Posts

Fjölnir betri í Frystikistunni i dag þegar þær gulklæddu komu í heimsókn. Leikurinn var jafn framan af þar sem Fjölnir bjóst kannski við léttum leik en heimastúlkur héldu í við þær gulklæddu nánast fram í tepásuna. Helga Sóley var á 4 villum eftir pásu og munaði um það fyrir heimakonur meðan Fjölnir fann smjörþefinn af sigrinum rétt fyrir hlé og kláruðu í raun leikinn í 3. leikhlutanum. Kjarninn var góður hjá Fjölni og breyddin góð.

Þáttaskilin komu klárlega í lok 2. Leikhluta og þeim 3. þar sem Fjölnir pressaði út um allan völl og vann 3. leikhlutann með 18 stigum (7-25) þar sem ekkert gekk hjá heimastúlkum.

Tölfræðin lýgur ekki en stig eftir tapaða bolta (“turnover”) voru 23 hjá gestunum meðan Hamar var með 2 stig úr stolnum. Eins komu 32 stig af bekknum hjá Fjölni meðan breiddin var ekki eins góð hjá Hamri. Jafnt var 27-27 þegar 7 mínútur voru búnar af 2.leikhluta en í hálfleik var 29-38 fyrir Fjölni og í raun “gameover” í 3ja leikhluta.

Leikhlutarnir fóru; 15- 17, 14 – 21, 7 – 25, 19 – 9 og lokatölur því 55-72.

Okkar stelpur eru að sýna framfarir frá fyrsta leik í haust og klárlega bæting á mörgum sviðum sem og klárt að þær geta bætt sig enn frekar. Leikgleðin og baráttan er ekkert að dvína, það er líka klárt þannig að þetta getur ekki annað en verið klárt í næsta leik. Stigahæstar hjá okkar konum voru þær Gígja Marín 12 stig, Bjarney 11 stig og Álfhildur 10 en aðrar mina. 

Tölfræði leiksins 

Mynd frá Karfan.is / Bára Dröfn

KR stúlkur voru góðar í kvöld þegar þær unnu okkar stúlkur 44-82 en allt í reynslubankann hja okkar konum.

Þáttaskil

Þáttaskilin komu í 2. og 3. leikhluta þegar KR kláraði leikinn og í raun var staðan í hálfleik það afgerandi að lítil spenna var í leiknum og báðir þjálfarar rúlluðu á öllum sínum mannskap.  

Tölfræðin lýgur ekki

23-42 í hálfleik og bara helgin framundan hjá báðum liðum. Tölfærðin var öll gestunum í vil og engin einn leikmaður sem skaraði fram út í stigaskori eða frákastagleðinni. Dómararnir voru í aðalhlutverki með fjöldan allan af villudómum(55) í annars ekki svo grófum leik. Lokatölur 44-82 en samt vann Hamar síðasta leikhlutann 17-12 sem smá sárabætur.

Kjarninn

Hamars konur voru ragar að sækja á körfuna og sýndu ekki sama leik og td. í Grindavík fyrir 2 vikum þar sem trúin var klárlega meiri en gegn KR í kvöld. KR er með meiri breidd og kjarnan ungar stelpur með reynsluboltum inn á milli og stefnir allt í að þær fari upp um deild, annað er stórslys. Það var í raun miklu betra flæði á leik KR eftir að Desiree Ramos fór á bekkin í 1.leikhluta með 3 villur.

Góður dagur hjá liðsheild KR og Hamars konur komst ekki skrefinu lengra en KR vörnin leyfði þeim.

Slæmur dagur… mikið sem Hamarskonur þurfa að æfa vítaskotin og enn einn slæmur dagur á vítalínunni. Allt Hamarsliðið getur miklu betur en samt enginn að tapa gleðinni í blómabænum.

