Á ársþingi Hérðaðssambands Skarphéðins sem haldið var að Flúðum sunnudaginn 15. mars 2015 voru þrír einstaklingar sæmdir Starfsmerki UMFÍ. Starfsmerkið er veitt fyrir framúrskarandi dugnað og starf fyrir íþrótta og ungmennafélög á íslandi, Lárus Ingi Friðfinnsson var sæmdur þessari flottu viðurkenningu og er hann vel að henni kominn. Lárus Ingi hefur verið formaður Körfuknattleiksdeildar Hamars frá stofnun deildarinnar árið 1992 og á þessum tíma verið driffjöður í starfi deildarinnar aukin heldur að hafa þann einstaka hæfileika að fá fólk til að starfa með sér til hagsbóta fyrir körfuboltann í Hveragerði.