Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Hamar en Björn kemur heim til Hveragerðis frá Selfyssingum þar sem hann lék í vetur og skilaði 7.2 stigum að meðaltali í leik. Tímabilið áður lék Björn Ásgeir með Vestra við góðan orðstír.

“Það er alltaf gaman að fá uppalda leikmenn heim og enn skemmtilegra þegar það eru góðir leikmenn sem munu hjálpa liðinu á báðum endum vallarins eins og Björn Ásgeir gerir” segir Máté Dalmay þjálfari Hvergerðinga.