Entries by

Björn Ásgeir heim í Hamar

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Hamar en Björn kemur heim til Hveragerðis frá Selfyssingum þar sem hann lék í vetur og skilaði 7.2 stigum að meðaltali í leik. Tímabilið áður lék Björn Ásgeir með Vestra við góðan orðstír. “Það er alltaf gaman að fá uppalda leikmenn heim og enn skemmtilegra […]

Pálmi Geir semur við Hamar

Framherjinn Pálmi Geir Jónsson hefur samið við Hamar um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild karla. Kemur hann frá Þór Akureyri, sem sigraði deildina og leikur því í Dominos deildinni á næsta tímabili. Hamar komst alla leiðina í úrslitaeinvígið, þar sem liðið tapaði fyrir Fjölni. Pálmi er upprunalega úr Tindastóli, en […]

,

Efnilegar stelpur í körfu

Stelpurnar í 8 flokk Hamar/Selfoss stóðu sig frábærlega um liðna helgi. Þær spiluðu í Hafnarfirði þar sem þær gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leik. Þetta þýðir að þær eru komnar í A riðil sem í eru fimm bestu lið landsins og fá þar tækifæri til að keppa um íslandsmeistaratitilinn. Flottur árangur og […]

Hafþór Vilberg Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Hamars

Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði lauk nýverið við ráðningu á fyrsta framkvæmdastjóra félagsins. Eftir umsóknarferli var ákveðið að ráða Hafþór Vilberg Björnsson í starfið en Hafþór hefur um langt skeið verið virkur í flestum deildum Hamars og þekkir því starfsemi félagsins mjög vel. Hafþór er fæddur 1987 og er að ljúka B.Sc. námi í íþróttafræðum við […]

,

Íþróttamaður Hamars 2018: Helga Sóley Heiðarsdóttir

Helga Sóley Heiðarsdóttir er Íþróttamaður Hamars 2018. Þetta var tilkynnt í dag á aðalfundi Hamars sem haldinn var í Grunnskólanum í Hveragerði. Helga Sóley er ákaflega vel af þessum titli komin, hún hefur verið ein aðalmanneskja körfuknattleiksliðs Hamars í meistaraflokki og verið öflug í unglingalandsliðinu einnig. Tímabilið 2017-2018 var Helga Sóley að taka sín fyrstu […]

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn laugardaginn 16. febrúar kl. 13 – 14 í fundarherbergi Hamars (inngangur við Crossfit Hengil). Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta Kveðja,Stjórn Badmintondeildar.

Aðalfundur Hamars 2019

Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar kl 14:00 í Grunnskólanum í Hveragerði FUNDARBOÐÍþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanumí Hveragerði sunnudaginn 24. febrúar 2019 kl. 14.00 Fundarefni: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar. Reikningsskil. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars. Kaffiveitingar í boði Hamars. Verið velkominStjórnin – – – Hér […]

Körfuknattleiksfólk Hveragerðis 2018

Föstudaginn 28. desember var kynnt val á íþróttafólki Hveragerðis 2018. Þar tilnefna deildir Hamars sína íþróttamenn auk þess sem veitar eru viðurkenningar til landsliðsfólks. Hvergerðingar eiga  tvær landsliðsstúlkur, Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir og einnig voru valinn körfuknattleikskona, Helga Sóley Heiðarsdóttir, og körfuknattleiksmaður, Arnar Dagur Daðason fyrir árið 2018. Á mynd með frétt […]

Hamar HSK meistari barna og unglinga 2018

Hamar hafði sigur eftir æsispennandi stigakeppni við Þór og Dímon á HSK móti barna og unglinga sem fram fór í Þorlákshöfn í dag. Margrét Guangbing Hu og Valgarð Ernir Emilsson urðu tvöfaldir HSK meistarar í U15 og U17 flokki. Hamar átti tíu keppendur í U11 sem kepptu ekki til stiga í mótinu en allir fengu […]