 

Tölfræði

http://www.fibalivestats.com/u/KKI/646638/bs.html

 

 

Hamars stúlkur hrukku í gang of seint fyrir þegar ÍR kom í heimsókn í 1. deildar körfunnar þetta þriðjudagskvöldið. Eftir skelfilega skotnýtingu og mikið af mistökum framan af leik var staðan 23-38 fyrir síðasta hlutann og ekki mikil skorað. Það varð samt  skyndilega úr spennuleikur í Hveragerði þegar okkar stelpur rifu sig í gang og skoruðu 18 stig í síðasta leikhluta á móti 5 stigum ÍR. Það var einkum 2 stórir þristar frá Helgu Sóley undir lokin sem “kveikti” í áhorfendum og liðinu. Þetta reyndist samt of seint þar sem síðasta skot leiksins geigaði hjá Þórunni þegar leiktíminn var að renna út, lokatölur 41-43 fyrir ÍR. Ef og hefði og allt það en ÍR fagnaði vel sínum fyrstu stigum í vetur. Hamarsstúlkur fundu ekki fjölina sína í skotum framan af leik en ÍR konur voru klókar og miklu áræðnari í byrjun leiks þar sem  þær lögðu grunn að sigrinum .

16-26 í hálfleik segir sitt um skotnýtingu beggja liða. Í lokin var ÍR með 30% FG nýtingu meðan Hamar var með 10% í hálfleik en náði nýtingunni upp í 18% í heildina með óttrúlegum lokakafla. Hamar vann aðeins einn leikhluta, þann síðasta.

Kjarninn.   ÍR konur miklu sterkari í fyrri hálfleik og Hamarsstúlkur algerlega heillum horfnar með skotnýtingu einhverstaðar í kjallara Frystikistunnar. Skotnýting Hamarskvenna var þeim helst að falli en ÍR hélt haus og áttu heilt yfir sigurinn skilið.

Góður dagur hjá Hönnu Þrastardóttur hjá ÍR sem setti 14 stig og 18 framlagsstig meðan Þórunn Bjarnadóttir stýrði leik Hamars og skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og með 4 stoðsendingar. Helga Sóley kom næst með 7 stig en var frekar óheppin í sínum skotum þar til hún kom með tvo “flugelda” í lokin.

Tölfræði úr leiknum

Á herrakvöldi Hamars var að sjálfsögðu uppboð og aðrir vinningar. Vinningar sem ekki voru afhentir á herrakvöldinu sjálfu voru á eftirfarandi númerum.

Gjafakort í Laugarsport nr. 623

Gjafakort í Laugarsport nr. 237

Gjafakort í Laugarsport nr. 771

Gjafakort í Laugarsport nr. 681

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 203

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 436

Hægt er að nálgast vinningar í símanúmer 8562035 hjá Valla 

Nú er vetrarstarf allra deilda hjá íþróttafélaginu Hamri að komast á fullt skrið, deildirnar eru að byrja keppni á íslandsmótum og vonandi að sem flestir geri sér ferð í íþróttahúsin í Hveragerði til að fylgjast með starfi deilda Hamars. Nú í kvöld er tvíhöfði hjá blakdeild þar sem konurnar ríða á vaðið með leik við Aftureldinu b í 1. deild kvenna. Strax þar á eftir eru karlarnir að spila við Fylkir, endilega að drífa sig í íþróttahúsið við Skólamörk og hvetja okkar fólk áfram. Þriðjudaginn 3. október er síðan drengjaflokkur í körfuknattleik að spila við KR b og Laugardaginn 7. okt spila stúlkurnar í mfl kvenna í körfuknattleik sinn fyrsta leik á vetrinum við KR í vesturbæjnum. Vikuni líkur síðan á því að karlalið Hamars í körfuknattleik spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu við ÍA á Akranesi, verum duglega að styðja við íþróttafólkið okkar í Hveragerði sama í hvaða íþróttagrein það er og mætum á áhorfendabekkina í vetur, áfram Hamar alltaf allstaðar. 

Það er körfuknattleiksdeild Hamars mikil ánægja að segja frá því að nú í vetur verður aftur starfræktur meistaraflokkur kvenna. Fyrsti leikur hjá Hamarsstelpum verður sunnudaginn 8. Október gegn KR í vesturbæjnum og hvetjum við sem flesta til að gera sér ferð til Reykjavíkur og styðja stelpurnar. Liðið hefur verið að æfa síðan um miðjan júlí og samanstendur æfingahópurinn af um 20 stúlkum á mismunandi aldri, allt frá því að vera enþá á grunnskólaaldri og alvega að nálgast fjórða tugin. Þetta teljum við mikið styrkleikamerki fyrir kvennakörfuna því þótt eldri leikmenn hafi allajafna ekki jafn mikin tíma aflögu til að sinna íþróttinni hafa þær þó svo ótrúlega mikla reynslu sem þær geta deild með yngri stúlkunum. Einnig sýnir þetta að körfubolti er fyrir alla og gamla mítan um að stelpur hætti þegar búið er að stofna fjölskyldu þarf ekki að vera eitthvað lögmál.

