Karlalið Hamars tók í gær á móti toppliði Vestra frá Ísafirði í 1. deild karla í blaki.
Vegna anna liðsmanna utan blakvallarins, fengu leikmenn með minni leikreynslu tækifæri til að sýna sig og áttu liðið ansi góða spretti á köflum þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu.
Það dugði þó ekki til og vel æft og mannað lið Vetra vann leikinn örugglega 3-0 og tryggði þar með stöðu sína á toppi deildarinnar.

Næsta verkefni Hamars er hinsvegar ansi strembið en sunnudaginn 24. febrúar, kl. 16:00 mæta þeir Íslands- og bikarmeisturum KA frá Akureyri í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja strákana og horfa á glæsilegt blak.

Aðalfundur blakdeildar Hamars fyrir árið 2018, verður haldinn mánudaginn 18. febrúar n.k. kl. 21:00. Fundarstaður er á 2. hæð í Íþróttahúsinu við Skólamörk (framan við áhorfendapalla).

Efni fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningur og fjármál

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

6. Viðurkenningar

Allir velkomnir,

Stjórn blakdeildar Hamars

Dregið var í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins í Laugardalnum í dag.
Skemmst er frá því að segja að Hamar dróst á móti Íslands- og bikarmeisturum KA frá Akureyri og því ljóst að þeir eiga ærið verkefni fyrir höndum.

Leiðtími hefur enn ekki verið ákveðinn en liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi um leiktíma en leikurinn fer fram á heimavelli Hamars.

Allir leikir í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins eiga að fara fram leikvikuna 17. – 24. febrúar.

Karlalið Hamars spilaði 2 leiki í 2.deild Íslandsmótsins í blaki um helgina sem leið.
Leikirnir voru gegn Völsungi á Húsavík annarsvegar og Blakfélagi Fjallabyggðar (BF) hinsvegar.
Fyrir leik helgarinnar voru Hamarsmenn í 2. sæti á undan Fjallabyggð en Völsungar vermdu botnsæti deildarinnar.
Leikjafyrirkomulagið hjálpaði Hamri lítið, en eftir langan akstur norður á Húsavík voru strákarnir lengi í gang og lentu 2 – 0 undir. Þá var díselvélin hinsvegar orðin heit og með bakið upp við vegginn, unnu þeir næstu 2 hrinur og tryggðu sér oddahrinu, sem þeir svo unnu og fengu fyrir vikið 2 stig af 3 mögulegum út úr leiknum.
Fimm hrinu leikur var hinsvegar erfiður undirbúningur fyrir leikinn gegn fersku liði Fjallabyggðar daginn eftir. Eftir sannfærandi tap í fyrstu hrinu sýndu strákarnir þó betri takta og börðust hetjulega þó 3-0 tap hafi verið niðurstaðan.
Blakfélag Fjallabyggðar tefldi fram nokkuð endurnýjuðu liði með ungum og efnilegum leikmönnum. Nokkuð sem Hamarsmenn væru alveg tilbúnir að búa að en endurnýju leikmanna í liðinu hefur gengið erfiðlega undanfarin ár.

Niðurstaða helgarinnar, 2 stig af 6 mögulegum í hús og BF fór uppfyrir liðið á töflunni og Hamar er því í 3ja sæti þegar 4 leikir eru eftir af tímabilinu.

Uppskeran var heldur rýr eftir blakhelgina miklu sem leið. Af 11 blakleikjum helgarinnar, töpuðu kvennaliðin tvö 5 leikjunum hvort en karlaliðið vann sinn leik í oddahrinu 3-2.

Það er því ljóst þegar tveimur keppnishelgum af þremur er lokið að bæði kvennaliðin munu í lok mars, berjast fyrir sæti sínu í deildunum.
Karlaliðið er hinsvegar í gríðarlega spennandi toppbaráttu í 2. deildinni en þar eru 3 lið jöfn í 1. – 3. sæti með 18 stig, Vestri, HK-B og Hamar. Í 4. sæti kemur svo Blakfélag Fjallabyggðar með 17 stig.

