Framherjinn Pálmi Geir Jónsson hefur samið við Hamar um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild karla. Kemur hann frá Þór Akureyri, sem sigraði deildina og leikur því í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Hamar komst alla leiðina í úrslitaeinvígið, þar sem liðið tapaði fyrir Fjölni.

Pálmi er upprunalega úr Tindastóli, en ásamt Þór hefur hann einnig leikið með Breiðabliki og ÍR. Hann var á síðasta tímabili útnefndur í úrvalslið 1. deildarinnar á lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Í 21 leik spiluðum á tímabilinu skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.