Kl 03:00, aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst lagði glæsilegur hópur efnilegra ungmenna úr körfuknattleiksdeild Íþróttafélagsins Hamars af stað í þjálfunarbúðir til Bretlands. Hópurinn samanstendur af unglingum af báðum kynjum, fjölmörkum foreldrum ásamt þjálfara sínum, Daða Steini Arnarssyni. Hópurinn flýgur til London þar sem rúta ekur hópnum alla leið til þorpsins Malvern sem er í Worcester-héraði (Worcestershire) í þeim hluta Bretlands sem kallast West-Midlands. Þorpið Malvern er suð-vestan við Birmingham:

 

Hópurinn mun dvelja í eina viku í NBC Camps körfuboltabúðunum sem haldnar eru í  heimavistarskólanum St. James Girls’ School í Malvern:

 

Hægt er að fá allar upplýsingar um NBC Camps körfuboltabúðirnar í St. James skólanum í Malvern á þessari vefslóð: www.nbccamps.com/international/camps/basketball-camp-malvern-st.-james-college

― ― ―

Þegar þjálfunarbúðunum lýkur er ætlunin að dvelja 1-2 nætur í skemmtigörðunum í Alton Towers. Hópurinn er svo væntanlegur til baka mánudaginn 14. ágúst.

 

 

 

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 35 manna æfingahópur í U16 landslið drengja. Verkefni þessa landsliðs verða tvö sumarið 2018 þar sem bæði verður sent lið til keppni á Evrópumót og Norðurlandamót. Einn Hamarsdrengur er í þessum hópi sem ætti að vera öðrum yngri flokka iðkenndum hjá körfuknattleiksdeild hvatning til að leggja hart að sér og setja markið hátt í körfuboltanum. 

Nú í sumar fóru tvær af okkar efnilegustu körfuknattleiksstúlkum í keppnisferð til Kaupmannahafnar með U15 ára landsliði Íslands. Þetta eru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir, að sjálfsögðu voru þær bæði sjálfum sér og ekki síður sínu íþróttafélagi til sóma og stóðu sig frábærlega að sögn landsliðsþjálfarans. Árangur stúlknanna er gott dæmi um hvaða árangri er hægt að ná með viljan og dugnaðinn að vopni. 

Ný aðalstjórn Hamars sem kjörin var í febrúar 2017 hefur fundað nokkrum sinnum frá kjöri. Það hefur þó hist þannig að alltaf hefur einhver úr stjórn ekki geta mætt á fundina og því hittist stjórnin ekki öll fyrr en nú á nýliðnum stjórnarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 24. maí s.l. Af því tilefni var þessi mynd ― af allri stjórninni ― tekin.

Aðalstjórn Hamars er um þessar mundir að vinna að ýmsum málum og má sem dæmi nefna þessi:

  • Auka gagnsæi og yfirsýn varðandi rekstur einstakra deilda
  • Endurbæta ásýnd félagsins, bæði á vefnum og á stöðum sem tengjast félaginu t.d. í Íþróttahúsinu og í Hamarshöllinni.
  • Styrkja samskiptamál.
  • Skoða nýja möguleika á fjáröflun fyrir félagið í heild.
  • Samskipti við aðildarfélög UMFÍ, mest við HSK og taka þar þátt í sameiginlegum verkefnum.
  • Fjalla um umsóknir deilda og félagsmanna um hin ýmsu erindi, m.a. styrki (afreksstyrki, styrki úr meistaraflokkssjóði o.fl.).
  • Fylgjast með þáttöku barna og unglinga í íþróttastarfi í bænum og ræða leiðir til að fjölga iðkendum, bæði þeim sem eru áhugasamir og hafa stundað íþróttir en einnig skoða leiðir til að fá krakka af stað í íþróttir sem hafa lítið eða ekkert stundað þær áður. 
  • Vera í nánu sambandi við Hveragerðisbæ varðandi öll mál sem tengjast félaginu og bænum, vítt og breitt, enda er Hveragerðisbær helsti bakjarl félagsins.
  • O.fl.

Um þessar mundir (vor 2017) er stærsta málið að vinna að Landsmóti 50+ sem haldið verður í Hveragerði síðustu helgina í júní.