimur hlutum.

Hamar 1 og Dímon/Hekla 1 voru bæði taplaus eftir fyrri hlutann og allar líkur á að lokaleikur mótsins, á milli þessara tveggja liða, yrði úrslitaleikur.

Það var raunin og Hamar 1 sigraði Dímon/Heklu 2-1 eftir oddahrinu í skemmtilegum leik.

Hamar 2 varð svo efst þeirra félaga sem sendu 2 lið til keppni.

Flottur árangur hjá kvennaliðunum sem hefja nú undirbúning fyrir Íslandsmót öldunga.

Lokastaða mótsins varð þessi;

1.sæti  Hamar 1 með 17 stig

2.sæti  Dímon/Hekla 1 með 15 stig

3.sæti  UMFL með 10 stig

4.sæti  Hrunamenn 2 með 10 stig

5.sæti  Hamar 2 með 5 stig

6.sæti  Dímon/Hekla 2 með 3 stig

7.sæti  Hrunamenn 1 með 2 stig

Árni Þór Hilmarsson landsliðsþjálfari undir 15 ára liðs kvenna valdi nú á dögunum lokahóp fyrir Copenhagen Invitational mótið í Danmörku sem haldið verðurí júní næstkæmandi.

Hamar á tvo fulltrúa í þeim hóp þar sem þær Helga Sóley Heiðarsdóttir og Gígja Marín Þorsteinsdóttir voru báðar valdar í lokahóp. Þetta er frábær árangur hjá þessum metnaðafullu stelpum sem hafa svo sannarlega lagt mikið á sig síðustu ár. Þær leika með sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna sem leikið hefur í A-riðli síðustu ár undir stjórn Hallgríms Brynjólfssonar. Hrunamenn eiga einnig fulltrúa í liðinu en það er hún Perla María Karlsdóttir.

Óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur

Dagbjartur Kristjánsson, hlaupari, var kjörinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2016 á aðalfundi félgasins sem haldinn var þann 27. febrúar s.l. Dagbjartur var tilnefndur af skokkhópi Hamars en hann hefur hlaupið með hópnum á undanförnu ári. Hann hefur náð afar góðum árangri í lengri hlaupum og á vafalaust mikið inni. Dagbjartur sem áður stundaði sund af kappi hefur nú hafið æfingar með frjálsíþróttadeild ÍR.

Eftirtaldir voru kosnir íþróttamenn sinnar deildar:
*Badmintondeild : Hrund Guðmundsdóttir
*Blakdeild : Hilmar Sigurjónsson
*Fimleikadeild: Erla Lind Guðmundsdóttir
*Knattspyrnudeild: Tómas Aron Tómasson
*Körfuknattleiksdeild: Snorri Þorvaldsson
*Sunddeild: Guðjón Ernst Dagbjartsson
*Hlaupari ársins: Dagbjartur Kristjánsson

Á aðalfundi Hamars var Lárus Ingi Friðfinnsson formaður og stofnandi körfuknattleiksdeildar Hamars, sæmdur gullmerki Hamars. Kom fram í máli formanns að Lárus hlyti gullmerkið fyrir áratuga ósérhlífið starf og einstaka elju við uppbyggingu og rekstur Körfuknattleiksdeildarinnar í Hveragerði.

Á aðalfundi Hamars lét núverandi formaður Hjalti Helgason af störfum sem formaður Hamars eftir 5 ára setu í embætti. Nýr formaður, Hallgrímur Óskarsson, var kjörinn á fundinum. Aðrir í stjórn Hamars eru Svala Ásgeirsdóttir, Dagrún Ösp Össurardóttir, Hjalti Valur Þorsteinsson og Daði Steinn Arnarsson.

