Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Dagbjartur Kristjánsson íþróttamaður Hamars 2016

Á aðalfundi Hamars sunnudaginn 26. febrúar 2017 var Dagbjartur Kristjánsson útnefndur íþróttamaður Hamars.  Dagbjartur hefur stundað hlaup með skokkhóp Hamars og fór fljótt framúr öllum öðrum skokkmeðlimum. Hans helstu afrek á árinu voru 1. sæti í 10 km. hlaupi á Meistaramóti Íslands á tímanum 38:59. 2. sæti í 5 km. hlaupi á héraðsmóti HSK fullorðinna á 18:12. Og hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni á 1:25:14 sem skilaði honum í 2. sæti í sínum aldursflokki á eftir bandarískum pilti og í 38. sæti alls. Er tími Dagbjartar sá 25. besti á árinu skv. ársbesta lista á hlaup.is.  Dagbjartur er fæddur árið 2000 og hefur gengið til liðs við ÍR þar sem hann mun styrkjast og eflast í höndum á bestu hlaupaþjálfurum landsins.