B lið Hamars keppti á Akureyri um helgina

Það er mikið að gera hjá blakdeildinni um helgina en karlaliðið keppir í 1. deildinni klukkan 19:00 í kvöld gegn Aftureldingu B.
Karlaliðið er í toppbaráttu 1. deildarinnar og mikilvæg stig í boði gegn Aftureldingu.

Kvennaliðin spila svo sína hvora 5 leikina. Á Akureyri er keppnishelgi í 5. deild og þar er B-lið félagsins í botnbaráttu. í Kórnum í Kópavogi er keppt í 2. deild og þar er A-liðið um miðja deild.

Samtals spila lið Hamars því 11 blakleiki á Íslandsmóti um helgina.

Blaktímabilið hófst formlega um helgina þegar haustmót Blaksambands Íslands fór fram í Mosfellsbæ.

Keppt var í 5 deildum kvennamegin og 2 karlamegin.
Mótið er ekki hluti af Íslandsmótinu og því ekki öll lið landsins sem taka þátt en Hamar sendi bæði kvennalið félagsins til keppni. Á mótinu er liðum raðað í deildir eftir getu í samræmi við skráningu þeirra á Íslandsmótinu og kepptu liðin því í 2. og 5. deild.
Það er óhætt að segja að Hamar hafi byrjað veturinn vel því liðin unnu alla leiki sína á mótinu 2-0 og urðu því haustmótsmeistarar í 2. og 5. deild.
Á meðfylgjandi myndum er 2. deildar liðið og hluti 5. deildar liðsins.
Enn er pláss fyrir áhugasama blakara í deildinni, karla og konur. Upplýsingar um æfingatíma fást í gegnum netfangið hamarblakdeild@gmail.com.

Mikil vakning hefur verið í blaki undanfarin ár og hefur fjöldi iðkenda vaxið gríðarlega hratt.

Þessi aukning hefur þó aðallega átt sér stað í fullorðinsflokki en Hamar í Hveragerði hefur undanfarin ár einnig boðið upp á krakkablak og eru efnilegir blakarar að líta dagsins ljós í félaginu.
Tvær þeirra, þær Marey Birgisdóttir og Ása Jóhannsdóttir Wolfram tóku ásamt öðrum efnilegum ungum blökurum frá fjölda félaga, tóku á dögunum þátt í afreksbúðum í Mosfellsbæ með frábærum árangri.
Blakdeild Hamars bíður alla unga blakara velkomna. Æfingar eru fyrir 12 ára og eldri á mánudögum frá kl. 19-20:00 í íþróttahúsinu við Skólamörk og á fimmtudögum í Hamarshöll kl. 18:30-19:30 og æfingagjöld eru 0 krónur.

Hamar hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir bæði blaklið karla og kvenna næsta vetur.

Þjálfarinn, Roberto Guarino, hefur leikið í neðri deildum á Ítalíu og í Kosta Ríka en hann hefur spilað blak frá unga aldri.  Roberto kom til Íslands sem ferðamaður fyrir rúmu ári síðan ásamt kærustu sinni og féllu þau algerlega fyrir landi og þjóð og ákváðu því að flytja hingað nú í sumar.
Gríðarleg blakhefð er á Ítalíu og án efa margt sem Roberto getur kennt áhugasömum blökurum, hvort sem þeir eru lengra komnir eða byrjendur.
Blakdeild Hamars bíður upp á æfingar á mánudögum og fimmtudögum í vetur fyrir karla, konur, byrjendur og lengra komna og börn á aldrinum 10-16 ára og eru allir áhugasamir um íþróttina og heilbrigða hreyfingu hvattir til að mæta og prófa.

Aðalfundur blakdeildar Hamars verður kl. 21:15, þann 8. febrúar næstkomandi í félagsaðstöðunni við Hamarshöll.

Efni fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningur og fjármál

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

6. Viðurkenningar

Allir velkomnir,

Stjórn blakdeildar Hamars