Á Hlíðarenda héldu Hamarmenn í einvígi gegn liði Vals í kvöld. Valsmenn fyrir leikinn héldu í þá von um að ná efsta sæti deildarinnar en sú von varð veik eftir kvöldið. Valsmenn voru með 30 stig fyrir leikinn í þriðja sætinu en gátu með sigri jafnað lið Fjölnis, en þó búnir að leika einum leik minna. Hamarmenn með 18 stig í 5 sætinu.
Leikurinn fór fjörlega af stað og leiddu Hamarsmenn eftir 6 mín 14-15, þá tóku heimamenn áhlaup og staðan 23-15 heimamönnum í vil eftir fyrsta fjórðung.Valsmenn leiddu svo allan annan leikhlutann, en með góðum loka mínútum Hamars var munurinn þó aðeins tvö stig 44-42.
Valsmenn náðu svo að slíta sig aðeins frá gestunum og komust mest tíu stigum yfir 65-55. Hamarmenn lögðu þó ekki árar í bát og minnkuðu muninn aftur niður í 5 stig 67-62 eftir þrjá fjórðunga.
Fjórði leikhlutinn og þá er að duga eða drepast. Hamarmenn komu sterkari til leiks og náðu að leiða með 6 mín eftir 71-73, Valsmenn svöruðu 79-76. En næstu 5 stig voru frá Hvergerðingum og 79-81 staðan og ekki nema rétt rúmar tvær mínútur eftir. Valsmenn virtust hinsvegar ætla hirða stigin tvö því þeir svöruðu með tveimur þriggja stiga körfum og leiddu 85-81 þegar 40 sekúndur lifðu leiks. Hilmar Pétursson sýndi hvers hann var megnugur þegar hann minnkaði muninn í næstu sókn í eitt stig. Chris Woods skoraði síðan úr sniðskoti í næstu sókn og skyndilega Hamar í forustu 85-86 og 10 sek eftir. Valsmenn héldu í sókn og uppskáru tvö vítaskot með 5 sekúndur eftir. Það síðara geigaði og því þurfti að framlengja leikinn.
Í framlengingunni reyndust Hamarsmenn sterkari og fóru þeir heim með tvö stig í pokanum 96-98 lokatölur.
Chris Woods var í tröllaham í kvöld með algera töllatvennu 36 stig og 24 fráköst. Erlendur kom síðan með 25 stig, 5 stoð, og 5 fráköst, aðrir: Hilmar 19 stig, Oddur 9 stig, Rúnar 5 stig og 7 stoð, Smári 3 stig og Örn 2 stig.
Með sigrinum er 5 sætið nánast tryggt en Hamarliðið þarf að tapa öllum leikjum sínum sem eftir eru og FSu eða Vestri að vinna alla sína.

Næsti leikur er á fimmtudag í Hveragerði kl 19:15, þegar Lárus Jónsson mætir á sinn gamla heimavöll með lið Breiðabliks.

Mynd: Karfan.is

Hamarsmenn unnu auðveldan sigur á botnliði Ármanns í kvöld. Hamarsmenn mættu án Chris Woods í leikinn í kvöld sem fékk að hvíla fyrir leikinn sem er á Sunnudaginn gegn Val á Hlíðarenda. Hamarsmenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 39-11 og var leikurinn strax búinn. Allir leikmenn liðsins komust á blað, en stigahæðstur var Erlendur Ágúst annan leikinn í röð með 21 stig. Næstur var milli nafni hans Guðjón Ágúst með 18 stig og 9 fráköst, Hilmar skoraði 10 stig ásamt Birni Ásgeiri, Smári 9 stig og 7 stoðsendingar, Bjarki, Örn og Diddi settu 8 stig en Diddi var einnig með 11 fráköst. Oddur og Rúnar Ingi settu 6 stig hvor og Arvydas var með 4 stig. Snorri var svo með 3 stig á þeim 2 mínútum sem hann lék. Lokastaðan í leiknum var 111-71. Sigurinn kemur Hamarsmönnum uppí 18 stig með fjórar umferðir eftir. Vestramenn anda svo í hálsmálið á Hamri með 16 stig, en þurfa þó að treysta á að Hamarsmenn tapi 2 leikjum útaf innbyrgðis viðureigninni. FSu eru svo með 14 stig en hafa leikið einum leik meira og þurfa því að vinna rest ætli þeir sér yfir Hamarsmenn í deildinni.
Næsti leikur er strax á Sunnudagskvöldið kl 19:30, en þar geta Hamarmenn gull tryggt 5 og síðasta sætið inní úrslitakeppnina.